Metin falla á Spotify Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. júlí 2013 11:06 Jay-Z kann vel við sig í efsta sætinu. mynd/getty Nýjasta plata rapparans Jay-Z, Magna Carta... Holy Grail, hefur slegið met á tónlistarveitunni Spotify í Bandaríkjunum, en engri annarri plötu hefur verið streymt jafn oft á einni viku síðan veitan opnaði. Á fyrstu vikunni eftir útgáfu plötunnar streymdu notendur vefsins plötunni rúmlega 14 milljón sinnum. Eldra met Daft Punk hefur því verið slegið, en síðustu plötu franska rafdúósins, Random Access Memories, var streymt um 9,5 milljón sinnum á einni viku. Platan Babel með ensku sveitinni Mumford and Sons er komin niður í þriðja sætið með 8 milljón streymi af vef Spotify. Þessari vinsælu tónlistarveitu, sem stofnuð var árið 2006, vex sífellt ásmegin, og ekki er langt síðan Íslendingum var gert það kleift að notfæra sér þjónustuna.Umslag Magna Carta ... Holy Grail.Þó eru ekki allir sáttir við fyrirbærið og fjarlægði til að mynda Radiohead-forsprakkinn Thom Yorke allt efni sitt af veitunni á dögunum, að efni Radiohead undanskyldu, og vandaði Spotify ekki kveðjurnar. „Nýir tónlistarmenn fá ekki baun í bala,“ segir Yorke og telur hann að þó streymi henti vel fyrir eldra efni gefi það lítið í aðra hönd fyrir nýúkomið efni frá minna þekktum listamönnum. Þá hefur Patrick Carney úr The Black Keys sakað síðuna um ósanngirni í garð tónlistarmanna og segir Spotify og sambærilegar streymissíður slæman valkost fyrir hljómsveitir sem lifa á tónlist sinni. Ótrúlegur árangur Jay-ZMagna Carta... Holy Grail er tólfta sólóplata Jay-Z og skaust hún beint á topp Billboard-listans þegar hún kom út í byrjun mánaðarins. Séu samstarfsplötur rapparans teknar með er platan sú þrettánda sem nær á topp listans. Það er meira en nokkur annar sólólistamaður í sögunni, og af hljómsveitum ná aðeins Bítlarnir að toppa árangurinn, með sínar nítján toppplötur. Jafnir í þriðja sæti eru þeir Bruce Springsteen og Elvis Presley með tíu hvor. Hér fyrir neðan geta þeir lesendur sem eru skráðir inn á Spotify hlustað á Magna Carta ... Holy Grail. Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Nýjasta plata rapparans Jay-Z, Magna Carta... Holy Grail, hefur slegið met á tónlistarveitunni Spotify í Bandaríkjunum, en engri annarri plötu hefur verið streymt jafn oft á einni viku síðan veitan opnaði. Á fyrstu vikunni eftir útgáfu plötunnar streymdu notendur vefsins plötunni rúmlega 14 milljón sinnum. Eldra met Daft Punk hefur því verið slegið, en síðustu plötu franska rafdúósins, Random Access Memories, var streymt um 9,5 milljón sinnum á einni viku. Platan Babel með ensku sveitinni Mumford and Sons er komin niður í þriðja sætið með 8 milljón streymi af vef Spotify. Þessari vinsælu tónlistarveitu, sem stofnuð var árið 2006, vex sífellt ásmegin, og ekki er langt síðan Íslendingum var gert það kleift að notfæra sér þjónustuna.Umslag Magna Carta ... Holy Grail.Þó eru ekki allir sáttir við fyrirbærið og fjarlægði til að mynda Radiohead-forsprakkinn Thom Yorke allt efni sitt af veitunni á dögunum, að efni Radiohead undanskyldu, og vandaði Spotify ekki kveðjurnar. „Nýir tónlistarmenn fá ekki baun í bala,“ segir Yorke og telur hann að þó streymi henti vel fyrir eldra efni gefi það lítið í aðra hönd fyrir nýúkomið efni frá minna þekktum listamönnum. Þá hefur Patrick Carney úr The Black Keys sakað síðuna um ósanngirni í garð tónlistarmanna og segir Spotify og sambærilegar streymissíður slæman valkost fyrir hljómsveitir sem lifa á tónlist sinni. Ótrúlegur árangur Jay-ZMagna Carta... Holy Grail er tólfta sólóplata Jay-Z og skaust hún beint á topp Billboard-listans þegar hún kom út í byrjun mánaðarins. Séu samstarfsplötur rapparans teknar með er platan sú þrettánda sem nær á topp listans. Það er meira en nokkur annar sólólistamaður í sögunni, og af hljómsveitum ná aðeins Bítlarnir að toppa árangurinn, með sínar nítján toppplötur. Jafnir í þriðja sæti eru þeir Bruce Springsteen og Elvis Presley með tíu hvor. Hér fyrir neðan geta þeir lesendur sem eru skráðir inn á Spotify hlustað á Magna Carta ... Holy Grail.
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira