Einar Kristinn Kristgeirsson úr Skíðafélagi Akureyrar hafnaði í 17. sæti á stórsvigsmóti í Åre í Svíþjóð í gærkvöldi.
Einar Kristinn, sem er 19 ára, fékk 51.80 FIS stig sem er við hans besta árangur. Hann keppti í öðru stórsvigsmóti á sama stað fyrr um daginn en náði ekki að ljúka fyrri ferð.
Á föstudag og laugardag mun landsliðið keppa á tveimur svigmótum í Bydalsfjällen í Svíþjóð en það eru síðustu mót þeirra á þessu ári.
Einar Kristinn við sinn besta árangur
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn




Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn
