Umfjöllun: ÍR - Valur 25-24 | Ótrúlegt sigurmark Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. febrúar 2013 14:40 Mynd/Vilhelm ÍR vann sætan sigur á Val, 25-24, á heimavelli sínum í N1-deild karla í dag. Björgvin Hólmgeirsson tryggði ÍR-ingum sigurinn með ótrúlegu skoti fáeinum sekúndum fyrir leikslok. ÍR fer með sigrinum í 13 stig og bætir stöðu sína um sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn sitja áfram á botninum með 7 stig. Liðin mættu til leiks í dag eftir ansi langt hlé vegna heimsmeistarmótsins á Spáni og það tók leikmenn nokkrar mínútur að ná af sér ryðinu. Valsmenn voru með töluvert breyttan leikmannahóp frá því fyrir HM-hlé en Nikola Dukic, Orri Freyr Gíslason og Fannar Þorbjörnsson voru allir að spila með Hlíðarendaliðinu í dag. Hjalti Pálmason er svo væntanlegur með hlýnandi veðri. ÍR var með óbreyttan leikmannahóp að mestu en þó ber að minnast á að hinn síungi markvörður, Sebastian Alexandersson, er kominn til liðsins. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og voru komnir með 3-0 forystu eftir fimm mínútna leik. Nikola Dokic skoraði fyrsta mark Valsmanna og sitt fyrsta í deildinni og eftir það var leikurinn í miklu jafnvægi. Valsmenn komust yfir í fyrsta skipti á 24.mínútu þegar Finnur Ingi Stefánsson skoraði og breytti stöðunni í 10-11. ÍR-ingar gerðu næstu tvö mörk en það fór svo að liðin gengu til búningsherbergja jöfn, 13-13. Nikola Dokic, nýr leikmaður Vals, spilaði prýðilega í fyrri hálfleik og ljóst að koma hans styrkir Hlíðarendapilta til muna. ÍR-ingar voru að fá fín framlög frá hornapari sínu, þeim Sigurjóni og Sturlu, en Sturla sýndi enn og aftur fádæma öryggi á vítalínunni. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður þeim fyrri og liðin börðust hatramlega um hvern einasta bolta. Valsmenn virtust vera á ágætis róli þegar um 20 mínútur voru eftir og spilamennska liðsins benti til þess að leikurinn myndi enda á ánægjulegum nótum fyrir Hlíðarendastórveldið. Valur komst í 22-24 þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af leiknum en þá snerist leikurinn algjörlega í höndunum á gestunum. ÍR-ingar komu grimmir til baka, vel studdir af góðum áhorfendum sínum. Valsmenn virkuðu mjög taugaóstyrkir og klúðruðu boltanum ítrekað í sókninni. Valsmenn fengu dæmdan á sig ruðning þegar um 20 sekúndur voru eftir af leiknum og þá var komið að þætti Björgvins Hólmgeirssonar. Þessi snjalli leikmaður hefur aldrei verið feiminn við að skjóta á markið og það var þessi áræðni Björgvins sem skilaði ÍR ótrúlegu sigurmarki. Björgvin var aðþrengdur af tveimur varnarmönnum en lét vaða á markið. Boltinn sigldi beina leið upp í samskeytin fjær, óverjandi fyrir Lárus Helga í marki Vals, ótrúlegt skot.Bjarki: Var búinn að sætta mig við jafntefli Bjarki Sigurðsson brosti í leikslok í viðtali við Rúv. „Það er auðvitað mjög gott að vinna leikinn, ekki síst vegna þess að mér fannst halla á okkur í dómgæslunni allan leikinn.“ Bjarki sá jákvæða punkta úr leiknum. „Ég held reyndar að línumennirnir okkar hafi fengið á sig fleiri ruðninga í þessum leik en í öllum okkar leikjum í vetur en svona er þetta bara. Ingimundur (Ingimundarson) var fjarri góðu gamni í dag (Ingimundur var uppi á fæðingardeild með konu sinni) en það kemur bara maður í manns stað og mér fannst vörnin þokkleg í leiknum.“ Sigurmark Björgvins var óvænt en ánægjulegt fyrir Bjarka „Það er bara fáránlegt að skjóta í þessu færi og skora. Ég var búinn að sætta mig við jafntefli.“ Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Sjá meira
ÍR vann sætan sigur á Val, 25-24, á heimavelli sínum í N1-deild karla í dag. Björgvin Hólmgeirsson tryggði ÍR-ingum sigurinn með ótrúlegu skoti fáeinum sekúndum fyrir leikslok. ÍR fer með sigrinum í 13 stig og bætir stöðu sína um sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn sitja áfram á botninum með 7 stig. Liðin mættu til leiks í dag eftir ansi langt hlé vegna heimsmeistarmótsins á Spáni og það tók leikmenn nokkrar mínútur að ná af sér ryðinu. Valsmenn voru með töluvert breyttan leikmannahóp frá því fyrir HM-hlé en Nikola Dukic, Orri Freyr Gíslason og Fannar Þorbjörnsson voru allir að spila með Hlíðarendaliðinu í dag. Hjalti Pálmason er svo væntanlegur með hlýnandi veðri. ÍR var með óbreyttan leikmannahóp að mestu en þó ber að minnast á að hinn síungi markvörður, Sebastian Alexandersson, er kominn til liðsins. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og voru komnir með 3-0 forystu eftir fimm mínútna leik. Nikola Dokic skoraði fyrsta mark Valsmanna og sitt fyrsta í deildinni og eftir það var leikurinn í miklu jafnvægi. Valsmenn komust yfir í fyrsta skipti á 24.mínútu þegar Finnur Ingi Stefánsson skoraði og breytti stöðunni í 10-11. ÍR-ingar gerðu næstu tvö mörk en það fór svo að liðin gengu til búningsherbergja jöfn, 13-13. Nikola Dokic, nýr leikmaður Vals, spilaði prýðilega í fyrri hálfleik og ljóst að koma hans styrkir Hlíðarendapilta til muna. ÍR-ingar voru að fá fín framlög frá hornapari sínu, þeim Sigurjóni og Sturlu, en Sturla sýndi enn og aftur fádæma öryggi á vítalínunni. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður þeim fyrri og liðin börðust hatramlega um hvern einasta bolta. Valsmenn virtust vera á ágætis róli þegar um 20 mínútur voru eftir og spilamennska liðsins benti til þess að leikurinn myndi enda á ánægjulegum nótum fyrir Hlíðarendastórveldið. Valur komst í 22-24 þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af leiknum en þá snerist leikurinn algjörlega í höndunum á gestunum. ÍR-ingar komu grimmir til baka, vel studdir af góðum áhorfendum sínum. Valsmenn virkuðu mjög taugaóstyrkir og klúðruðu boltanum ítrekað í sókninni. Valsmenn fengu dæmdan á sig ruðning þegar um 20 sekúndur voru eftir af leiknum og þá var komið að þætti Björgvins Hólmgeirssonar. Þessi snjalli leikmaður hefur aldrei verið feiminn við að skjóta á markið og það var þessi áræðni Björgvins sem skilaði ÍR ótrúlegu sigurmarki. Björgvin var aðþrengdur af tveimur varnarmönnum en lét vaða á markið. Boltinn sigldi beina leið upp í samskeytin fjær, óverjandi fyrir Lárus Helga í marki Vals, ótrúlegt skot.Bjarki: Var búinn að sætta mig við jafntefli Bjarki Sigurðsson brosti í leikslok í viðtali við Rúv. „Það er auðvitað mjög gott að vinna leikinn, ekki síst vegna þess að mér fannst halla á okkur í dómgæslunni allan leikinn.“ Bjarki sá jákvæða punkta úr leiknum. „Ég held reyndar að línumennirnir okkar hafi fengið á sig fleiri ruðninga í þessum leik en í öllum okkar leikjum í vetur en svona er þetta bara. Ingimundur (Ingimundarson) var fjarri góðu gamni í dag (Ingimundur var uppi á fæðingardeild með konu sinni) en það kemur bara maður í manns stað og mér fannst vörnin þokkleg í leiknum.“ Sigurmark Björgvins var óvænt en ánægjulegt fyrir Bjarka „Það er bara fáránlegt að skjóta í þessu færi og skora. Ég var búinn að sætta mig við jafntefli.“
Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Sjá meira