Taktu fimmtudagskvöldin frá Ellý Ármanns skrifar 13. janúar 2014 16:30 Heilsugengið er nýr þáttur sem hefur göngu sína á Stöð 2 fimmtudaginn 16. janúar en þar verður fjallað um mataræði og lífsstíl með fjölbreyttum hætti. Þættirnir, sem verða átta talsins, verða í umsjón Völu Matt en henni til halds og trausts verða hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir og heilsu- og hráfæðiskokkurinn Sólveig Eiríksdóttir. Hver þáttur verður þrískiptur. „Fyrst tek ég viðtöl við fólk sem hefur hreinlega læknað sig sjálft með því að breyta um mataræði og lífsstíl,“ segir Vala.Heimsækir þjóðþekkta einstaklinga„Í sumum tilfellum er um að ræða fólk sem áður þurfti að taka lyf en gat með breyttum lífsstíl losað sig alfarið við þau og öðlast betra líf. Sumum tókst jafnvel að grennast í leiðinni án þess að það hafi endilega verið ætlunin. Þá munum við heimsækja þjóðþekkta Íslendinga sem eru að kljást við ýmis hversdagsleg heilsufarsvandamál. Þar kemur Þorbjörg til sögunnar en hún gefur góð ráð um hvaða mat viðkomandi ætti að borða og hverju ráðlagt er að sleppa til að bæta heilsuna.“Hversdagskvillar tæklaðirVala segir ýmis vandamál til umfjöllunar sem margir ættu að kannast við. Í lokin mætir svo Solla til leiks og kennir áhorfendum að búa til holla og bragðgóða rétti sem jafnframt geta slegið á hina ýmsu hversdagskvilla. Auk þess verður boðið upp á allskyns einföld heilsuráð sem nýtast öllum. Vala segir enga ákveðna fyrirmynd að þáttunum. „Víða í fjölmiðlum erlendis er þó verið að fjalla á ýmsan hátt um þátt mataræðis fyrir heilsu og okkar og lífsgæði. Það hefur orðið heilmikil vitundarvakning hjá almenningi um mikilvægi fæðu bæði sem forvörn gegn sjúkdómum og einnig sem lækning við ýmsum kvillum. Við tökum inn allt of mikið af lyfjum sem aðeins slá á einkenni sjúkdóma eða hversdagskvilla. Í mörgum tilfellum reynum hvorki við né læknar að finna rót vandans. Í þáttunum koma fram staðreyndir og reynslusögur frá einstaklingum sem hreinlega geta breytt lífi áhorfenda til batnaðar og það finnst mér mjög spennandi." Heilsa Heilsugengið Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Sjá meira
Heilsugengið er nýr þáttur sem hefur göngu sína á Stöð 2 fimmtudaginn 16. janúar en þar verður fjallað um mataræði og lífsstíl með fjölbreyttum hætti. Þættirnir, sem verða átta talsins, verða í umsjón Völu Matt en henni til halds og trausts verða hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir og heilsu- og hráfæðiskokkurinn Sólveig Eiríksdóttir. Hver þáttur verður þrískiptur. „Fyrst tek ég viðtöl við fólk sem hefur hreinlega læknað sig sjálft með því að breyta um mataræði og lífsstíl,“ segir Vala.Heimsækir þjóðþekkta einstaklinga„Í sumum tilfellum er um að ræða fólk sem áður þurfti að taka lyf en gat með breyttum lífsstíl losað sig alfarið við þau og öðlast betra líf. Sumum tókst jafnvel að grennast í leiðinni án þess að það hafi endilega verið ætlunin. Þá munum við heimsækja þjóðþekkta Íslendinga sem eru að kljást við ýmis hversdagsleg heilsufarsvandamál. Þar kemur Þorbjörg til sögunnar en hún gefur góð ráð um hvaða mat viðkomandi ætti að borða og hverju ráðlagt er að sleppa til að bæta heilsuna.“Hversdagskvillar tæklaðirVala segir ýmis vandamál til umfjöllunar sem margir ættu að kannast við. Í lokin mætir svo Solla til leiks og kennir áhorfendum að búa til holla og bragðgóða rétti sem jafnframt geta slegið á hina ýmsu hversdagskvilla. Auk þess verður boðið upp á allskyns einföld heilsuráð sem nýtast öllum. Vala segir enga ákveðna fyrirmynd að þáttunum. „Víða í fjölmiðlum erlendis er þó verið að fjalla á ýmsan hátt um þátt mataræðis fyrir heilsu og okkar og lífsgæði. Það hefur orðið heilmikil vitundarvakning hjá almenningi um mikilvægi fæðu bæði sem forvörn gegn sjúkdómum og einnig sem lækning við ýmsum kvillum. Við tökum inn allt of mikið af lyfjum sem aðeins slá á einkenni sjúkdóma eða hversdagskvilla. Í mörgum tilfellum reynum hvorki við né læknar að finna rót vandans. Í þáttunum koma fram staðreyndir og reynslusögur frá einstaklingum sem hreinlega geta breytt lífi áhorfenda til batnaðar og það finnst mér mjög spennandi."
Heilsa Heilsugengið Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Sjá meira