Paramount ætlar að endurgera kvikmyndina Ghost frá árinu 1990 sem sjónvarpsseríu. Myndin fjallar, eins og margir vita, um mann sem er myrtur og konu hans sem nær sambandi við hann í gegnum miðil.
Akiva Goldsman og Jeff Pinkner skrifa handritið fyrir „pilot“-þáttinn en Goldsman vann Óskarinn og Golden Globe fyrir handrit kvikmyndarinnar A Beautiful Mind.
Endurgera Ghost
