Vettel á ráspól í fyrsta móti ársins Birgir Þór Harðarson skrifar 17. mars 2013 00:43 Vettel verður á ráspól á eftir. nordicphotos/Afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði sínum 37. ráspól í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn sem lauk rétt í þessu. Tímatökunum hafði verið frestað vegna aðstæna á brautinni í gærmorgun. Brautin þornaði hratt í síðustu tveimur lotum tímatökunnar og snerist kapphlaupið um að vera síðastur yfir línuna í þriðju og síðustu lotunni. Vettel var hins vegar lang fljótastur og þrátt fyrir tilraunir keppinauta hans hélt hann tæpla hálfrar sekúnda forskoti. Jenson Button á McLaren var fyrstur til að fara út á sléttu dekkjunum í síðustu lotunni, það varð honum á endanum að falli og ræsir hann tíundi í kappakstrinum í fyrramálið. Mark Webber, liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, verður annar á ráslínunni á heimavelli. Lewis Hamilton þriðji en honum tókst að skáka liðsfélaga sínum sem hafði verið fljótastur í bleytunni. Liðsfélaginn, Nico Rosberg, ræsir sjötti. Felipe Massa var á undan liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso og ræsa þeir í fjórða og fimmta sæti. Kimi Raikkönen verður sjöundi og liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, áttundi. Kappaksturinn hefst klukkan sex í fyrramálið og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Nr.ÖkuþórLiðTími1Sebastian VettelRed Bull01:27.42Mark WebberRed Bull01:27.83Lewis HamiltonMercedes01:28.14Felipe MassaFerrari01:28.55Fernando AlonsoFerrari01:28.56Nico RosbergMercedes01:28.57Kimi RäikkönenLotus01:28.78Romain GrosjeanLotus01:29.09Paul di RestaForce India01:29.310Jenson ButtonMcLaren01:30.4 11Nico HülkenbergSauber01:38.112Adrian SutilForce India01:38.113Jean-Eric VergneToro Rosso01:38.814Daniel RicciardoToro Rosso01:39.015Sergio PerezMcLaren01:39.916Valtteri BottasWilliams01:40.3 Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði sínum 37. ráspól í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn sem lauk rétt í þessu. Tímatökunum hafði verið frestað vegna aðstæna á brautinni í gærmorgun. Brautin þornaði hratt í síðustu tveimur lotum tímatökunnar og snerist kapphlaupið um að vera síðastur yfir línuna í þriðju og síðustu lotunni. Vettel var hins vegar lang fljótastur og þrátt fyrir tilraunir keppinauta hans hélt hann tæpla hálfrar sekúnda forskoti. Jenson Button á McLaren var fyrstur til að fara út á sléttu dekkjunum í síðustu lotunni, það varð honum á endanum að falli og ræsir hann tíundi í kappakstrinum í fyrramálið. Mark Webber, liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, verður annar á ráslínunni á heimavelli. Lewis Hamilton þriðji en honum tókst að skáka liðsfélaga sínum sem hafði verið fljótastur í bleytunni. Liðsfélaginn, Nico Rosberg, ræsir sjötti. Felipe Massa var á undan liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso og ræsa þeir í fjórða og fimmta sæti. Kimi Raikkönen verður sjöundi og liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, áttundi. Kappaksturinn hefst klukkan sex í fyrramálið og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Nr.ÖkuþórLiðTími1Sebastian VettelRed Bull01:27.42Mark WebberRed Bull01:27.83Lewis HamiltonMercedes01:28.14Felipe MassaFerrari01:28.55Fernando AlonsoFerrari01:28.56Nico RosbergMercedes01:28.57Kimi RäikkönenLotus01:28.78Romain GrosjeanLotus01:29.09Paul di RestaForce India01:29.310Jenson ButtonMcLaren01:30.4 11Nico HülkenbergSauber01:38.112Adrian SutilForce India01:38.113Jean-Eric VergneToro Rosso01:38.814Daniel RicciardoToro Rosso01:39.015Sergio PerezMcLaren01:39.916Valtteri BottasWilliams01:40.3
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira