Loeb: Kubica getur gert betur en Raikkönen Birgir Þór Harðarson skrifar 16. maí 2013 06:15 Loeb ekur Citroen í WRC. Sebastien Loeb, nífaldur heimsmeistari í rallý, segir Pólverjan Robert Kubica geta náð mun betri árangri í rallý en finnanum Kimi Raikkönen tókst. Kubica getur jafnvel barist um titilinn í heimsmeistararallinu. Robert Kubica keppir nú í Evrópurallinu og hefur ekið í nokkrum mótum í Heimsrallinu með góðum árangri. Pólverjinn keppti í Formúlu 1 til ársins 2010 þegar hann lenti í hrikalegu slysi í rallý á Ítalíu. Síðan þá hefur hann verið í stöðugri endurhæfingu og rétt nýbyrjaður að aka á ný í keppni. Raikkönen yfirgaf Formúlu 1 árið eftir tímabilið 2009, sagðist vera fullsaddur á fjölmiðlafári og rugli, og snéri sér að rallakstri með misjöfnum árangri. Hann keppti í heimsmeistararallinu allt tímabilið 2010 en náði aldrei sérstökum árangri þrátt fyrir að sýna stundum sína alþekktu hæfileika undir stýri. Finninn snéri loks aftur í Formúlu 1 með Lotus í fyrra og hefur þegar unnið tvo kappakstra og er sem stendur í öðru sæti heimsmeistarakeppninnar. Kubica dreymir um að keppa á ný í Formúlu 1 og vegur hrós Loeb örugglega þungt þegar hann skilar inn ferilskránni til formúluliðs í framtíðinni. "Kimi var góður til að byrja með en hann náði aldrei að þróa hæfileika sína í rallý eins og hann hefði viljað. Ég er viss um að Kubica verði betri en Raikkönen í rallý því, ólíkt Kimi, tekur hann hlutunum af einstakri fagmennsku og vill vera bestur," sagði Loeb. Hinn franski Loeb vann heimsmeistaratitilinn í rallý níu sinnum í röð á árunum 2004 til 2012. Hann er nú hættur að keppa að fullu í heimsmeistararallinu en tekur eitt og eitt mót meðfram götubílakappakstri á lokuðum brautum. Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastien Loeb, nífaldur heimsmeistari í rallý, segir Pólverjan Robert Kubica geta náð mun betri árangri í rallý en finnanum Kimi Raikkönen tókst. Kubica getur jafnvel barist um titilinn í heimsmeistararallinu. Robert Kubica keppir nú í Evrópurallinu og hefur ekið í nokkrum mótum í Heimsrallinu með góðum árangri. Pólverjinn keppti í Formúlu 1 til ársins 2010 þegar hann lenti í hrikalegu slysi í rallý á Ítalíu. Síðan þá hefur hann verið í stöðugri endurhæfingu og rétt nýbyrjaður að aka á ný í keppni. Raikkönen yfirgaf Formúlu 1 árið eftir tímabilið 2009, sagðist vera fullsaddur á fjölmiðlafári og rugli, og snéri sér að rallakstri með misjöfnum árangri. Hann keppti í heimsmeistararallinu allt tímabilið 2010 en náði aldrei sérstökum árangri þrátt fyrir að sýna stundum sína alþekktu hæfileika undir stýri. Finninn snéri loks aftur í Formúlu 1 með Lotus í fyrra og hefur þegar unnið tvo kappakstra og er sem stendur í öðru sæti heimsmeistarakeppninnar. Kubica dreymir um að keppa á ný í Formúlu 1 og vegur hrós Loeb örugglega þungt þegar hann skilar inn ferilskránni til formúluliðs í framtíðinni. "Kimi var góður til að byrja með en hann náði aldrei að þróa hæfileika sína í rallý eins og hann hefði viljað. Ég er viss um að Kubica verði betri en Raikkönen í rallý því, ólíkt Kimi, tekur hann hlutunum af einstakri fagmennsku og vill vera bestur," sagði Loeb. Hinn franski Loeb vann heimsmeistaratitilinn í rallý níu sinnum í röð á árunum 2004 til 2012. Hann er nú hættur að keppa að fullu í heimsmeistararallinu en tekur eitt og eitt mót meðfram götubílakappakstri á lokuðum brautum.
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira