Skoðun

Frá Besta til Bjartrar framtíðar

Tryggvi Haraldsson skrifar
Það krefst kjarks að kjósa sér ný vinnubrögð í stjórnmálum og ég veit að stór hluti Íslendinga á hlut í því að tekist hefur að nútímavæða stjórnmálin í nokkrum bæjarfélögum á Íslandi og þar með Reykjavík.

Stór hluti fólks hafði kjark til að kjósa fólk til áhrifa í borginni sem hafði algjörlega nýtt svigrúm í stjórnmálum. Það hafði svigrúm til að nálgast stjórnmál á þann veg að gera gagn hver sem málefnin voru.

Þau höfðu svigrúm til að gera stjórnmál skemmtileg og þannig aðgengilegri fyrir almenning. Þau höfðu enga ástæðu til að taka þátt í leiðindunum og argaþrasinu við hina því þau höfðu svigrúm til að sleppa því. Þau höfðu þetta svigrúm því þau tilheyrðu ekki stjórnmálaflokkum með úrelta átakasögu á bakinu sem eitrandi áhrif hefur á alla ákvarðanatöku í stjórnmálum í dag.

Í dag fá Íslendingar aftur tækifæri til breytinga. Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar sagði muninn á Besta flokknum og Bjartri framtíð vera þann að Besti flokkurinn væri hugarástand meðan Björt framtíð væri stjórnmálaflokkur á landsvísu sem byggi á því hugarástandi.

Kosningaáherslur Bjartrar framtíðar byggja á markmiðum um meiri fjölbreytni, minni sóun, meiri stöðugleika, minna vesen og meiri sátt. Stór mál á borð við skuldavanda heimilanna verða aldrei leyst af gömlum flokkum með ný loforð nema stjórnmálamenningin breytist og fólk fari að sýna hvert öðru og skoðunum hvers annars meiri virðingu en gert hefur verið í stjórnmálum til þessa.

Þú hefur val um að setja X við A á kjörseðlinum í dag og fylgja þar með eftir þeim vinnubrögðum sem komið hafa Reykvíkingum svo vel á síðustu misserum.

Með von um bjarta framtíð




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×