Endurreisn á forsendum jöfnuðar Guðbjartur Hannesson skrifar 26. janúar 2013 06:00 Síðustu fjögur ár hafa verið ár endurreisnar, ár varnarbaráttu í íslensku samfélagi. Fram undan er uppbygging og það er okkar að tryggja að hún verði á öðrum og breyttum forsendum en fyrir hrun. Það er okkar að tryggja að hún verði á grundvelli hagsmuna fólksins í landinu. Þjóðin þarf að vera viss um að við stjórn landsins séu almannahagsmunir ávallt teknir fram yfir sérhagsmuni, lýðræðið eflt og áhrif fólks á eigið líf aukin.Fækkum ekki valkostum Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkur landsins sem hefur skýra sýn á það hvernig haga skuli sambandi Íslands við umheiminn og afnámi gjaldeyrishaftanna. Með því að taka upp evru og uppfylla þær kröfur um stjórn ríkisfjármála og fjármálamarkaða sem Evrópusambandið vinnur að, er þjóðinni tryggður traustur gjaldmiðill til frambúðar. Með því lækka vextir, hagur neytenda vænkast og samkeppnishæfni atvinnulífs batnar. Aðeins með nýjum gjaldmiðli skapast tækifæri til að koma lánamálum heimila og fyrirtækja í eðlilegt og varanlegt horf, með skilmálum og vaxtakjörum sem standast samanburð við það sem í boði er í nágrannaríkjum okkar, meðal annars með endanlegu afnámi verðtryggingar. Hér er um mikilvægt hagsmunamál íslensku þjóðarinnar að ræða. Alþingi ákvað að hefja aðildarviðræður, þeirri samþykkt ber að fylgja eftir til enda og að þeim loknum er íslenska þjóðin ein til þess bær að taka ákvörðun. Það er mín skoðun að við stjórnarmyndunarviðræður þá eigi Samfylkingin að tryggja að þessi lýðræðisréttur þjóðarinnar verði ekki af henni tekinn.Í hópi norrænna velferðarríkja Ísland á að vera opið samfélag, með frjálsu hagkerfi, þar sem markaðurinn er þjónn en ekki húsbóndi og bundinn skýrum leikreglum. Ísland á að vera virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi og aðili að samstarfi Norðurlandaþjóða og Evrópuþjóða. Við eigum að vera óhrædd við að horfa til nágrannaþjóða okkar eftir hugmyndum og lausnum og nýta okkur reynslu þeirra til að byggja hér upp öflugt og réttlátt samfélag til framtíðar. Við eigum að horfa til þeirra samfélaga sem næst okkur standa og hafa ekki aðeins reynst sterkustu velferðarsamfélög heimsins heldur jafnframt þau samkeppnishæfustu. Þar eru þær fyrirmyndir sem við eigum að sækja, samfélög sem byggja sterka stöðu sína á trausti, jöfnuði og jafnrétti. Aukin fjárfesting í íslensku atvinnulífi og bætt samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs eru brýnustu verkefni næstu ára. Stjórnvöld þurfa að búa fyrirtækjum stöðugt starfsumhverfi, styðja við nýsköpun í öllum greinum og vinna að því að menntakerfið og atvinnulífið styðji hvort við annað. Góð almenn menntun, hugvit og sérþekking á sem flestum sviðum er ein af lykilforsendum þess að atvinnulífið blómstri en síðast en ekki síst þarf að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og örugga hagstjórn. Við í Samfylkingunni getum stolt farið í kosningabaráttu með okkar stefnu, árangurinn sem þegar hefur náðst og þann einbeitta vilja okkar að halda áfram að berjast fyrir því að íslenskt samfélag verið sniðið að þörfum fjölskyldna í landinu með jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Sjá meira
Síðustu fjögur ár hafa verið ár endurreisnar, ár varnarbaráttu í íslensku samfélagi. Fram undan er uppbygging og það er okkar að tryggja að hún verði á öðrum og breyttum forsendum en fyrir hrun. Það er okkar að tryggja að hún verði á grundvelli hagsmuna fólksins í landinu. Þjóðin þarf að vera viss um að við stjórn landsins séu almannahagsmunir ávallt teknir fram yfir sérhagsmuni, lýðræðið eflt og áhrif fólks á eigið líf aukin.Fækkum ekki valkostum Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkur landsins sem hefur skýra sýn á það hvernig haga skuli sambandi Íslands við umheiminn og afnámi gjaldeyrishaftanna. Með því að taka upp evru og uppfylla þær kröfur um stjórn ríkisfjármála og fjármálamarkaða sem Evrópusambandið vinnur að, er þjóðinni tryggður traustur gjaldmiðill til frambúðar. Með því lækka vextir, hagur neytenda vænkast og samkeppnishæfni atvinnulífs batnar. Aðeins með nýjum gjaldmiðli skapast tækifæri til að koma lánamálum heimila og fyrirtækja í eðlilegt og varanlegt horf, með skilmálum og vaxtakjörum sem standast samanburð við það sem í boði er í nágrannaríkjum okkar, meðal annars með endanlegu afnámi verðtryggingar. Hér er um mikilvægt hagsmunamál íslensku þjóðarinnar að ræða. Alþingi ákvað að hefja aðildarviðræður, þeirri samþykkt ber að fylgja eftir til enda og að þeim loknum er íslenska þjóðin ein til þess bær að taka ákvörðun. Það er mín skoðun að við stjórnarmyndunarviðræður þá eigi Samfylkingin að tryggja að þessi lýðræðisréttur þjóðarinnar verði ekki af henni tekinn.Í hópi norrænna velferðarríkja Ísland á að vera opið samfélag, með frjálsu hagkerfi, þar sem markaðurinn er þjónn en ekki húsbóndi og bundinn skýrum leikreglum. Ísland á að vera virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi og aðili að samstarfi Norðurlandaþjóða og Evrópuþjóða. Við eigum að vera óhrædd við að horfa til nágrannaþjóða okkar eftir hugmyndum og lausnum og nýta okkur reynslu þeirra til að byggja hér upp öflugt og réttlátt samfélag til framtíðar. Við eigum að horfa til þeirra samfélaga sem næst okkur standa og hafa ekki aðeins reynst sterkustu velferðarsamfélög heimsins heldur jafnframt þau samkeppnishæfustu. Þar eru þær fyrirmyndir sem við eigum að sækja, samfélög sem byggja sterka stöðu sína á trausti, jöfnuði og jafnrétti. Aukin fjárfesting í íslensku atvinnulífi og bætt samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs eru brýnustu verkefni næstu ára. Stjórnvöld þurfa að búa fyrirtækjum stöðugt starfsumhverfi, styðja við nýsköpun í öllum greinum og vinna að því að menntakerfið og atvinnulífið styðji hvort við annað. Góð almenn menntun, hugvit og sérþekking á sem flestum sviðum er ein af lykilforsendum þess að atvinnulífið blómstri en síðast en ekki síst þarf að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu og örugga hagstjórn. Við í Samfylkingunni getum stolt farið í kosningabaráttu með okkar stefnu, árangurinn sem þegar hefur náðst og þann einbeitta vilja okkar að halda áfram að berjast fyrir því að íslenskt samfélag verið sniðið að þörfum fjölskyldna í landinu með jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun