Áslaug Magnúsdóttir sem rekur hátískuverslunina Modaoperandi.com á netinu hefur slegið í gegn með sölu á Hollywoodkjólum.
Áslaug selur hátískumerki eins og Marc Jacobs, Valentino og J. Mendel. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði mætti hún í gærmorgun í viðtal á sjónvarpsstöðinni CNBC þar sem hún var spurð út í kjóla fræga fólksins á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles en þeir fást í netverslun Áslaugar.

