Hún varð AMCO-meistari í Muay Thai í lokabardaga sínum í þessari ferð og kemur því heim með meistarabelti er hún snýr aftur til landsins í þessari viku.
Þetta kemur fram á bardagafregnir.is en þar má finna upptökur af bardögum Sunnu, sem og viðtal við hana.
Sunna, sem keppir fyrir Mjölni, er 27 ára gömul og hefur nú unnið alla bardaga sína á ferlinum, bæði sem áhuga- og atvinnumaður. Hún keppti í sínum fyrsta bardaga í febrúar síðastliðnum.
Hér fyrir neðan má sjá nýlegan bardaga Sunnu þar sem hún vann öruggan sigur á andstæðingi sínum í fyrstu lotu.