Peyton Manning átti enn einn stórleikinn þegar Denver Broncos vann 37-21 sigur á Oakland Raiders í NFL-deildinni í nótt.
Manning átti þrjár sendingar sem skiluðu snertimarki í fyrri hálfleiknum en að honum loknum leiddu Colorado-mennirnir 27-7.
Alls mataði Manning félaga sina með sendingum sem skiluðu liðinu 374 jördum. Gamli maðurinn virðist í frábæru ástandi.
„Ég held að Manning hafi haldið áfram þaðan sem við skildum við hann í lok síðustu leiktíðar, og bætt sig,“ sagði John Fox, þjálfari Denver. Liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína í deildinni til þessa.
Frammistöðu Manning má sjá í þessu myndbandi hér.
Manning magnaður og Denver á flugi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn


Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



