Vettel segir Red Bull búið að leysa vandann Birgir Þór Harðarson skrifar 21. mars 2013 14:15 Vettel umkringdur blaða og fréttamönnum í Malasíu í dag. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir dekkjavandræði Red Bull-liðsins ekki verða þeim að falli í Malasíu eins og í Ástralíu. RB9-bíllinn muni fara betur með dekkin um helgina. Þeir Vettel og Mark Webber voru lang fljótastir fyrir Red Bull-liðið á æfingum fyrir ástralska kappaksturinn um síðustu helgi og náðu bestu tímum í tímatökunni. Í kappakstrinum náðu þeir hins vegar ekki að halda lífi í dekkjunum nógu lengi svo þeir féllu í þriðja og sjötta sæti. Vettel segist ekki hafa talið sigurinn vísan eftir mikinn hraða á æfingum og í tímatökum en að dekkjavandræðin hafi komið á óvart í keppninni. „Maður fer ekki í keppni með það í huga að hún sé unnin. Þetta er ekki svo einfalt." „Við eygðum möguleika á sigri en vandræðin í keppninni komu aftan að okkur," sagði Vettel í Malasíu í dag. „Venjulega er ekki hægt að breyta uppsetningu bílsins fyrir keppni á sunndag svo við höfum í mörg horn að líta á föstudegi og laugardegi. Við lærðum helling í Ástralíu en það eru enn hlutir sem við skiljum ekki alveg. Það hafa auðvitað aðeins liðið örfáir dagar." Heimsmeistarinn segir að það sé mjög lítið sem ökumenn geta gert til að takmarka slit dekkjanna í keppninni. Það ráði uppsetning bílsins og aðrar ytri aðstæður. Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir dekkjavandræði Red Bull-liðsins ekki verða þeim að falli í Malasíu eins og í Ástralíu. RB9-bíllinn muni fara betur með dekkin um helgina. Þeir Vettel og Mark Webber voru lang fljótastir fyrir Red Bull-liðið á æfingum fyrir ástralska kappaksturinn um síðustu helgi og náðu bestu tímum í tímatökunni. Í kappakstrinum náðu þeir hins vegar ekki að halda lífi í dekkjunum nógu lengi svo þeir féllu í þriðja og sjötta sæti. Vettel segist ekki hafa talið sigurinn vísan eftir mikinn hraða á æfingum og í tímatökum en að dekkjavandræðin hafi komið á óvart í keppninni. „Maður fer ekki í keppni með það í huga að hún sé unnin. Þetta er ekki svo einfalt." „Við eygðum möguleika á sigri en vandræðin í keppninni komu aftan að okkur," sagði Vettel í Malasíu í dag. „Venjulega er ekki hægt að breyta uppsetningu bílsins fyrir keppni á sunndag svo við höfum í mörg horn að líta á föstudegi og laugardegi. Við lærðum helling í Ástralíu en það eru enn hlutir sem við skiljum ekki alveg. Það hafa auðvitað aðeins liðið örfáir dagar." Heimsmeistarinn segir að það sé mjög lítið sem ökumenn geta gert til að takmarka slit dekkjanna í keppninni. Það ráði uppsetning bílsins og aðrar ytri aðstæður.
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira