"Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast sín“ Ingimar Karl Helgason skrifar 8. apríl 2013 13:11 Ég sá að fjallað var um 500 króna hækkun á veiðileyfum í Þingvallavatni með þessum orðum í Fréttablaðinu í dag. Ég skal vera hreinskilinn um að hér finnst mér leiðarahöfundur blaðsins hafa skotið langt yfir markið. Fimm hundruð kall er peningur. Fyrir þessa upphæð má kaupa kornflexpakka, tvo lítra af bensíni eða hálfan bíómiða. Ég er ekki að gera lítið úr þessu, en þetta er samhengið. Nú skulum við skoða aðeins stærri mynd. Undir forystu Vinstri grænna hafa verið gerðar róttækustu breytingar á skattkerfinu í áratugi. Við höfum tekið upp kerfi þar sem þeir tekjulægri greiða hlutfallslega minna en þeir sem hærri hafa tekjurnar. Lægsta skatthlutfallið er um 37 prósent (útsvar innifalið), en hið hæsta er 46 prósent. Þar er viðmiðið um 740 þúsund krónur í mánaðarlaun, eða upp undir níu milljónir króna á ári. Lang flestir fá minna en það. Prósentan er ekki há í alþjóðlegu samhengi. Sjálfstæðismenn eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar. Þeir ætla að fletja út skattkerfið. Það mun þýða það eitt að skattarnir munu hækka hjá almennu launafólki, en lækka hjá hinum efnameiri. Niðurskurður byrjar á ný þegar við ættum að byggja upp. Hvað þýðir það? Ef við ætlum að halda uppi sama velferðarstigi og hér tókst að verja, eftir mesta efnahagsáfall síðari tíma, þá þýðir ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum að notendagjöld verða hækkuð. Þeir sem verða veikir skulu borga. Þeir sem senda börnin sín í skóla verða að borga. Erfitt er að lesa aðra mynd út úr efnahagstillögum systurflokksins framsóknar. Boðið er upp á „persónufrelsi og sjálfsábyrgð" í veikindum. Raunveruleikinn er að skattar verða hækkaðir á allan almenning og fólk þarf að nýta hinar „auknu ráðstöfunartekjur" til að greiða úr eigin vasa, sjálfsagða opinbera þjónustu. Vinstri græn hafa sett fram skýra stefnu í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Við viljum passa upp á sanngjarnt skattkerfi. Skattkerfi sem tryggir jöfnuð og um leið að ríkið hafi tekjur til þess að bæta í velferðarkerfið. Samhliða þarf að greiða niður skuldirnar sem frjálshyggjutilraun sjálfstæðis- og framsóknarflokks skilaði okkur. Ábyrg efnahagsstjórn á kjörtímabilinu gerir okkur kleift að ráðst í það nú. Vinstri græn hafa látið verkin tala og forgangsraðað í þágu lág- og millitekjufólks. Við höfum staðið vörð um velferðarkerfið á einum erfiðustu tímum Íslandssögunnar í efnahagsstjórn. Gleymum því ekki að Landspítalinn átti hvorki fyrir launum né lyfjum þegar áfallið dundi yfir, eftir áralanga sveltistefnu hægri flokkanna. „Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast sín," segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins um fimmhundruðkall í frístundaveiði. Reikningurinn fyrir síðasta efnahagsævintýri hægri flokkanna var þúsund sinnum hærri en þetta, á mann. Og enginn átti val. Hvaða orð mun hann nota þegar reikningurinn fyrir næstu umferð verður sendur þjóðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Tengdar fréttir Fordómar Þingvallanefndar Þingvallanefnd hefur ákveðið að banna stangveiðifólki að veiða á nóttunni í Þingvallavatni. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir ástæðuna fyrir banninu vera örfáa "góðglaða“ veiðimenn sem skemmi fyrir öllum hinum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tekur undir með Álfheiði og sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag að þau kærðu sig "ekki um að menn séu hér með eitthvert sukk og svínarí, háreisti og ónæði“. 8. apríl 2013 09:00 Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Sjá meira
Ég sá að fjallað var um 500 króna hækkun á veiðileyfum í Þingvallavatni með þessum orðum í Fréttablaðinu í dag. Ég skal vera hreinskilinn um að hér finnst mér leiðarahöfundur blaðsins hafa skotið langt yfir markið. Fimm hundruð kall er peningur. Fyrir þessa upphæð má kaupa kornflexpakka, tvo lítra af bensíni eða hálfan bíómiða. Ég er ekki að gera lítið úr þessu, en þetta er samhengið. Nú skulum við skoða aðeins stærri mynd. Undir forystu Vinstri grænna hafa verið gerðar róttækustu breytingar á skattkerfinu í áratugi. Við höfum tekið upp kerfi þar sem þeir tekjulægri greiða hlutfallslega minna en þeir sem hærri hafa tekjurnar. Lægsta skatthlutfallið er um 37 prósent (útsvar innifalið), en hið hæsta er 46 prósent. Þar er viðmiðið um 740 þúsund krónur í mánaðarlaun, eða upp undir níu milljónir króna á ári. Lang flestir fá minna en það. Prósentan er ekki há í alþjóðlegu samhengi. Sjálfstæðismenn eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar. Þeir ætla að fletja út skattkerfið. Það mun þýða það eitt að skattarnir munu hækka hjá almennu launafólki, en lækka hjá hinum efnameiri. Niðurskurður byrjar á ný þegar við ættum að byggja upp. Hvað þýðir það? Ef við ætlum að halda uppi sama velferðarstigi og hér tókst að verja, eftir mesta efnahagsáfall síðari tíma, þá þýðir ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum að notendagjöld verða hækkuð. Þeir sem verða veikir skulu borga. Þeir sem senda börnin sín í skóla verða að borga. Erfitt er að lesa aðra mynd út úr efnahagstillögum systurflokksins framsóknar. Boðið er upp á „persónufrelsi og sjálfsábyrgð" í veikindum. Raunveruleikinn er að skattar verða hækkaðir á allan almenning og fólk þarf að nýta hinar „auknu ráðstöfunartekjur" til að greiða úr eigin vasa, sjálfsagða opinbera þjónustu. Vinstri græn hafa sett fram skýra stefnu í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Við viljum passa upp á sanngjarnt skattkerfi. Skattkerfi sem tryggir jöfnuð og um leið að ríkið hafi tekjur til þess að bæta í velferðarkerfið. Samhliða þarf að greiða niður skuldirnar sem frjálshyggjutilraun sjálfstæðis- og framsóknarflokks skilaði okkur. Ábyrg efnahagsstjórn á kjörtímabilinu gerir okkur kleift að ráðst í það nú. Vinstri græn hafa látið verkin tala og forgangsraðað í þágu lág- og millitekjufólks. Við höfum staðið vörð um velferðarkerfið á einum erfiðustu tímum Íslandssögunnar í efnahagsstjórn. Gleymum því ekki að Landspítalinn átti hvorki fyrir launum né lyfjum þegar áfallið dundi yfir, eftir áralanga sveltistefnu hægri flokkanna. „Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast sín," segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins um fimmhundruðkall í frístundaveiði. Reikningurinn fyrir síðasta efnahagsævintýri hægri flokkanna var þúsund sinnum hærri en þetta, á mann. Og enginn átti val. Hvaða orð mun hann nota þegar reikningurinn fyrir næstu umferð verður sendur þjóðinni?
Fordómar Þingvallanefndar Þingvallanefnd hefur ákveðið að banna stangveiðifólki að veiða á nóttunni í Þingvallavatni. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir ástæðuna fyrir banninu vera örfáa "góðglaða“ veiðimenn sem skemmi fyrir öllum hinum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tekur undir með Álfheiði og sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag að þau kærðu sig "ekki um að menn séu hér með eitthvert sukk og svínarí, háreisti og ónæði“. 8. apríl 2013 09:00
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun