Rekstrarform heilsugæslunnar Oddur Steinarsson skrifar 17. júlí 2013 08:00 Heilbrigðisráðherra opnaði í viðtali á Bylgjunni á þann möguleika að opna fyrir önnur rekstrarform í Heilsugæslunni á Íslandi. Nokkur viðbrögð voru við þessu og því miður sum neikvæð. Ég hef síðustu fjögur árin byggt upp sjálfstæða heilsugæslu í Gautaborg. Með því að reka þetta sjálfstætt hefur okkur tekist að vaxa um 5% á ári og toppa gæða- og þjónustukannanir árlega á okkar svæði. Í síðustu könnun vorum við efst í allri Austur-Gautaborg. Eiginkona mín er barnalæknir. Ef við flytjum heim til Íslands getur hún opnað stofu en ég hef ekki slík tækifæri. Þannig er okkur mismunað eftir ólíkum sérgreinum og ekki spennandi starfstækifæri fyrir mig á Íslandi, eins og staðan er í dag. Fjöldi sjálfstæðra aðila rekur heilbrigðisþjónustu á Íslandi í dag. Í heilsugæslunni má nefna Salastöðina, Heilsugæsluna Lágmúla, Læknavaktina og að auki eru nokkrir heimilislæknar með sjálfstæðan rekstur. Í heilsugæslunni er ekki opið fyrir nýja að koma inn í samninga líkt og í öðrum sérgreinum. Góður árangur Sé litið til Norðurlandanna hafa Danir haft heimilislækna á sjálfstæðum samningum í fleiri áratugi. Norðmenn gerðu kerfisbreytingar á heilsugæslunni fyrir um 15 árum en þá vantaði 1.000 heimilislækna í Noregi. Heimilislæknar þar fengu sjálfstæða samninga sem eru að vissu leyti líkir þeim sem aðrir sérfræðingar en heimilislæknar hafa á Íslandi. Þetta 1.000 lækna skarð hefur verið að mestu fyllt síðan. Svíþjóð rak síðan lestina, en Svíar innleiddu breytingar á heilsugæslunni á árunum 2007 til 2009 og horfðu að hluta til árangurs Norðmanna. „Vårdval“ kallast kerfið í Svíþjóð og hugmyndafræðin er að sjúklingurinn velji frjálst þjónustuaðila og að fjármagnið fylgi honum. Síðan eru leikreglurnar ólíkar eftir svæðum, en eftirlitið er strangt alls staðar. Sjálfstæðar og opinberar stöðvar sitja við sama borð og gjaldskráin er sú sama. Árangurinn af „vårdvalinu“ í Svíþjóð hefur verið góður. Afköst hafa aukist umfram kostnað. Í Stokkhólmi jukust afköstin um 28% fyrstu tvö árin á meðan kostnaðurinn jókst um 2,8%. Gæðakannanir hafa sýnt vaxandi ánægju og aukið traust skjólstæðinga til heilsugæslunnar. Einnig bætta þjónustu og aukið aðhald í lyfjakostnaði. Minni heilsugæslur sem eru í eigu starfsmanna koma best út í könnunum. Samkeppnin hefur einnig séð til þess að margar opinberar heilsugæslur standa sig mun betur en áður. Vårdvalið er þannig að stórefla heilsugæsluna í Svíþjóð og sem dæmi hefur fjöldi námslækna í Gautaborg þrefaldast á innan við fjórum árum, úr 70 í um 200. Íslensk heilsugæsla er verulega undirmönnuð af sérfræðingum í faginu og mikil þörf á breytingum til þess að efla hana aftur. Mikilvægt er að nota þau verkfæri sem hafa gefið góða raun á Norðurlöndunum og að umræðan byggist á staðreyndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Heilsugæsla Mest lesið Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra opnaði í viðtali á Bylgjunni á þann möguleika að opna fyrir önnur rekstrarform í Heilsugæslunni á Íslandi. Nokkur viðbrögð voru við þessu og því miður sum neikvæð. Ég hef síðustu fjögur árin byggt upp sjálfstæða heilsugæslu í Gautaborg. Með því að reka þetta sjálfstætt hefur okkur tekist að vaxa um 5% á ári og toppa gæða- og þjónustukannanir árlega á okkar svæði. Í síðustu könnun vorum við efst í allri Austur-Gautaborg. Eiginkona mín er barnalæknir. Ef við flytjum heim til Íslands getur hún opnað stofu en ég hef ekki slík tækifæri. Þannig er okkur mismunað eftir ólíkum sérgreinum og ekki spennandi starfstækifæri fyrir mig á Íslandi, eins og staðan er í dag. Fjöldi sjálfstæðra aðila rekur heilbrigðisþjónustu á Íslandi í dag. Í heilsugæslunni má nefna Salastöðina, Heilsugæsluna Lágmúla, Læknavaktina og að auki eru nokkrir heimilislæknar með sjálfstæðan rekstur. Í heilsugæslunni er ekki opið fyrir nýja að koma inn í samninga líkt og í öðrum sérgreinum. Góður árangur Sé litið til Norðurlandanna hafa Danir haft heimilislækna á sjálfstæðum samningum í fleiri áratugi. Norðmenn gerðu kerfisbreytingar á heilsugæslunni fyrir um 15 árum en þá vantaði 1.000 heimilislækna í Noregi. Heimilislæknar þar fengu sjálfstæða samninga sem eru að vissu leyti líkir þeim sem aðrir sérfræðingar en heimilislæknar hafa á Íslandi. Þetta 1.000 lækna skarð hefur verið að mestu fyllt síðan. Svíþjóð rak síðan lestina, en Svíar innleiddu breytingar á heilsugæslunni á árunum 2007 til 2009 og horfðu að hluta til árangurs Norðmanna. „Vårdval“ kallast kerfið í Svíþjóð og hugmyndafræðin er að sjúklingurinn velji frjálst þjónustuaðila og að fjármagnið fylgi honum. Síðan eru leikreglurnar ólíkar eftir svæðum, en eftirlitið er strangt alls staðar. Sjálfstæðar og opinberar stöðvar sitja við sama borð og gjaldskráin er sú sama. Árangurinn af „vårdvalinu“ í Svíþjóð hefur verið góður. Afköst hafa aukist umfram kostnað. Í Stokkhólmi jukust afköstin um 28% fyrstu tvö árin á meðan kostnaðurinn jókst um 2,8%. Gæðakannanir hafa sýnt vaxandi ánægju og aukið traust skjólstæðinga til heilsugæslunnar. Einnig bætta þjónustu og aukið aðhald í lyfjakostnaði. Minni heilsugæslur sem eru í eigu starfsmanna koma best út í könnunum. Samkeppnin hefur einnig séð til þess að margar opinberar heilsugæslur standa sig mun betur en áður. Vårdvalið er þannig að stórefla heilsugæsluna í Svíþjóð og sem dæmi hefur fjöldi námslækna í Gautaborg þrefaldast á innan við fjórum árum, úr 70 í um 200. Íslensk heilsugæsla er verulega undirmönnuð af sérfræðingum í faginu og mikil þörf á breytingum til þess að efla hana aftur. Mikilvægt er að nota þau verkfæri sem hafa gefið góða raun á Norðurlöndunum og að umræðan byggist á staðreyndum.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun