Það féllu tár inni í klefanum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. maí 2013 08:00 Teitur Örlygsson segist hafa átt erfitt með sig eftir tapið gegn Grindavík. Hann hafi fengið kökk í hálsinn. fréttablaðið/valli Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. „Það vorar alltaf aftur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hans lið rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum í frábærum oddaleik gegn Grindavík. Teitur átti erfitt með sig eftir leik enda keppnismaður mikill. „Ég neita því ekki að þetta var mikið áfall. Þetta var ógeðslega sárt. Þetta er örugglega nálægt því versta sem ég hef upplifað. Tilfinningarnar voru mjög miklar eftir leik. Mér leið eins og ég væri sextán ára að byrja í þessu. Við áttum mjög bágt með okkur margir og ég þar á meðal. Við berum tilfinningar hver til annars og menn fundu til með hinum eins og á að vera í alvöru liði. Það féllu tár inni í klefanum. Ég átti bágt með mig og fékk kökk í hálsinn.“Urðum okkur ekki til skammar Lið Teits barðist allt til enda og hann segist vera stoltur af sínu liði. „Við urðum okkur ekki til skammar. Við gáfum allt sem við áttum og þá er auðveldara að sætta sig við tap. Það geta allir litið í spegil og sagt að þeir hafi gert sitt besta,“ sagði Teitur en það munaði mikið um að hans lið missti Bandaríkjamanninn Jarrid Frye meiddan af velli snemma leiks. Hann sneri sig mjög illa á ökkla en er sem betur fer ekki brotinn. „Það hefðu mörg lið lagst niður þá en ekki við. Jarrid var búinn að vera frábær og var vel stemmdur. Það var því áfall að missa hann. Ég sá ökklann á honum í hálfleik og hann var eins og blaðra.“ Uppskera Stjörnunnar eftir tímabilið er samt góð. Stjarnan varð bikarmeistari og komst mjög nálægt því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. „Þegar frá líður verður hægt að horfa á þetta og vera þokkalega sáttur. Ég vil meina að það sé ógeðslega erfitt að vinna þessa deild. Við sáum núna hvað meiðslin settu mikið strik í reikninginn hjá mörgum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að það meiddust menn gegn okkur sem gerði okkur örugglega auðveldara fyrir. Það fylgir þessu og meiðsli hafa sett mikið strik í reikninginn í NBA-deildinni núna.“ Teitur var að klára sitt fjórða ár með Stjörnunni og hann er búinn að skila tveimur bikarmeistaratitlum. Hvað ætlar hann að gera núna? „Það er stóra spurningin. Ég er tvístígandi eins og staðan er. Um hvort ég eigi að halda áfram, prófa eitthvað annað eða hreinlega taka mér frí. Ég er búinn að vera í meistaraflokki síðan ég var 16 ára og er orðinn 46 ára. Ég hef aldrei gert neitt annað yfir vetrartímann,“ sagði Teitur en hann á sér einn draum sem ekki hefur tekist að uppfylla. „Ég er mikill stuðningsmaður Man. Utd og horfi á alla leiki liðsins. Ég hef samt aldrei farið á Old Trafford, Mekka. Það er ekki nógu gott. Þetta er dæmi um það sem mann langar að gera. Svo kemur á móti að eldmóðurinn er til staðar og manni er ekki sama um hvort maður vinnur eða tapar. Ástríðan fyrir körfuboltanum er enn til staðar og spurning hvort það sé merki um að maður eigi að halda áfram. Þess vegna er þetta svona erfitt.“ Teitur segir að tíminn í Garðabænum hafi verið alveg frábær og að honum hafi liðið vel þar. „Mér stendur til boða að þjálfa liðið áfram og ég er að velta því fyrir mér núna hvort ég eigi að halda áfram. Það er margt sem ég þarf að hugsa um núna og þetta er að veltast um inni í mér,“ sagði Teitur Örlygsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfinningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eftir tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí. „Það vorar alltaf aftur,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, en hans lið rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum í frábærum oddaleik gegn Grindavík. Teitur átti erfitt með sig eftir leik enda keppnismaður mikill. „Ég neita því ekki að þetta var mikið áfall. Þetta var ógeðslega sárt. Þetta er örugglega nálægt því versta sem ég hef upplifað. Tilfinningarnar voru mjög miklar eftir leik. Mér leið eins og ég væri sextán ára að byrja í þessu. Við áttum mjög bágt með okkur margir og ég þar á meðal. Við berum tilfinningar hver til annars og menn fundu til með hinum eins og á að vera í alvöru liði. Það féllu tár inni í klefanum. Ég átti bágt með mig og fékk kökk í hálsinn.“Urðum okkur ekki til skammar Lið Teits barðist allt til enda og hann segist vera stoltur af sínu liði. „Við urðum okkur ekki til skammar. Við gáfum allt sem við áttum og þá er auðveldara að sætta sig við tap. Það geta allir litið í spegil og sagt að þeir hafi gert sitt besta,“ sagði Teitur en það munaði mikið um að hans lið missti Bandaríkjamanninn Jarrid Frye meiddan af velli snemma leiks. Hann sneri sig mjög illa á ökkla en er sem betur fer ekki brotinn. „Það hefðu mörg lið lagst niður þá en ekki við. Jarrid var búinn að vera frábær og var vel stemmdur. Það var því áfall að missa hann. Ég sá ökklann á honum í hálfleik og hann var eins og blaðra.“ Uppskera Stjörnunnar eftir tímabilið er samt góð. Stjarnan varð bikarmeistari og komst mjög nálægt því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. „Þegar frá líður verður hægt að horfa á þetta og vera þokkalega sáttur. Ég vil meina að það sé ógeðslega erfitt að vinna þessa deild. Við sáum núna hvað meiðslin settu mikið strik í reikninginn hjá mörgum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að það meiddust menn gegn okkur sem gerði okkur örugglega auðveldara fyrir. Það fylgir þessu og meiðsli hafa sett mikið strik í reikninginn í NBA-deildinni núna.“ Teitur var að klára sitt fjórða ár með Stjörnunni og hann er búinn að skila tveimur bikarmeistaratitlum. Hvað ætlar hann að gera núna? „Það er stóra spurningin. Ég er tvístígandi eins og staðan er. Um hvort ég eigi að halda áfram, prófa eitthvað annað eða hreinlega taka mér frí. Ég er búinn að vera í meistaraflokki síðan ég var 16 ára og er orðinn 46 ára. Ég hef aldrei gert neitt annað yfir vetrartímann,“ sagði Teitur en hann á sér einn draum sem ekki hefur tekist að uppfylla. „Ég er mikill stuðningsmaður Man. Utd og horfi á alla leiki liðsins. Ég hef samt aldrei farið á Old Trafford, Mekka. Það er ekki nógu gott. Þetta er dæmi um það sem mann langar að gera. Svo kemur á móti að eldmóðurinn er til staðar og manni er ekki sama um hvort maður vinnur eða tapar. Ástríðan fyrir körfuboltanum er enn til staðar og spurning hvort það sé merki um að maður eigi að halda áfram. Þess vegna er þetta svona erfitt.“ Teitur segir að tíminn í Garðabænum hafi verið alveg frábær og að honum hafi liðið vel þar. „Mér stendur til boða að þjálfa liðið áfram og ég er að velta því fyrir mér núna hvort ég eigi að halda áfram. Það er margt sem ég þarf að hugsa um núna og þetta er að veltast um inni í mér,“ sagði Teitur Örlygsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik