Sömdu við eina stærstu útgáfu heims Freyr Bjarnason skrifar 1. október 2013 07:00 Rokktríóið The Vintage Caravan hefur gert útgáfusamning við þýska fyrirtækið Nuclear Blast. fréttablaðið/vilhelm „Við erum alveg í skýjunum yfir þessu. Þetta er yndislegt,“ segir Alexander Örn Númason, bassaleikari The Vintage Caravan. Rokktríóið hefur skrifað undir samning við þýska útgáfufyrirtækið Nuclear Blast, sem er stærsta sjálfstæða þungarokksútgáfa heims. Á meðal þekktra hljómsveita sem eru á mála hjá fyrirtækinu eru Sepultura, Anthrax, Soulfly, Biohazard, Exodus og Overkill. Flestar hljómsveitirnar hjá Nucelar Blast eru á meðal þeirra fremstu í þungarokki eða dauðarokki en að sögn Alexanders Arnar eru sjö til átta sveitir í klassíska rokkgeiranum eins og The Vintage Caravan. Aðspurður segir Alexander Örn að samningurinn kveði á um að næstu plötur The Vintage Caravan komi út hjá Nuclear Blast. Einnig er stefnt á að önnur plata sveitarinnar, Voyage sem kom út hjá Senu í fyrra, komi út í janúar úti um allan heim í nýjum umbúðum. „Þetta gerðist eiginlega óvart. Þetta er í raun og veru einu manni að þakka,“ segir bassaleikarinn um samninginn. „Það er þýskur maður sem við kynntumst á Eistnaflugi árið 2012. Hann er búinn að láta hlutina gerast að okkur óafvitandi.“ Auk útgáfusamningsins hefur The Vintage Caravan gert samning við austurríska bókunarskrifstofu. Hljómsveitin spilar á Roadburn-hátíðinni í Hollandi í apríl og líklega fer hún í tónleikaferðalag í janúar þegar platan kemur út. Fáið þið ekki góðan pening fyrir samninginn? „Þetta er þokkalegur peningur. Þetta snýst aðallega um að við fáum nægt fjármagn til að gera plötu og til að koma okkur út. Við erum ekkert að tala um tugi milljóna en það verður ágætlega séð um okkur.“ Nýtt myndband The Vintage Caravan er komið út við lagið Expand Your Mind. Leikstjóri var Bowen Staines sem leikstýrði einnig myndböndunum við Fjöru með Sólstöfum og Gleipni með Skálmöld. Það var tekið upp á skemmtistaðnum fyrrverandi, Faktorý. The Vintage Caravan 'EXPAND YOUR MIND' (Official Video) from Bowen Staines on Vimeo. Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við erum alveg í skýjunum yfir þessu. Þetta er yndislegt,“ segir Alexander Örn Númason, bassaleikari The Vintage Caravan. Rokktríóið hefur skrifað undir samning við þýska útgáfufyrirtækið Nuclear Blast, sem er stærsta sjálfstæða þungarokksútgáfa heims. Á meðal þekktra hljómsveita sem eru á mála hjá fyrirtækinu eru Sepultura, Anthrax, Soulfly, Biohazard, Exodus og Overkill. Flestar hljómsveitirnar hjá Nucelar Blast eru á meðal þeirra fremstu í þungarokki eða dauðarokki en að sögn Alexanders Arnar eru sjö til átta sveitir í klassíska rokkgeiranum eins og The Vintage Caravan. Aðspurður segir Alexander Örn að samningurinn kveði á um að næstu plötur The Vintage Caravan komi út hjá Nuclear Blast. Einnig er stefnt á að önnur plata sveitarinnar, Voyage sem kom út hjá Senu í fyrra, komi út í janúar úti um allan heim í nýjum umbúðum. „Þetta gerðist eiginlega óvart. Þetta er í raun og veru einu manni að þakka,“ segir bassaleikarinn um samninginn. „Það er þýskur maður sem við kynntumst á Eistnaflugi árið 2012. Hann er búinn að láta hlutina gerast að okkur óafvitandi.“ Auk útgáfusamningsins hefur The Vintage Caravan gert samning við austurríska bókunarskrifstofu. Hljómsveitin spilar á Roadburn-hátíðinni í Hollandi í apríl og líklega fer hún í tónleikaferðalag í janúar þegar platan kemur út. Fáið þið ekki góðan pening fyrir samninginn? „Þetta er þokkalegur peningur. Þetta snýst aðallega um að við fáum nægt fjármagn til að gera plötu og til að koma okkur út. Við erum ekkert að tala um tugi milljóna en það verður ágætlega séð um okkur.“ Nýtt myndband The Vintage Caravan er komið út við lagið Expand Your Mind. Leikstjóri var Bowen Staines sem leikstýrði einnig myndböndunum við Fjöru með Sólstöfum og Gleipni með Skálmöld. Það var tekið upp á skemmtistaðnum fyrrverandi, Faktorý. The Vintage Caravan 'EXPAND YOUR MIND' (Official Video) from Bowen Staines on Vimeo.
Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira