Pavel: Það hefur ekkert spennandi tilboð komið Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júlí 2013 16:45 „Þessir leikir leggjast bara vel í hópinn,“ sagði Pavel Ermolinskij, landsliðsmaður í körfubolta, en Ísland mætir Dönum í tveimur æfingaleikjum annað kvöld í Ásgarði og á fimmtudagskvöld í Keflavík. Leikmenn íslenska landsliðsins eru nýkomnir frá Kína þar sem liðið tók þátt á sterku æfingamóti. Ísland hafnaði í öðru sæti mótsins eftir að hafa unnið Svartfjallaland og Makedóníu en tapað fyrir Kína. „Við vorum að koma úr frábærri ferð þar sem gekk vel og því getum við mætt nokkuð brattir inn í þessa tvö leiki.“ „Danir verða teljast töluvert lakari andstæðingur en þau lið sem við vorum að etja kappi við út í Kína og þetta verð bara flottir leikir.“ „Ég veit ekkert um þetta danska lið, bara ekki hugmynd en ég held að þeir séu neðar en við á alþjóða styrkleikalistanum.“ Eins og áður segir er íslenska landsliðið nýkomið úr góðri ferð frá Kína þar sem körfuboltinn er í hávegum hafður. „Það var magnað að vera þarna úti. Kínverska landsliðið er í raun eins og Bítlarnir þarna út og þvílíkar stjörnur. Við lékum virkilega vel á þessu móti og menn voru að finna sig vel saman. Burt sé frá þessum sigrum okkar, þá er mikill stígandi í liðinu. Manni finnst eins og það sé að koma ákveðin stöðuleiki á spilamennsku liðsins og það er það sem öll landslið vilja ná fram.“ Pavel var á mála hjá sænska liðinu Norrköping Dolphins á síðustu leiktíð en hann hefur nú þegar ákveðið að yfirgefa liðið. „Það eru engar formlegar viðræður í gangi milli míns og liða í Evrópu en auðvitað eru alltaf einhverjar viðræður. Ég er kannski ekki mikið sjálfur að spá í þessa hluti og læt það í hendurnar á umboðsmanni mínum. Það hefur í raun ekkert spennandi komið upp ennþá, ekkert sem ég hef haft áhuga á að stökkva á. Vonandi kemur ekki til þess að ég leiki á Íslandi á næsta tímabili, það er ekki á dagskránni hjá mér. Aftur á móti mun ég ekki fara út einungis til þess að fara út og því verð ég að fá spennandi kost.“ Hér að ofan má sjá myndband af viðtalinu í heild sinni. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
„Þessir leikir leggjast bara vel í hópinn,“ sagði Pavel Ermolinskij, landsliðsmaður í körfubolta, en Ísland mætir Dönum í tveimur æfingaleikjum annað kvöld í Ásgarði og á fimmtudagskvöld í Keflavík. Leikmenn íslenska landsliðsins eru nýkomnir frá Kína þar sem liðið tók þátt á sterku æfingamóti. Ísland hafnaði í öðru sæti mótsins eftir að hafa unnið Svartfjallaland og Makedóníu en tapað fyrir Kína. „Við vorum að koma úr frábærri ferð þar sem gekk vel og því getum við mætt nokkuð brattir inn í þessa tvö leiki.“ „Danir verða teljast töluvert lakari andstæðingur en þau lið sem við vorum að etja kappi við út í Kína og þetta verð bara flottir leikir.“ „Ég veit ekkert um þetta danska lið, bara ekki hugmynd en ég held að þeir séu neðar en við á alþjóða styrkleikalistanum.“ Eins og áður segir er íslenska landsliðið nýkomið úr góðri ferð frá Kína þar sem körfuboltinn er í hávegum hafður. „Það var magnað að vera þarna úti. Kínverska landsliðið er í raun eins og Bítlarnir þarna út og þvílíkar stjörnur. Við lékum virkilega vel á þessu móti og menn voru að finna sig vel saman. Burt sé frá þessum sigrum okkar, þá er mikill stígandi í liðinu. Manni finnst eins og það sé að koma ákveðin stöðuleiki á spilamennsku liðsins og það er það sem öll landslið vilja ná fram.“ Pavel var á mála hjá sænska liðinu Norrköping Dolphins á síðustu leiktíð en hann hefur nú þegar ákveðið að yfirgefa liðið. „Það eru engar formlegar viðræður í gangi milli míns og liða í Evrópu en auðvitað eru alltaf einhverjar viðræður. Ég er kannski ekki mikið sjálfur að spá í þessa hluti og læt það í hendurnar á umboðsmanni mínum. Það hefur í raun ekkert spennandi komið upp ennþá, ekkert sem ég hef haft áhuga á að stökkva á. Vonandi kemur ekki til þess að ég leiki á Íslandi á næsta tímabili, það er ekki á dagskránni hjá mér. Aftur á móti mun ég ekki fara út einungis til þess að fara út og því verð ég að fá spennandi kost.“ Hér að ofan má sjá myndband af viðtalinu í heild sinni.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik