Rosberg vill rigningu í Malasíu Birgir Þór Harðarson skrifar 20. mars 2013 16:00 Rosberg var ógeðslega fljótur í rigningunni í Ástralíu. Hann telur sig geta endurtekið leikinn ef það rignir í Malasíu. Mercedes-ökuþórinn Nico Rosberg segist vilja fá rigningu í næsta kappakstri í Malasíu um komandi helgi. Allt lítur út fyrir að hann fái ósk sína uppfyllta því spáð er skúrum alla þrjá dagana sem Formúla 1 stoppar þar. Rosberg var langfljótastur þegar brautin í Melbourne í Ástralíu var blaut. Hann setti besta tímann í fyrstu lotu tímatökunnar sem haldin var í rigningunni áður en næstu tveimur lotunum var frestað vegna aðstæðna. Red Bull-bílarnir fengu þá tækifæri til þess að setja bestu tíma sem þeir gerðu. Íslandsvinurinn Rosberg er því vongóður um að ná sínum fyrstu stigum á árinu í Malasíu. „Það er miklu heitara í Malasíu heldur en í Ástralíu svo keppnin verður gott próf fyrir bílinn og tækifæri fyrir okkur til að sjá hvernig hann hegðar sér í annars konar aðstæðum," sagði Rosberg sem stóð á verðlaunapalli eftir kappaksturinn á Sepang-brautinni árið 2010. „Það rignir oft kröftuglega í Malasíu og eftir því sem ég veit best er Mercedes-bíllinn góður í bleytunni," hélt Rosberg áfram.Rosberg og Hamilton gáfu eiginhandaráritanir í Malasíu í dag. Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mercedes-ökuþórinn Nico Rosberg segist vilja fá rigningu í næsta kappakstri í Malasíu um komandi helgi. Allt lítur út fyrir að hann fái ósk sína uppfyllta því spáð er skúrum alla þrjá dagana sem Formúla 1 stoppar þar. Rosberg var langfljótastur þegar brautin í Melbourne í Ástralíu var blaut. Hann setti besta tímann í fyrstu lotu tímatökunnar sem haldin var í rigningunni áður en næstu tveimur lotunum var frestað vegna aðstæðna. Red Bull-bílarnir fengu þá tækifæri til þess að setja bestu tíma sem þeir gerðu. Íslandsvinurinn Rosberg er því vongóður um að ná sínum fyrstu stigum á árinu í Malasíu. „Það er miklu heitara í Malasíu heldur en í Ástralíu svo keppnin verður gott próf fyrir bílinn og tækifæri fyrir okkur til að sjá hvernig hann hegðar sér í annars konar aðstæðum," sagði Rosberg sem stóð á verðlaunapalli eftir kappaksturinn á Sepang-brautinni árið 2010. „Það rignir oft kröftuglega í Malasíu og eftir því sem ég veit best er Mercedes-bíllinn góður í bleytunni," hélt Rosberg áfram.Rosberg og Hamilton gáfu eiginhandaráritanir í Malasíu í dag.
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira