Breskir aðdáendur Mike Tyson munu ekki geta hitt hann fyrir jólin eins og til stóð. Tyson má nefnilega ekki koma til Bretlands.
Tyson var á leið til London til þess að kynna ævisögu sína sem heitir Undisputed Truth. Var búist við miklum fjölda sem vildi fá undirritaðar bækur.
Lögum í Bretlandi var breytt fyrir ári síðan og allir sem hafa fengið meira en fjögurra ára fangelsisdóm fá ekki að koma til landsins.
Tyson var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir nauðgun árið 1992 og því má hann ekki koma.
Hann verður þó á ferðinni annars staðar í Evrópu að kynna og árita bókina. Þar á meðal í París.
Tyson má ekki koma til London

Mest lesið






Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn

Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn


