Ásgeir Trausti spilar út um allan heim Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. desember 2013 10:30 Hér sjáum við Ásgeir á sviði ásamt hljómsveit sinni en hann er um þessar mundir að spila út um allan heim. Fréttablaðið/vilhelm Ásgeir Trausti er ásamt hljómsveit sinni um þessar mundir í sinni fyrstu tónleikaferð um heiminn og heimsækir hann marga fjölbreytta og ólíka staði. Hann hóf ferðalagið í Frakkalandi 15. nóvember og fylgir hann þéttri og skipulagðri dagskrá fram um miðjan desember. Á nýju ári heldur dagskráin svo áfram og koma þeir einnig fram með fleiri heimsþekktum hljómsveitum á borð við The National og Mogwai. Í Evrópu er Ásgeir aðalnúmerið en norska stúlknasveitin Farao sér um upphitun í Evrópu. Hinn 15. janúar kemur Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann vann verðlaunin fyrir skömmu. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Sigurvegararnir eru valdir annars vegar af markaðsgreiningarfyrirtækinu Nielsen Music Control á grundvelli tónlistarsölu og útvarpsspilunar og hins vegar með atkvæðagreiðslu innan Samtaka evrópskra útvarpsstöðva (EBU) og tengslanets evrópskra tónlistarhátíða.Verðlaunahátíðin er nú haldin í ellefta sinn og er þetta í annað sinn sem íslensku tónlistarfólki hlotnast þessi heiður en í fyrra hlaut hljómsveitin Of Monsters and Men verðlaunin. Plata Ásgeirs, In the Silence, sem hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum, kemur út í Evrópu 27. janúar. Þá er hún komin í forsölu á tonlist.is með tveimur glænýjum aukalögum og þremur lögum í órafmagnaðri útgáfu. Í febrúar fer fara þeir félagar í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National. Bandaríkin eru næsti viðkomustaður á eftir Asíu en þó eru nánari staðsetningar innan Bandaríkjanna ekki staðfestar. Þegar Ásgeir og félagar hafa lokið ferð sinni um Bandaríkin halda þeir aftur til Evrópu. Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Sjá meira
Ásgeir Trausti er ásamt hljómsveit sinni um þessar mundir í sinni fyrstu tónleikaferð um heiminn og heimsækir hann marga fjölbreytta og ólíka staði. Hann hóf ferðalagið í Frakkalandi 15. nóvember og fylgir hann þéttri og skipulagðri dagskrá fram um miðjan desember. Á nýju ári heldur dagskráin svo áfram og koma þeir einnig fram með fleiri heimsþekktum hljómsveitum á borð við The National og Mogwai. Í Evrópu er Ásgeir aðalnúmerið en norska stúlknasveitin Farao sér um upphitun í Evrópu. Hinn 15. janúar kemur Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann vann verðlaunin fyrir skömmu. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Sigurvegararnir eru valdir annars vegar af markaðsgreiningarfyrirtækinu Nielsen Music Control á grundvelli tónlistarsölu og útvarpsspilunar og hins vegar með atkvæðagreiðslu innan Samtaka evrópskra útvarpsstöðva (EBU) og tengslanets evrópskra tónlistarhátíða.Verðlaunahátíðin er nú haldin í ellefta sinn og er þetta í annað sinn sem íslensku tónlistarfólki hlotnast þessi heiður en í fyrra hlaut hljómsveitin Of Monsters and Men verðlaunin. Plata Ásgeirs, In the Silence, sem hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum, kemur út í Evrópu 27. janúar. Þá er hún komin í forsölu á tonlist.is með tveimur glænýjum aukalögum og þremur lögum í órafmagnaðri útgáfu. Í febrúar fer fara þeir félagar í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National. Bandaríkin eru næsti viðkomustaður á eftir Asíu en þó eru nánari staðsetningar innan Bandaríkjanna ekki staðfestar. Þegar Ásgeir og félagar hafa lokið ferð sinni um Bandaríkin halda þeir aftur til Evrópu.
Mest lesið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Fleiri fréttir Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Sjá meira