Prost: 2014 verður meira krefjandi fyrir ökumenn Birgir Þór Harðarson skrifar 24. maí 2013 21:30 Prost hyggir að Formúla 1 muni breytast helling á næsta ári. Reglubreytingar næsta árs munu skapa erfiðar og flóknar aðstæður fyrir Formúlu 1-ökumenn að mati Alain Prost, fjórfalds heimsmeistara í formúlunni. Prost var á sínum tíma kallaður „Prófessorinn“ vegna einstakrar hugsunar sinnar í bílnum. Á næsta ári verða vélarnar minnkaðar í 1,6 lítra V6 slagrými með forþjöppu. Vélarnar munu skila breyttri virkni bílsins og gera ökumönnum erfitt fyrir þegar kemur að dekkjum, eldsneyti og notkunn rafknúinna hjálpartækja. „Þetta verður ofboðsleg tæknileg áskorun – og eins og þetta verður gert þá mun þetta verða áskorun fyrir vélvirkjana sem þurfa að skila árangri, afli og áreiðanleika. Þá verður þetta áskorun fyrir þá sem stilla upp keppnisáætlunum og enn stærri áskorun fyrir ökumenn,“ sagði Prost í viðtali við Autospot. „Þetta verður ekki eins og í gamla daga þegar við þurftum að passa upp á eldsneytismagnið og hægja á okkur. Þetta verður aðeins öðruvísi.“ „Við vitum í raun ekki hvernig þetta verður allt saman notað núna en ég held að það verði áhugavert að sjá nálganir liðanna og að þær verði allt öðruvísi,“ sagði Prost. Alain Prost starfar nú sem ráðgjafi hjá franska bílaframleiðandanum Renault í mótorsportmálum. Renault sér nokkrum keppnisliðum í Formúlu 1 fyrir vélum í ár og mun gera á næsta ári. Ayrton Senna og Alain Prost voru erkifjendur á meðan þeir óku saman hjá McLaren í lok níundaáratugsins og byrjun tíunda áratugsins. Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Reglubreytingar næsta árs munu skapa erfiðar og flóknar aðstæður fyrir Formúlu 1-ökumenn að mati Alain Prost, fjórfalds heimsmeistara í formúlunni. Prost var á sínum tíma kallaður „Prófessorinn“ vegna einstakrar hugsunar sinnar í bílnum. Á næsta ári verða vélarnar minnkaðar í 1,6 lítra V6 slagrými með forþjöppu. Vélarnar munu skila breyttri virkni bílsins og gera ökumönnum erfitt fyrir þegar kemur að dekkjum, eldsneyti og notkunn rafknúinna hjálpartækja. „Þetta verður ofboðsleg tæknileg áskorun – og eins og þetta verður gert þá mun þetta verða áskorun fyrir vélvirkjana sem þurfa að skila árangri, afli og áreiðanleika. Þá verður þetta áskorun fyrir þá sem stilla upp keppnisáætlunum og enn stærri áskorun fyrir ökumenn,“ sagði Prost í viðtali við Autospot. „Þetta verður ekki eins og í gamla daga þegar við þurftum að passa upp á eldsneytismagnið og hægja á okkur. Þetta verður aðeins öðruvísi.“ „Við vitum í raun ekki hvernig þetta verður allt saman notað núna en ég held að það verði áhugavert að sjá nálganir liðanna og að þær verði allt öðruvísi,“ sagði Prost. Alain Prost starfar nú sem ráðgjafi hjá franska bílaframleiðandanum Renault í mótorsportmálum. Renault sér nokkrum keppnisliðum í Formúlu 1 fyrir vélum í ár og mun gera á næsta ári. Ayrton Senna og Alain Prost voru erkifjendur á meðan þeir óku saman hjá McLaren í lok níundaáratugsins og byrjun tíunda áratugsins.
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira