Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - Fram 22-19 | Fyrsti sigur HK-inga í vetur Anton Ingi Leifsson í Digranesi skrifar 21. nóvember 2013 12:32 Atli Karl Bachmann átti flottan leik í kvöld. Mynd/Daníel HK vann sinn fyrsta sigur í Olís-deild karla í kvöld þegar liðið sigraði Íslandsmeistara Fram, 22-19. Liðið hafði einungis náð í eitt stig í fyrstu átta leikjunum, svo að sigurinn var kærkominn.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Digranesi í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum sem má sjá hér með því að fletta hér yrir ofan en einnig eru nokkrar góðar myndir hér fyrir neðan. Leikurinn byrjaði ekki fjörlega. Langt því frá. Liðin skiptust á að missa boltann klaufalega og fyrsta markið kom ekki fyrr enn eftir sjö og hálfa mínúta, en það var Atli Karl Bachmann sem skoraði fyrir heimamenn. Atli skoraði fyrstu tvö mörkin, áður en Elías skoraði fyrsta markið fyrir Fram eftir níu mínútna leik. Eftir rúmlega stundarfjórðung var staðan orðin 6-2 fyrir heimamenn og þá var Guðlaugi Arnarssyni, þjálfara Fram, nóg boðið og tók hann leikhlé. Hans leikmenn rönkuðu aðeins við sér í leikhléinu, en náðu þó aldrei að minnka muninn í meira en tvö mörk. Í hálfleik var einmitt tveggja marka munur, eða 10-8. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum. Leó Snær Pétursson kom HK fjórum mörkum yfir þegar þrettán mínútur voru búnar af síðari hálfleik, 16-12, en þá vöknuðu gestirnir og skoruðu nokkur mörk í röð. Ragnar Kjartansson, ungur strákur, minnkaði muninn í 16-15 og höfðu þá HK ekki skorað í sjö mínútur. Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, tók þá leikhlé og heimamenn náðu aftur fjögurra marka forystu, 19-15. HK hélt svo forystunni út leikinn, en Leó Snær Pétursson skoraði hrikalega mikilvægt mark fyrir heimamenn þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka þegar hann kom þeim í 21-19. Lokatölur urðu svo 22-19. Leikurinn var skrýtinn og fyrri hálfleikurinn nokkuð skrautlegur. Fyrsti sigur HK og þeir fá hrósið í dag. Varnarleikurinn var virkilega öflugur og Atli Karl frábær í sókinni. Framarar spiluðu líklega einn sinn versta leik á tímabilinu, en þeir virtust einfaldlega ekki tilbúnir í verkefnið. Þeir voru ragir í sínum aðgerðum, eins og sést á skorinu, að skora einungis nítján mörk á 60 mínútum. Atli Karl Bachmann var frábær í liði HK sem og nánast allir sem komu við sögu. Atli skoraði átta mörk úr níu skotum, en næstur kom Leó með sex mörk. Helgi Hlynsson stóð sig einnig ágætlega í markinu, en hann varði um fimmtán skot. Í liði Fram var Garðar B. Sigurjónsson langatkvæðamestur með átta mörk, en þrjú af þeim úr vítum. Stefán Baldvin Stefánsson og Ragnar Kjartansson komu næstir með þrjú mörk.Garðar: Skammast mín fyrir nýtinguna „Það fór flest allt úrskeiðis, sérstaklega sóknarlega. Vörnin var allt í lagi, en vorum ekki alveg að fá markvörsluna. Lykilmenn voru ekki að ná sér á strik, ég skammast mín fyrir nýtinguna mína í dag. Þó ég hafi verið með nokkur mörk voru þau úr alltof, alltof mörgum skotum. Sóknin fór út í veður og vind," sagði Garðar B. Sigurjónsson, línumaður Fram, hundfúll eftir tapið. „Við vorum bara ekki mættir til leiks hérna í dag. Ég veit ekki hvað við höldum, að við séum eitthvað flottir eftir að hafa unnið nokkra leiki og vorum í kringum toppinn. Við getum ekki mætt með hangandi haus og ef við gerum það, sjáum við hvað gerist." „Við erum ekki dottnir úr neinni toppbaráttu. Þetta var slys þessi leikur og við ætlum að rífa okkur í gang. Við hljótum að rífa okkur í gang, fjandinn hafi það, og reynum að gera betur í næsta leik. Það er ekkert annað sem kemur til boða. Við þurfum bara sýna úr hverju við erum gerðir; hvort við ætlum að vera eitthverjir pappakassar hérna eða mæta og sýna að við getum spilað alvöru handbolta," sagði Garðar við Vísi eftir leik.Samúel Ívar: Ef við höldum svona áfram eru okkur allir vegir færir „Flott barátta skóp þennan sigur. Við erum mátulega skynsamir að stærstu leyti þannig við náum að koma í veg fyrir hraðaupphlaupin sem þeir hafa verið mjög sterkir að nýta sér. Þegar við náum að stilla upp í vörn erum við virkilega þéttir. Það er erfitt að berjast við þá, en við fórum þetta á baráttunni og viljanum," sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, skiljanlega himinlifandi eftir leik. „Mér fannst varnarleikurinn mjög góður allan tímann. Á fyrsta korterinu vorum við örugglega svona ellefu til tólf mínútur í vörn. Við vorum að spila dálítið hraðar sóknir og Framarar voru að spila lengri sóknir, en náðu ekki að finna leiðir framhjá okkur." „Við áttum í erfiðleikum með línumanninn(Garðar B. Sigurjónsson), en að öðru leyti mættum við vel á menn. Heilt yfir virkilega flottur vilji hjá strákunum. Við vorum ekkert að liggja og vorkenna okkur þegar við vorum að tapa. Við ætlum ekkert að fara fram úr okkur núna, en heill leikur spilaður vel." „Annar leikurinn í röð sem við spilum vel og baráttan var virkilega góð. Ef við höldum þannig áfram eru okkur allir vegir færir. Það var eitthver að gera grín að mér um daginn að ég væri búinn að tapa sjö í röð, síðan þá er ég búinn að vinna tvo í röð," sagði Samúel að lokum.Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel Olís-deild karla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira
HK vann sinn fyrsta sigur í Olís-deild karla í kvöld þegar liðið sigraði Íslandsmeistara Fram, 22-19. Liðið hafði einungis náð í eitt stig í fyrstu átta leikjunum, svo að sigurinn var kærkominn.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Digranesi í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum sem má sjá hér með því að fletta hér yrir ofan en einnig eru nokkrar góðar myndir hér fyrir neðan. Leikurinn byrjaði ekki fjörlega. Langt því frá. Liðin skiptust á að missa boltann klaufalega og fyrsta markið kom ekki fyrr enn eftir sjö og hálfa mínúta, en það var Atli Karl Bachmann sem skoraði fyrir heimamenn. Atli skoraði fyrstu tvö mörkin, áður en Elías skoraði fyrsta markið fyrir Fram eftir níu mínútna leik. Eftir rúmlega stundarfjórðung var staðan orðin 6-2 fyrir heimamenn og þá var Guðlaugi Arnarssyni, þjálfara Fram, nóg boðið og tók hann leikhlé. Hans leikmenn rönkuðu aðeins við sér í leikhléinu, en náðu þó aldrei að minnka muninn í meira en tvö mörk. Í hálfleik var einmitt tveggja marka munur, eða 10-8. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum. Leó Snær Pétursson kom HK fjórum mörkum yfir þegar þrettán mínútur voru búnar af síðari hálfleik, 16-12, en þá vöknuðu gestirnir og skoruðu nokkur mörk í röð. Ragnar Kjartansson, ungur strákur, minnkaði muninn í 16-15 og höfðu þá HK ekki skorað í sjö mínútur. Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, tók þá leikhlé og heimamenn náðu aftur fjögurra marka forystu, 19-15. HK hélt svo forystunni út leikinn, en Leó Snær Pétursson skoraði hrikalega mikilvægt mark fyrir heimamenn þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka þegar hann kom þeim í 21-19. Lokatölur urðu svo 22-19. Leikurinn var skrýtinn og fyrri hálfleikurinn nokkuð skrautlegur. Fyrsti sigur HK og þeir fá hrósið í dag. Varnarleikurinn var virkilega öflugur og Atli Karl frábær í sókinni. Framarar spiluðu líklega einn sinn versta leik á tímabilinu, en þeir virtust einfaldlega ekki tilbúnir í verkefnið. Þeir voru ragir í sínum aðgerðum, eins og sést á skorinu, að skora einungis nítján mörk á 60 mínútum. Atli Karl Bachmann var frábær í liði HK sem og nánast allir sem komu við sögu. Atli skoraði átta mörk úr níu skotum, en næstur kom Leó með sex mörk. Helgi Hlynsson stóð sig einnig ágætlega í markinu, en hann varði um fimmtán skot. Í liði Fram var Garðar B. Sigurjónsson langatkvæðamestur með átta mörk, en þrjú af þeim úr vítum. Stefán Baldvin Stefánsson og Ragnar Kjartansson komu næstir með þrjú mörk.Garðar: Skammast mín fyrir nýtinguna „Það fór flest allt úrskeiðis, sérstaklega sóknarlega. Vörnin var allt í lagi, en vorum ekki alveg að fá markvörsluna. Lykilmenn voru ekki að ná sér á strik, ég skammast mín fyrir nýtinguna mína í dag. Þó ég hafi verið með nokkur mörk voru þau úr alltof, alltof mörgum skotum. Sóknin fór út í veður og vind," sagði Garðar B. Sigurjónsson, línumaður Fram, hundfúll eftir tapið. „Við vorum bara ekki mættir til leiks hérna í dag. Ég veit ekki hvað við höldum, að við séum eitthvað flottir eftir að hafa unnið nokkra leiki og vorum í kringum toppinn. Við getum ekki mætt með hangandi haus og ef við gerum það, sjáum við hvað gerist." „Við erum ekki dottnir úr neinni toppbaráttu. Þetta var slys þessi leikur og við ætlum að rífa okkur í gang. Við hljótum að rífa okkur í gang, fjandinn hafi það, og reynum að gera betur í næsta leik. Það er ekkert annað sem kemur til boða. Við þurfum bara sýna úr hverju við erum gerðir; hvort við ætlum að vera eitthverjir pappakassar hérna eða mæta og sýna að við getum spilað alvöru handbolta," sagði Garðar við Vísi eftir leik.Samúel Ívar: Ef við höldum svona áfram eru okkur allir vegir færir „Flott barátta skóp þennan sigur. Við erum mátulega skynsamir að stærstu leyti þannig við náum að koma í veg fyrir hraðaupphlaupin sem þeir hafa verið mjög sterkir að nýta sér. Þegar við náum að stilla upp í vörn erum við virkilega þéttir. Það er erfitt að berjast við þá, en við fórum þetta á baráttunni og viljanum," sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, skiljanlega himinlifandi eftir leik. „Mér fannst varnarleikurinn mjög góður allan tímann. Á fyrsta korterinu vorum við örugglega svona ellefu til tólf mínútur í vörn. Við vorum að spila dálítið hraðar sóknir og Framarar voru að spila lengri sóknir, en náðu ekki að finna leiðir framhjá okkur." „Við áttum í erfiðleikum með línumanninn(Garðar B. Sigurjónsson), en að öðru leyti mættum við vel á menn. Heilt yfir virkilega flottur vilji hjá strákunum. Við vorum ekkert að liggja og vorkenna okkur þegar við vorum að tapa. Við ætlum ekkert að fara fram úr okkur núna, en heill leikur spilaður vel." „Annar leikurinn í röð sem við spilum vel og baráttan var virkilega góð. Ef við höldum þannig áfram eru okkur allir vegir færir. Það var eitthver að gera grín að mér um daginn að ég væri búinn að tapa sjö í röð, síðan þá er ég búinn að vinna tvo í röð," sagði Samúel að lokum.Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel
Olís-deild karla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira