Enginn átti séns í Vettel Birgir Þór Harðarson skrifar 9. júní 2013 19:47 Vettel leiddi mótið af ráslínu, Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hafði ótrúlega yfirburði í Montréal í Kanada í dag þegar Formúlu 1 kappakstuirnn fór þar fram. Vettel ræsti af fremsta rásstað og lét forystuna aldrei af hendi. Yfirburðir Vettels komu nokkuð á óvart enda var talið að Ferrari, Lotus og Mercedes ættu meiri séns í Red Bull. Allt kom fyrir ekki og Vettel rústaði keppninni. Fernando Alonso kom annar í mark, fimmtán sekúndum á eftir Vettel. Hann ók vel í kappakstrinum, komst fram úr Lewis Hamilton á Mercedes þegar nokkrir hringir voru eftir og verður ánægður með að ná þó eins mörgum stigum og mögulegt var. Mark Webber, liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, varð fjórði og langt á undan næsta manni sem var Nico Rosberg á Mercedes. Red Bull-liðið hefur nú unnið á öllum brautunum sem eru á dagskrá í Formúlu 1 nema í Austin í Texas. Það verður að teljast fáranlega gott þar sem Red Bull vann ekki fyrsta kappakstur sinn fyrr en 2010. Vettel heldur einnig gríðarlega vel upp á tölurnar á bak við ferilinn sinn og verður örugglega ánægður með að vinna í fyrsta sinn í Kanada. McLaren-liðið var í ruglinu í dag og kláruðu ekki í stigasæti. Lotus-liðið átti einnig erfiðan dag því Kimi Raikkönen var í basli með dekkin sín og mistök í viðgerðarhléum gerðu ekki gott fyrir hann svo hann endaði níundi. Romain Grosjean endaði þrettándi. Hetja dagsins er hins vegar Paul di Resta hjá Force India. Hann endaði sjöundi eftir að hafa ræst í sautjánda sæti. Það sem var magnað við akstur hans var að hann stoppaði ekki í heila 60 hringi fyrir ný dekk. Vettel er sem fyrr efstur í stigamóti ökuþóra með 132 stig á undan Fernando Alonso sem skaust fram úr Raikkönen, er nú með 96 stig gegn 88 stigum Raikkönen. Hamilton er fjórði með 77 og Mark Webber fimmti með 69. í Heimsmeistarakeppni bílasmiða eru Red Bull-menn efstir með 201 stig og Ferrari í öðru með 145. Mercedes er í þriðja sæti með 134 stig. Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hafði ótrúlega yfirburði í Montréal í Kanada í dag þegar Formúlu 1 kappakstuirnn fór þar fram. Vettel ræsti af fremsta rásstað og lét forystuna aldrei af hendi. Yfirburðir Vettels komu nokkuð á óvart enda var talið að Ferrari, Lotus og Mercedes ættu meiri séns í Red Bull. Allt kom fyrir ekki og Vettel rústaði keppninni. Fernando Alonso kom annar í mark, fimmtán sekúndum á eftir Vettel. Hann ók vel í kappakstrinum, komst fram úr Lewis Hamilton á Mercedes þegar nokkrir hringir voru eftir og verður ánægður með að ná þó eins mörgum stigum og mögulegt var. Mark Webber, liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, varð fjórði og langt á undan næsta manni sem var Nico Rosberg á Mercedes. Red Bull-liðið hefur nú unnið á öllum brautunum sem eru á dagskrá í Formúlu 1 nema í Austin í Texas. Það verður að teljast fáranlega gott þar sem Red Bull vann ekki fyrsta kappakstur sinn fyrr en 2010. Vettel heldur einnig gríðarlega vel upp á tölurnar á bak við ferilinn sinn og verður örugglega ánægður með að vinna í fyrsta sinn í Kanada. McLaren-liðið var í ruglinu í dag og kláruðu ekki í stigasæti. Lotus-liðið átti einnig erfiðan dag því Kimi Raikkönen var í basli með dekkin sín og mistök í viðgerðarhléum gerðu ekki gott fyrir hann svo hann endaði níundi. Romain Grosjean endaði þrettándi. Hetja dagsins er hins vegar Paul di Resta hjá Force India. Hann endaði sjöundi eftir að hafa ræst í sautjánda sæti. Það sem var magnað við akstur hans var að hann stoppaði ekki í heila 60 hringi fyrir ný dekk. Vettel er sem fyrr efstur í stigamóti ökuþóra með 132 stig á undan Fernando Alonso sem skaust fram úr Raikkönen, er nú með 96 stig gegn 88 stigum Raikkönen. Hamilton er fjórði með 77 og Mark Webber fimmti með 69. í Heimsmeistarakeppni bílasmiða eru Red Bull-menn efstir með 201 stig og Ferrari í öðru með 145. Mercedes er í þriðja sæti með 134 stig.
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira