Betri innflytjendastefna Ólafur Stephensen skrifar 29. janúar 2014 08:44 Fyrirhugaðar breytingar á útlendingalögum, sem meðal annars eru hugsaðar til að bregðast við mikilli fjölgun hælisleitenda á Íslandi síðustu tvö ár, eru til mikilla bóta. Lykilatriðin í frumvarpi innanríkisráðherra eru tvö. Annars vegar að stytta málsmeðferðartíma, þannig að fólk fái svar innan tveggja sólarhringa um hvort það eigi rétt á að sækja um hæli á Íslandi. Lengri tíma getur svo tekið að fá endanlegt svar um hvort viðkomandi fái hæli. Hins vegar verður sett á fót óháð úrskurðarnefnd, skipuð meðal annars fulltrúum mannúðarsamtaka, til að úrskurða um kærur vegna ákvarðana Útlendingastofnunar. Það fyrirkomulag að innanríkisráðuneytið úrskurði um ákvarðanir undirstofnunar sinnar hefur verið gagnrýnt af stofnunum Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Eins og rakið var í Fréttablaðinu í gær eru þeir sem bezt þekkja til málefna hælisleitenda á því að þessar breytingar bæti réttaröryggi þeirra. Langur málsmeðferðartími er ómannúðlegur og þar að auki skattgreiðendum dýr. Talsmenn Rauða krossins og Mannréttindaskrifstofunnar fagna þannig frumvarpinu. Ekki er við því að búast að allar umsóknir um hæli verði samþykktar þótt þessar breytingar séu gerðar. Vafalaust nýta íslenzk stjórnvöld áfram rétt sinn samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni til að senda hælisleitanda aftur til fyrsta viðkomulands síns. Sumir hælisleitendur eru líka fremur efnahagslegir flóttamenn en pólitískir og einstaka er á flótta undan réttvísinni fremur en pólitískum ofsóknum. Hins vegar var mjög réttur tónn í ræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á þingi. Hún lýsti því þar yfir að hlúa ætti betur að þeim sem þyrftu sannanlega á alþjóðlegri vernd að halda gegn ofsóknum, Ísland gæti lagt meira af mörkum til málaflokksins og við ættum að vera „jákvæð gagnvart því að taka inn til landsins þá einstaklinga sem sannarlega þurfa á alþjóðlegri og pólitískri vernd að halda“. Hanna Birna sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að Ísland ætti ekki bara að veita fleiri hæli sem biðja um það hér, heldur fjölga svokölluðum kvótaflóttamönnum, fólki sem hefur viðurkennda stöðu sem flóttamenn og raunverulega þörf fyrir landvist í öðru ríki. Það er merkileg yfirlýsing, því að árum saman hafa íslenzk stjórnvöld lagt skammarlega lítið af mörkum til lausnar hins alþjóðlega flóttamannavanda. Hanna Birna sagði: „Við vitum að við höfum innviði sem geta tekist á við það og við eigum að vera hugrökk hvað þetta varðar.“ Rétt hjá henni. Loks sagðist innanríkisráðherra þeirrar skoðunar að Ísland ætti almennt að vera opið og umburðarlynt gagnvart innflytjendum og hugsa um þá sem tækifæri fremur en ógn. „Regluverkið á að vera skýrt en við eigum að taka þeim opnum örmum sem vilja búa og starfa hér og vera hluti af samfélagi okkar og eiga rétt á því,“ sagði hún. Í þessari ræðu innanríkisráðherra má greina drög að betri og mannúðlegri flóttamanna- og innflytjendastefnu en við höfum búið við til þessa. Það lofar góðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á útlendingalögum, sem meðal annars eru hugsaðar til að bregðast við mikilli fjölgun hælisleitenda á Íslandi síðustu tvö ár, eru til mikilla bóta. Lykilatriðin í frumvarpi innanríkisráðherra eru tvö. Annars vegar að stytta málsmeðferðartíma, þannig að fólk fái svar innan tveggja sólarhringa um hvort það eigi rétt á að sækja um hæli á Íslandi. Lengri tíma getur svo tekið að fá endanlegt svar um hvort viðkomandi fái hæli. Hins vegar verður sett á fót óháð úrskurðarnefnd, skipuð meðal annars fulltrúum mannúðarsamtaka, til að úrskurða um kærur vegna ákvarðana Útlendingastofnunar. Það fyrirkomulag að innanríkisráðuneytið úrskurði um ákvarðanir undirstofnunar sinnar hefur verið gagnrýnt af stofnunum Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Eins og rakið var í Fréttablaðinu í gær eru þeir sem bezt þekkja til málefna hælisleitenda á því að þessar breytingar bæti réttaröryggi þeirra. Langur málsmeðferðartími er ómannúðlegur og þar að auki skattgreiðendum dýr. Talsmenn Rauða krossins og Mannréttindaskrifstofunnar fagna þannig frumvarpinu. Ekki er við því að búast að allar umsóknir um hæli verði samþykktar þótt þessar breytingar séu gerðar. Vafalaust nýta íslenzk stjórnvöld áfram rétt sinn samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni til að senda hælisleitanda aftur til fyrsta viðkomulands síns. Sumir hælisleitendur eru líka fremur efnahagslegir flóttamenn en pólitískir og einstaka er á flótta undan réttvísinni fremur en pólitískum ofsóknum. Hins vegar var mjög réttur tónn í ræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á þingi. Hún lýsti því þar yfir að hlúa ætti betur að þeim sem þyrftu sannanlega á alþjóðlegri vernd að halda gegn ofsóknum, Ísland gæti lagt meira af mörkum til málaflokksins og við ættum að vera „jákvæð gagnvart því að taka inn til landsins þá einstaklinga sem sannarlega þurfa á alþjóðlegri og pólitískri vernd að halda“. Hanna Birna sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að Ísland ætti ekki bara að veita fleiri hæli sem biðja um það hér, heldur fjölga svokölluðum kvótaflóttamönnum, fólki sem hefur viðurkennda stöðu sem flóttamenn og raunverulega þörf fyrir landvist í öðru ríki. Það er merkileg yfirlýsing, því að árum saman hafa íslenzk stjórnvöld lagt skammarlega lítið af mörkum til lausnar hins alþjóðlega flóttamannavanda. Hanna Birna sagði: „Við vitum að við höfum innviði sem geta tekist á við það og við eigum að vera hugrökk hvað þetta varðar.“ Rétt hjá henni. Loks sagðist innanríkisráðherra þeirrar skoðunar að Ísland ætti almennt að vera opið og umburðarlynt gagnvart innflytjendum og hugsa um þá sem tækifæri fremur en ógn. „Regluverkið á að vera skýrt en við eigum að taka þeim opnum örmum sem vilja búa og starfa hér og vera hluti af samfélagi okkar og eiga rétt á því,“ sagði hún. Í þessari ræðu innanríkisráðherra má greina drög að betri og mannúðlegri flóttamanna- og innflytjendastefnu en við höfum búið við til þessa. Það lofar góðu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun