Sögulegur sigur hjá Vettel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. nóvember 2013 20:59 Nordic Photos / Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel varð í kvöld fyrsti maðurinn frá upphafi til að vinna átta mót í röð á sama tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum er hann bar sigur úr býtum í Texas í kvöld. „Ég er orðlaus. Við megum ekki gleyma þessum dögum,“ sagði Vettel við liðsfélaga sína eftir að hafa komið fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Michael Schumacher og Alberto Ascari áttu gamla metið en Vettel hefur verið ósigrandi síðan að stutt hlé var gert á mótaröðinni í sumar. Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlunni fyrir þremur keppnum síðan. Vettel var á ráspól í dag, eins og svo oft áður, og styrkti stöðu sína með öflugum akstri strax í upphafi. Romain Grosjean, Lotus, varð annar í dag eftir keppni við Mark Webber, liðsfélaga Vettel hjá Red Bull. Lewis Hamilton, Mercedes, varð fjórði og Fernando Alonso á Ferrari fimmti. Alonso tryggði sér annað sætið í stigakeppni ökuþóra með árangrinum í dag. Eitt mót er eftir á keppnistímabilinu en það verður haldið í Brasilíu um næstu helgi. Með sigri þar mun Vettel jafna árangur Ascari sem vann tíu mót í röð yfir tvö tímabil, frá 1952 til 1953. Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel varð í kvöld fyrsti maðurinn frá upphafi til að vinna átta mót í röð á sama tímabilinu í Formúlu 1 kappakstrinum er hann bar sigur úr býtum í Texas í kvöld. „Ég er orðlaus. Við megum ekki gleyma þessum dögum,“ sagði Vettel við liðsfélaga sína eftir að hafa komið fyrstur í mark í bandaríska kappakstrinum. Michael Schumacher og Alberto Ascari áttu gamla metið en Vettel hefur verið ósigrandi síðan að stutt hlé var gert á mótaröðinni í sumar. Vettel tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlunni fyrir þremur keppnum síðan. Vettel var á ráspól í dag, eins og svo oft áður, og styrkti stöðu sína með öflugum akstri strax í upphafi. Romain Grosjean, Lotus, varð annar í dag eftir keppni við Mark Webber, liðsfélaga Vettel hjá Red Bull. Lewis Hamilton, Mercedes, varð fjórði og Fernando Alonso á Ferrari fimmti. Alonso tryggði sér annað sætið í stigakeppni ökuþóra með árangrinum í dag. Eitt mót er eftir á keppnistímabilinu en það verður haldið í Brasilíu um næstu helgi. Með sigri þar mun Vettel jafna árangur Ascari sem vann tíu mót í röð yfir tvö tímabil, frá 1952 til 1953.
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira