Fyrsta opinbera myndin af hertogaynjunni Kate Middleton og Vilhjálmi prins með frumburð sinn, George prins, var afhjúpuð í vikunni.
Það var faðir Kate, Michael Middleton, sem tók myndina í garði fjölskyldu hennar í Bucklebury.
Falleg fjölskylda.Kate er glæsileg á myndinni eins og alltaf og lítur stórkostlega út mánuði eftir barnsburð. Hún klæðist bleikum kjól á myndinni en hann er frá merkinu Seraphine og kostar aðeins tæplega tíu þúsund krónur. Hagsýn húsmóðir hún Kate.