Klæðir frægustu fyrirsætur heims Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2013 09:45 Ásdís Ágústsdóttir fluttist til Parísar fyrir einu og hálfu ári og hóf fatahönnunarnám í Paris American Academy, litlum en virtum skóla. Þar er hluti af náminu að vinna baksviðs á tískuvikunum í hátískuborginni til að fá reynslu og innsýn í bransann. Ásdís hefur unnið baksviðs hjá virtum hönnuðum og klætt þar margar af frægustu fyrirsætum heims. Í tilefni þess að stóru tískuvikurnar fara að bresta á spurði Lífið spurði Ásdísi út í þessa reynslu. ,,Ég hef fengið starfsnám bæði hjá Elie Saab og Rick Owens í gegnum skólann minn og það var virklega gaman og lærdómsríkt. Vinnudagarnir eru samt langir og strangir og mikið álag, en þetta er ómetanleg reynsla. Svo stendur okkur alltaf til boða að vinna baksviðs á tískuvikunum, en þær eru nokkrum sinnum á ári í París. Ásamt því að hafa unnið hjá Elie Saab og Rick Owens hef ég líka verið hjá Manish Arora, Basil Soda, Steffie Christiaens, Peachoo+Krejberg,Amaya Arzuaga,Arzu Kaprol og fleirum".Anja Rubik á forsíðu Vogue. Hún er ein þeirra sem Ásdís hefur klætt baksviðs.,,Baksviðs hef ég klætt margar ofurfyrirsætur. Þar á meðal eru Carmen Kass, Karlie Kloss, Anja Rubik, Jessica Stam, Valade Nimue Smit og fleiri. Þegar ég hitti þessar stelpur, sem ég hafði séð tugi af myndum af í gegnum tíðina, er athyglisvert hvað þær eru í raun ,,venjulegar" án farða og photoshop. Það sýnir kannski hvað fegurðarstuðlar nútímans eru óraunhæfir og fáránlegir því enginn lítur út eins og þessar fyrirsætur á forsíðunum. Ekki einu sinni þær sjálfar", segir Ásdís.Vor- og sumar Haute Couture lína Elie Saab, en Ásdís var hjá honum í starfsnámi. Kjólarnir eru allir saumaðir með Haute Couture aðferð og getur það tekið tugi, jafnvel hundruði klukkutíma að sauma eina flík.Ásdís er mjög ánægð í skólanum þó vissulega sé mikið að gera. Hún segir námið ekki eingöngu einblína á hönnunarferlið sjálft, heldur sé líka mikið lagt upp úr því að læra að gera flíkurnar eftir svokölluðum Haute Couture reglum. Það er afskaplega mikil nákvæmnisvinna sem er öll gerð í höndunum og getur tekið mjög langan tíma að búa til eina flík. ,,Við erum með mjög færa saumakennara sem kenna okkur þetta, eldri konur sem hafa verið í bransanum í tugi ára og hafa unnið bæði fyrir Balmain, Nina Ricci, Madame Grés og fleiri".Ásdís Ágústsdóttir.Það er margt spennandi framundan hjá Ásdísi, enda styttist í næstu tískuviku og þá er alltaf nóg að gera. Hún mun útskrifast í vor og vinnur að lokaverkefninu sínu. Einnig er hún er að fara að selja nokkra hluti eftir sig í Salka Reykjavík, búð í Kaupmannahöfn sem selur íslenska hönnun. Eftir útskriftina ætlar hún að halda áfram að hanna og sauma, það er það sem henni finnst skemmtilegast að gera. Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Ásdís Ágústsdóttir fluttist til Parísar fyrir einu og hálfu ári og hóf fatahönnunarnám í Paris American Academy, litlum en virtum skóla. Þar er hluti af náminu að vinna baksviðs á tískuvikunum í hátískuborginni til að fá reynslu og innsýn í bransann. Ásdís hefur unnið baksviðs hjá virtum hönnuðum og klætt þar margar af frægustu fyrirsætum heims. Í tilefni þess að stóru tískuvikurnar fara að bresta á spurði Lífið spurði Ásdísi út í þessa reynslu. ,,Ég hef fengið starfsnám bæði hjá Elie Saab og Rick Owens í gegnum skólann minn og það var virklega gaman og lærdómsríkt. Vinnudagarnir eru samt langir og strangir og mikið álag, en þetta er ómetanleg reynsla. Svo stendur okkur alltaf til boða að vinna baksviðs á tískuvikunum, en þær eru nokkrum sinnum á ári í París. Ásamt því að hafa unnið hjá Elie Saab og Rick Owens hef ég líka verið hjá Manish Arora, Basil Soda, Steffie Christiaens, Peachoo+Krejberg,Amaya Arzuaga,Arzu Kaprol og fleirum".Anja Rubik á forsíðu Vogue. Hún er ein þeirra sem Ásdís hefur klætt baksviðs.,,Baksviðs hef ég klætt margar ofurfyrirsætur. Þar á meðal eru Carmen Kass, Karlie Kloss, Anja Rubik, Jessica Stam, Valade Nimue Smit og fleiri. Þegar ég hitti þessar stelpur, sem ég hafði séð tugi af myndum af í gegnum tíðina, er athyglisvert hvað þær eru í raun ,,venjulegar" án farða og photoshop. Það sýnir kannski hvað fegurðarstuðlar nútímans eru óraunhæfir og fáránlegir því enginn lítur út eins og þessar fyrirsætur á forsíðunum. Ekki einu sinni þær sjálfar", segir Ásdís.Vor- og sumar Haute Couture lína Elie Saab, en Ásdís var hjá honum í starfsnámi. Kjólarnir eru allir saumaðir með Haute Couture aðferð og getur það tekið tugi, jafnvel hundruði klukkutíma að sauma eina flík.Ásdís er mjög ánægð í skólanum þó vissulega sé mikið að gera. Hún segir námið ekki eingöngu einblína á hönnunarferlið sjálft, heldur sé líka mikið lagt upp úr því að læra að gera flíkurnar eftir svokölluðum Haute Couture reglum. Það er afskaplega mikil nákvæmnisvinna sem er öll gerð í höndunum og getur tekið mjög langan tíma að búa til eina flík. ,,Við erum með mjög færa saumakennara sem kenna okkur þetta, eldri konur sem hafa verið í bransanum í tugi ára og hafa unnið bæði fyrir Balmain, Nina Ricci, Madame Grés og fleiri".Ásdís Ágústsdóttir.Það er margt spennandi framundan hjá Ásdísi, enda styttist í næstu tískuviku og þá er alltaf nóg að gera. Hún mun útskrifast í vor og vinnur að lokaverkefninu sínu. Einnig er hún er að fara að selja nokkra hluti eftir sig í Salka Reykjavík, búð í Kaupmannahöfn sem selur íslenska hönnun. Eftir útskriftina ætlar hún að halda áfram að hanna og sauma, það er það sem henni finnst skemmtilegast að gera.
Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira