Ætla að bæta árangur Péturs Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar 22. mars 2013 10:45 Alfreð Finnbogason. Mynd/E. Stefán Alfreð Finnbogason segir það ólýsanlega tilfinningu að stíga inn á knattspyrnuvöll og vera 80% viss um að skora. Hann verður væntanlega í stóru hlutverki þegar að Ísland mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í Ljubljana í kvöld. „Við erum búnir að fara vel yfir hlutina og æfingarnar hafa verið fínar. Þetta leggst því vel í menn," sagði Alfreð um aðdraganda leiksins í Slóveníu. „Það verður svo að koma í ljós í leiknum sjálfum hvort að við náum því besta úr okkur. Það er svo alltaf góð stemning í landsliðinu og engin breyting á því núna." Hann segir að þjálfarateymið hafi farið yfir lið Slóvena með ítarlegum hætti. „Við höfum skoðað nokkrar klippur af þeirra liði og eru bæði styrkleikar og veikleikar í því. Þeir eru betra sóknarlið en varnarlið og vonandi nýtum við okkur það." Alfreð hefur verið duglegur að skora fyrir lið sitt, Heerenveen í Hollandi, og skoraði um síðustu helgi sitt 20. mark á tímabilinu. Aðeins tveir aðrir íslenskir knattspyrnumenn hafa náð því í efstu deild, þeir Pétur Pétursson og Atli Eðvaldsson. „Þetta hefur gengið framar öllum vonum. Ég átti ekki von á að ég kæmist svo fljótt inn í liðið og að ég myndi skora svona mikið strax á fyrsta tímabili en þetta hefur bara gengið vel og vonandi heldur það áfram." „Það er frábær tilfinning að labba inn á völlinn og vera 80 prósent viss um að maður muni skora. Þetta er bara tilfinning sem maður hefur enda er sjálfstraustið gott. Maður á bara að njóta þess og hafa gaman á meðan vel gengur." Atli skoraði 21 mark fyrir þýska liðið Fortuna Düsseldorf tímabilið 1982-83 en Pétur 23 mörk fyrir Feneyoord í Hollandi frá 1979 til 1980. „Nú er bara næsta skref að komast yfir Pétur. Þá verð ég sáttur," sagði Alfreð brosandi en þess má geta að Pétur þjálfaði Alfreð þegar hann lék með 2. flokki Breiðabliks á sínum tíma. 2. flokkur Breiðabliks varð Íslandsmeistari árið 2008 og skoraði Alfreð 32 mörk í alls átján leikjum með liðinu. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira
Alfreð Finnbogason segir það ólýsanlega tilfinningu að stíga inn á knattspyrnuvöll og vera 80% viss um að skora. Hann verður væntanlega í stóru hlutverki þegar að Ísland mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í Ljubljana í kvöld. „Við erum búnir að fara vel yfir hlutina og æfingarnar hafa verið fínar. Þetta leggst því vel í menn," sagði Alfreð um aðdraganda leiksins í Slóveníu. „Það verður svo að koma í ljós í leiknum sjálfum hvort að við náum því besta úr okkur. Það er svo alltaf góð stemning í landsliðinu og engin breyting á því núna." Hann segir að þjálfarateymið hafi farið yfir lið Slóvena með ítarlegum hætti. „Við höfum skoðað nokkrar klippur af þeirra liði og eru bæði styrkleikar og veikleikar í því. Þeir eru betra sóknarlið en varnarlið og vonandi nýtum við okkur það." Alfreð hefur verið duglegur að skora fyrir lið sitt, Heerenveen í Hollandi, og skoraði um síðustu helgi sitt 20. mark á tímabilinu. Aðeins tveir aðrir íslenskir knattspyrnumenn hafa náð því í efstu deild, þeir Pétur Pétursson og Atli Eðvaldsson. „Þetta hefur gengið framar öllum vonum. Ég átti ekki von á að ég kæmist svo fljótt inn í liðið og að ég myndi skora svona mikið strax á fyrsta tímabili en þetta hefur bara gengið vel og vonandi heldur það áfram." „Það er frábær tilfinning að labba inn á völlinn og vera 80 prósent viss um að maður muni skora. Þetta er bara tilfinning sem maður hefur enda er sjálfstraustið gott. Maður á bara að njóta þess og hafa gaman á meðan vel gengur." Atli skoraði 21 mark fyrir þýska liðið Fortuna Düsseldorf tímabilið 1982-83 en Pétur 23 mörk fyrir Feneyoord í Hollandi frá 1979 til 1980. „Nú er bara næsta skref að komast yfir Pétur. Þá verð ég sáttur," sagði Alfreð brosandi en þess má geta að Pétur þjálfaði Alfreð þegar hann lék með 2. flokki Breiðabliks á sínum tíma. 2. flokkur Breiðabliks varð Íslandsmeistari árið 2008 og skoraði Alfreð 32 mörk í alls átján leikjum með liðinu.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira