Skólastjórinn Leifur Garðarsson hefur tekið upp dómaraflautuna á ný en hann dæmdi leik Hamars og ÍA í 1. deild karla í körfubolta í gær.
Leifur hefur undanfarinn áratug verið betur þekktur sem knattspyrnuþjálfari og hefur meðal annars starfað sem aðstoðarþjálfari FH og aðalþjálfari Fylkis og Víkings.
Leifur var á sínum tíma einn besti körfuknattleiksdómari á landinu og mjög reynslumikill á þeim vettvangi en hann var átta sinnum kjörin besti dómari landsins.
