Hraðinn kom Sutil á óvart Birgir Þór Harðarson skrifar 18. mars 2013 21:45 Adrian Sutil hlaut keppnissæti Force India fram yfir Jules Bianchi, sem hér sést aka Marussia-bíl vítt í þriðju beygju brautarinnar í Melbourne. Sjö ökumenn skiptust á að leiða kappaksturinn í Ástralíu um helgina. Kimi Räikkönen stóð á endanum uppi sem sigurvegari en óvæntast var hversu fljótur Adrian Sutil var í Force India-bíl sínum um stræti Melbourne. Sutil snýr aftur í Formúlu 1 í ár eftir árs hlé vegna dóms og sem hann hlaut í Þýskalandi fyrir að berja mann með kampavínsglasi í Kína. Hann ók áður fyrir Force India árið 2011. Þjóðverjinn sagðist sjálfur vera hissa á því að hafa náð forystunni í mótinu og geta svo haldið henni þar til hann fór inn á viðgerðarsvæðið. „Ég var ekki að búast við þessu þegar ég skrifaði undir samninginn í vetur. Ég kom samt með það í huga að gera betur en síðast og það var frábær tilfinning að komast beint í forystu," sagði Sutil sem á endanum lauk mótinu sjöundi eftir að hafa tekið ranga ákvörðun í dekkjavali undir lokin. Sutil náði að halda forystunni og byggja upp forskot á heimsmeistarann Sebastian Vettel um miðbik keppninnar en þurfti að láta fyrsta sætið af hendi þegar dekkin fóru að slitna ískyggilega. Sutil hóf keppnina á harðari dekkjagerðinni og gat því ekið mun lengur inn í mótið fyrir fyrsta hlé en aðrir ökumenn. Það reyndist dýrmætt. „Ég náði svo forystunni aftur eftir viðgerðahléið svo hraðinn var í alvöru til staðar. Vettel var örugglega of nálægt mér og eyðilagði kannski dekkin sín fyrir aftan mig. Ég vissi að ég væri að fara að missa sætin niður því ég var á annarri keppnisáætlun. En sjöunda sæti í fyrsta mótinu og að leiða stóran hluta mótsins sýnir hvað er mögulegt."Sutil hélt forystunni í ástralska kappakstrinum þrátt fyrir árásir stóru hundanna í gerðinu. Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sjö ökumenn skiptust á að leiða kappaksturinn í Ástralíu um helgina. Kimi Räikkönen stóð á endanum uppi sem sigurvegari en óvæntast var hversu fljótur Adrian Sutil var í Force India-bíl sínum um stræti Melbourne. Sutil snýr aftur í Formúlu 1 í ár eftir árs hlé vegna dóms og sem hann hlaut í Þýskalandi fyrir að berja mann með kampavínsglasi í Kína. Hann ók áður fyrir Force India árið 2011. Þjóðverjinn sagðist sjálfur vera hissa á því að hafa náð forystunni í mótinu og geta svo haldið henni þar til hann fór inn á viðgerðarsvæðið. „Ég var ekki að búast við þessu þegar ég skrifaði undir samninginn í vetur. Ég kom samt með það í huga að gera betur en síðast og það var frábær tilfinning að komast beint í forystu," sagði Sutil sem á endanum lauk mótinu sjöundi eftir að hafa tekið ranga ákvörðun í dekkjavali undir lokin. Sutil náði að halda forystunni og byggja upp forskot á heimsmeistarann Sebastian Vettel um miðbik keppninnar en þurfti að láta fyrsta sætið af hendi þegar dekkin fóru að slitna ískyggilega. Sutil hóf keppnina á harðari dekkjagerðinni og gat því ekið mun lengur inn í mótið fyrir fyrsta hlé en aðrir ökumenn. Það reyndist dýrmætt. „Ég náði svo forystunni aftur eftir viðgerðahléið svo hraðinn var í alvöru til staðar. Vettel var örugglega of nálægt mér og eyðilagði kannski dekkin sín fyrir aftan mig. Ég vissi að ég væri að fara að missa sætin niður því ég var á annarri keppnisáætlun. En sjöunda sæti í fyrsta mótinu og að leiða stóran hluta mótsins sýnir hvað er mögulegt."Sutil hélt forystunni í ástralska kappakstrinum þrátt fyrir árásir stóru hundanna í gerðinu.
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira