Enginn í fótspor Mugison og Ásgeirs Freyr Bjarnason skrifar 23. október 2013 07:00 Svo virðist sem enginn ætli að feta í fótspor Ásgeirs Trausta og Mugison þetta árið. Sigríður Thorlacius, Lay Low og Emilíana Torrini gætu náð gullsölu. fréttablaðið/valli Ásgeir Trausti sló í gegn í fyrra með plötu sinni Dýrð í dauðaþögn. Samanlagt seldist hún í um 22 þúsund eintökum útgáfuárið 2012, langmest allra, og er núna komin yfir þrjátíu þúsund. Árið áður bar Mugison höfuð og herðar yfir aðra er hann seldi Haglél í um þrjátíu þúsund eintökum. Svo virðist sem engin slík metsala sé í pípunum fyrir þessi jól. Aðspurður segist Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu sem gaf út Dýrð í dauðaþögn, vera sammála því að enginn nýr Ásgeir eða Mugison sé á leiðinni. „Það má reyndar segja að það hafi heldur ekki verið beinlínis í sjónmáli að neinn annar myndi taka við af Mugison með þessum hætti sem Ásgeir gerði í fyrra. Þetta var fyrirsjáanlegra með Mugison en auðvitað náði hann hærri hæðum en nokkur hefði getað búist við.“ Eiður segir að árangur þeirra beggja hafi verið óvenjulega afgerandi. „Þetta er sala sem hafði ekki sést áratugum saman. Það er alls ekki við því að búast að það endurtaki sig á næsta eða þarnæsta ári, ef nokkurn tímann aftur.“ Hvað plötusöluna í ár varðar segir hann að margir geti náð gullsölu, eða fimm þúsund eintökum, en er ekki eins viss um að nokkur nái platínusölu, eða tíu þúsundum. „En auðvitað má segja að það sé alltaf þannig á þessum árstíma. Maður veit aldrei.“ Aðspurður telur hann að Helgi syngur Hauk, Duet 3 með Björgvini Halldórs, Skálmöld & Sinfó og jólaplötur Bubba og Sigríðar Thorlacius gætu náð gullsölu hjá Senu í ár. Haraldur Leví Gunnarsson hjá Record Records býst ekki heldur við neinni bombu í ár eins og Hagléli eða Dýrð í dauðaþögn. „Ekki nema það komi eitthvað út sem er búið að liggja í leyni. Af því sem ég veit að er að koma út hef ég ekki trú á að það verði rosaleg sprengja.“ Hann býst við að væntanlegar plötur frá Mammút og Lay Low, sem Record Records gefur út, gætu náð gullsölu. „Lay Low er vön því að fara í gull.“ Hvað varðar aðrar plötur sem koma út í ár má reikna við því að nýjasta afurð Emilíönu Torrini, Tookah, nái gullsölu en óvíst hvort það náist fyrir jól. Síðustu tvær plötur hennar, Me and Armini og Fisherman´s Woman, hafa báðar náð platínusölu hérlendis. Einnig er líklegt að nýjasta plata Sigur Rósar, Kveikur, fari í gull. Fyrsta sólóplata Eurovision-stjörnunnar Eyþórs Inga gæti einnig selst vel. Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Ásgeir Trausti sló í gegn í fyrra með plötu sinni Dýrð í dauðaþögn. Samanlagt seldist hún í um 22 þúsund eintökum útgáfuárið 2012, langmest allra, og er núna komin yfir þrjátíu þúsund. Árið áður bar Mugison höfuð og herðar yfir aðra er hann seldi Haglél í um þrjátíu þúsund eintökum. Svo virðist sem engin slík metsala sé í pípunum fyrir þessi jól. Aðspurður segist Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu sem gaf út Dýrð í dauðaþögn, vera sammála því að enginn nýr Ásgeir eða Mugison sé á leiðinni. „Það má reyndar segja að það hafi heldur ekki verið beinlínis í sjónmáli að neinn annar myndi taka við af Mugison með þessum hætti sem Ásgeir gerði í fyrra. Þetta var fyrirsjáanlegra með Mugison en auðvitað náði hann hærri hæðum en nokkur hefði getað búist við.“ Eiður segir að árangur þeirra beggja hafi verið óvenjulega afgerandi. „Þetta er sala sem hafði ekki sést áratugum saman. Það er alls ekki við því að búast að það endurtaki sig á næsta eða þarnæsta ári, ef nokkurn tímann aftur.“ Hvað plötusöluna í ár varðar segir hann að margir geti náð gullsölu, eða fimm þúsund eintökum, en er ekki eins viss um að nokkur nái platínusölu, eða tíu þúsundum. „En auðvitað má segja að það sé alltaf þannig á þessum árstíma. Maður veit aldrei.“ Aðspurður telur hann að Helgi syngur Hauk, Duet 3 með Björgvini Halldórs, Skálmöld & Sinfó og jólaplötur Bubba og Sigríðar Thorlacius gætu náð gullsölu hjá Senu í ár. Haraldur Leví Gunnarsson hjá Record Records býst ekki heldur við neinni bombu í ár eins og Hagléli eða Dýrð í dauðaþögn. „Ekki nema það komi eitthvað út sem er búið að liggja í leyni. Af því sem ég veit að er að koma út hef ég ekki trú á að það verði rosaleg sprengja.“ Hann býst við að væntanlegar plötur frá Mammút og Lay Low, sem Record Records gefur út, gætu náð gullsölu. „Lay Low er vön því að fara í gull.“ Hvað varðar aðrar plötur sem koma út í ár má reikna við því að nýjasta afurð Emilíönu Torrini, Tookah, nái gullsölu en óvíst hvort það náist fyrir jól. Síðustu tvær plötur hennar, Me and Armini og Fisherman´s Woman, hafa báðar náð platínusölu hérlendis. Einnig er líklegt að nýjasta plata Sigur Rósar, Kveikur, fari í gull. Fyrsta sólóplata Eurovision-stjörnunnar Eyþórs Inga gæti einnig selst vel.
Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira