Þetta er búinn að vera smá rússíbani Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2013 09:00 Mynd/Arnþór Kristinn Jónsson var einn af fjórum Blikum sem klikkuðu á vítaspyrnum þegar Evrópuævintýri Blika endaði á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn. Blikar voru grátlega nálægt því að komast áfram en góð spilamennska liðsins í sumar hefur ekki farið fram hjá landsliðsþjálfaranum sem valdi vinstri bakvörð liðsins í A-landsliðið í gær. „Ég er hrikalega stoltur og það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í landsliðið,“ sagði Kristinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var þá eins og aðrir aðeins nýbúinn að frétta að hann væri í landsliðshópi Lars Lagerbäck á móti Færeyjum.Mynd/ArnþórEnn þá í spennusjokki „Ég frétti þetta bara rétt áður en þetta var tilkynnt. Þetta er búið að vera upp og niður hjá manni síðustu klukkutímana og maður er enn þá í spennusjokki eftir gærdaginn,“ sagði Kristinn og bætti við: „Þetta bætir skapið að einhverju leyti en ég er enn þá hundfúll yfir gærdeginum,“ sagði Kristinn. Liðsfélagi hans og fyrirliði Breiðabliks, Finnur Orri Margeirsson, gladdist fyrir hönd félaga síns. „Ég er gífurlega ánægður með hann. Þetta er löngu orðið verðskuldað hjá honum og hann á þetta fyllilega skilið,“ sagði Finnur. „Þetta er mikið tækifæri fyrir mig til þess að sýna hvað í mér býr,“ sagði Kristinn en annar bakvörður úr Pepsi-deildinni, Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal, kom einnig inn í hópinn í gær. „Okkur leiðist ekkert að fara upp vænginn og sækja. Ég veit ekki alveg hvernig taktík þjálfarans er en það getur vel verið að hann sé að fara að horfa meira til þess að vera með sókndjarfa bakverði,“ segir Kristinn. „Ég mæti á æfingarnar, geri mitt besta og gef allt í þetta. Svo verður frábært ef ég fær einhverjar mínútur í leiknum,“ sagði Kristinn en það eru fjögur ár síðan hann spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleikinn. „Ég spilaði æfingaleik á móti Færeyjum í Kórnum 2009. Ég man mjög vel eftir þessum fyrsta landsleik mínum. Þetta var reyndar tapleikur, sem var hálfleiðinlegt fyrir fyrsta landsleik,“ segir Kristinn.Mynd/ArnþórSmá rússíbani „Það hefur alltaf verið takmark í gegnum tíðina að komast í landsliðið en ég hef ekkert verið að einblína neitt sérstaklega á það núna heldur bara einbeita mér að því að spila vel hjá Breiðabliki og reyna að vekja einhvern áhuga erlendis,“ sagði Kristinn en hann þarf aðeins meiri tíma til að jafna sig á tapinu á móti Aktobe. „Ég sleiki sárin í dag og svo verð ég orðinn tilbúinn á morgun fyrir leikinn á sunnudaginn,“ sagði Kristinn, sem gleymir þessum sólarhring örugglega ekki í bráð. „Ætli það nokkuð. Þetta er búinn að vera smá rússíbani,“ sagði Kristinn að lokum. Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Kristinn Jónsson var einn af fjórum Blikum sem klikkuðu á vítaspyrnum þegar Evrópuævintýri Blika endaði á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn. Blikar voru grátlega nálægt því að komast áfram en góð spilamennska liðsins í sumar hefur ekki farið fram hjá landsliðsþjálfaranum sem valdi vinstri bakvörð liðsins í A-landsliðið í gær. „Ég er hrikalega stoltur og það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í landsliðið,“ sagði Kristinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var þá eins og aðrir aðeins nýbúinn að frétta að hann væri í landsliðshópi Lars Lagerbäck á móti Færeyjum.Mynd/ArnþórEnn þá í spennusjokki „Ég frétti þetta bara rétt áður en þetta var tilkynnt. Þetta er búið að vera upp og niður hjá manni síðustu klukkutímana og maður er enn þá í spennusjokki eftir gærdaginn,“ sagði Kristinn og bætti við: „Þetta bætir skapið að einhverju leyti en ég er enn þá hundfúll yfir gærdeginum,“ sagði Kristinn. Liðsfélagi hans og fyrirliði Breiðabliks, Finnur Orri Margeirsson, gladdist fyrir hönd félaga síns. „Ég er gífurlega ánægður með hann. Þetta er löngu orðið verðskuldað hjá honum og hann á þetta fyllilega skilið,“ sagði Finnur. „Þetta er mikið tækifæri fyrir mig til þess að sýna hvað í mér býr,“ sagði Kristinn en annar bakvörður úr Pepsi-deildinni, Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal, kom einnig inn í hópinn í gær. „Okkur leiðist ekkert að fara upp vænginn og sækja. Ég veit ekki alveg hvernig taktík þjálfarans er en það getur vel verið að hann sé að fara að horfa meira til þess að vera með sókndjarfa bakverði,“ segir Kristinn. „Ég mæti á æfingarnar, geri mitt besta og gef allt í þetta. Svo verður frábært ef ég fær einhverjar mínútur í leiknum,“ sagði Kristinn en það eru fjögur ár síðan hann spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleikinn. „Ég spilaði æfingaleik á móti Færeyjum í Kórnum 2009. Ég man mjög vel eftir þessum fyrsta landsleik mínum. Þetta var reyndar tapleikur, sem var hálfleiðinlegt fyrir fyrsta landsleik,“ segir Kristinn.Mynd/ArnþórSmá rússíbani „Það hefur alltaf verið takmark í gegnum tíðina að komast í landsliðið en ég hef ekkert verið að einblína neitt sérstaklega á það núna heldur bara einbeita mér að því að spila vel hjá Breiðabliki og reyna að vekja einhvern áhuga erlendis,“ sagði Kristinn en hann þarf aðeins meiri tíma til að jafna sig á tapinu á móti Aktobe. „Ég sleiki sárin í dag og svo verð ég orðinn tilbúinn á morgun fyrir leikinn á sunnudaginn,“ sagði Kristinn, sem gleymir þessum sólarhring örugglega ekki í bráð. „Ætli það nokkuð. Þetta er búinn að vera smá rússíbani,“ sagði Kristinn að lokum.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira