Betur borgið til langframa að breyta í óverðtryggt Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2013 22:23 Langtíma-hagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán, að mati sérfræðinga ríkisstjórnarinnar. Í bankakerfinu er enn nokkuð um að verðtryggð lán séu tekin þótt óverðtryggð séu mun vinsælli. Í skýrslu sérfræðingahóps um skuldaleiðréttingu eru vangaveltur um framtíð lánamarkaðar einstaklinga á Íslandi. Hvað leið sé heppilegust fyrir íslenskt efnahagslíf í þessum efnum. Þar segir: „Ljóst er að langtímahagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán. Auk þess eru hagfræðileg rök sem lúta að peningamálastjórnun þess efnis að skilvirkara sé að hafa áhrif á einkaneyslu í kerfi þar sem óverðtryggð lán eru stór hluti útgjalda heimila.“ Stöð 2 hefur áður fjallað um það að óverðtryggð lán hafi verið miklu vinsælli en verðtryggð á síðustu árum eftir hrunið. Sveinn Gíslason er útibússtjóri í aðalútibúi Arion banka í Reykjavík. Hann og undirmenn hans eru í nánu sambandi við viðskiptavinina og hafa því góða innsýn í eftirspurnina, en Arion banki var fyrsti bankinn á Íslandi til að bjóða upp á óverðtryggð lán.Enn talsvert um verðtryggð lán „Það er svipað hlutfall þeirra sem taka verðtryggð og óverðtryggð lán og sumir eru að taka bæði,“ segir Sveinn.Eru einhverjir að taka verðtryggð lán eingöngu? „Já, það er töluvert um það. Það er töluverður munur á greiðslubyrði verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Greiðslubyrði verðtryggðu lánanna er lægri og það er töluvert um það að fólk taki verðtryggð lán í dag.“ Sveinn segir að þetta ráðist allt af markmiðum sem fólk setur sér. Ef fólk villji eignamyndun í fasteign séu óverðtryggðu lánin betri en það muni talsverðu á greiðslubyrði. „Þetta snýst aðeins um það hvað fólk treystir sér í. Greiðslubyrði er lægri á verðtryggðu.“Skiptir engu hvað er tekið ef peningastefnan er í molum Það er talað um það í skýrslu sérfræðingahópsins að það sé æskilegt fyrir langtímaáhrif á hagkerfið að fara alfarið í óverðtryggt. Sérðu það fyrir þér í ljósi þess hvað er mikið um ný lán í verðtryggðu? „Vandamálið er óstöðugleiki og verðbólga. Það er meginvandi þeirra sem taka lán hvort sem það er óverðtryggt eða verðtryggt. Það á ekki að skipta máli fyrir lántaka ef verðbólga er núll hvort tekið er verðtryggt eða óverðtryggt. Ég vona að stjórnvöld og allir sem vettlingi geta valdið vinni að því að koma á meiri stöðugleika svo að okkar fjármálaumhverfi verði líkara því sem gerist á nokkar nágrannalöndum þar sem verðbólga er lítil og vextir mun lægri en hér,“ segir Sveinn. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Langtíma-hagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán, að mati sérfræðinga ríkisstjórnarinnar. Í bankakerfinu er enn nokkuð um að verðtryggð lán séu tekin þótt óverðtryggð séu mun vinsælli. Í skýrslu sérfræðingahóps um skuldaleiðréttingu eru vangaveltur um framtíð lánamarkaðar einstaklinga á Íslandi. Hvað leið sé heppilegust fyrir íslenskt efnahagslíf í þessum efnum. Þar segir: „Ljóst er að langtímahagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán. Auk þess eru hagfræðileg rök sem lúta að peningamálastjórnun þess efnis að skilvirkara sé að hafa áhrif á einkaneyslu í kerfi þar sem óverðtryggð lán eru stór hluti útgjalda heimila.“ Stöð 2 hefur áður fjallað um það að óverðtryggð lán hafi verið miklu vinsælli en verðtryggð á síðustu árum eftir hrunið. Sveinn Gíslason er útibússtjóri í aðalútibúi Arion banka í Reykjavík. Hann og undirmenn hans eru í nánu sambandi við viðskiptavinina og hafa því góða innsýn í eftirspurnina, en Arion banki var fyrsti bankinn á Íslandi til að bjóða upp á óverðtryggð lán.Enn talsvert um verðtryggð lán „Það er svipað hlutfall þeirra sem taka verðtryggð og óverðtryggð lán og sumir eru að taka bæði,“ segir Sveinn.Eru einhverjir að taka verðtryggð lán eingöngu? „Já, það er töluvert um það. Það er töluverður munur á greiðslubyrði verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Greiðslubyrði verðtryggðu lánanna er lægri og það er töluvert um það að fólk taki verðtryggð lán í dag.“ Sveinn segir að þetta ráðist allt af markmiðum sem fólk setur sér. Ef fólk villji eignamyndun í fasteign séu óverðtryggðu lánin betri en það muni talsverðu á greiðslubyrði. „Þetta snýst aðeins um það hvað fólk treystir sér í. Greiðslubyrði er lægri á verðtryggðu.“Skiptir engu hvað er tekið ef peningastefnan er í molum Það er talað um það í skýrslu sérfræðingahópsins að það sé æskilegt fyrir langtímaáhrif á hagkerfið að fara alfarið í óverðtryggt. Sérðu það fyrir þér í ljósi þess hvað er mikið um ný lán í verðtryggðu? „Vandamálið er óstöðugleiki og verðbólga. Það er meginvandi þeirra sem taka lán hvort sem það er óverðtryggt eða verðtryggt. Það á ekki að skipta máli fyrir lántaka ef verðbólga er núll hvort tekið er verðtryggt eða óverðtryggt. Ég vona að stjórnvöld og allir sem vettlingi geta valdið vinni að því að koma á meiri stöðugleika svo að okkar fjármálaumhverfi verði líkara því sem gerist á nokkar nágrannalöndum þar sem verðbólga er lítil og vextir mun lægri en hér,“ segir Sveinn.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira