Óskarstilnefning dregin til baka Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2014 15:18 Lagið er úr samnefndri kvikmynd sem slegið hefur í gegn hjá kristnum Bandaríkjamönnum. Tilnefning lagsins Alone Yet Not Alone til Óskarsverðlauna hefur verið dregin til baka. Ástæðan er sú að höfundur lagsins, Bruce Broughton, er sagður hafa sent meðlimum tónlistardeildar akademíunnar tölvupósta þar sem hann hvatti þá til að veita laginu sérstaka athygli. Broughton er fyrrverandi yfirmaður deildarinnar og því þykja póstsendingarnar sérstaklega óviðeigandi Verða tilnefningar í flokki bestu laga því aðeins fjórar. Í samtali við Hollywood Reporter segist Broughton vera miður sín yfir ákvörðun akademíunnar, honum hafi gengið gott eitt til. „Ég bað fólk einfaldlega að hlusta á lagið og íhuga málið,“ segir hann. Lagið er úr samnefndri kvikmynd sem slegið hefur í gegn hjá kristnum Bandaríkjamönnum, enda er umfjöllunarefni hennar trúarlegs eðlis. Lagið er flutt af vel þekkti kristinni útvarpskonu, sem stundað hefur trúboð og skrifað fjölda bóka. Lögin sem eftir standa í flokknum eru: Happy (Despicable Me 2) Let It Go (Frozen) Ordinary Love (Mandela: Long Walk to Freedom) The Moon Song (Her) Gríðarlega sjaldgæft er að Óskarstilnefning sé dregin til baka. Það hefur þó gerst áður, en tilnefning kvikmyndarinnar The Godfather í flokki bestu kvikmyndatónlistar var afturkölluð þegar í ljós kom að hluti tónlistarinnar hafði áður verið notaður í annarri kvikmynd. Hlusta má á lagið Alone Yet Not Alone í spilaranum hér fyrir neðan. Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir American Hustle og Gravity fengu flestar tilnefningar Óskarsverðlaunahátíðin fer fram þann 2. mars. 16. janúar 2014 13:30 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tilnefning lagsins Alone Yet Not Alone til Óskarsverðlauna hefur verið dregin til baka. Ástæðan er sú að höfundur lagsins, Bruce Broughton, er sagður hafa sent meðlimum tónlistardeildar akademíunnar tölvupósta þar sem hann hvatti þá til að veita laginu sérstaka athygli. Broughton er fyrrverandi yfirmaður deildarinnar og því þykja póstsendingarnar sérstaklega óviðeigandi Verða tilnefningar í flokki bestu laga því aðeins fjórar. Í samtali við Hollywood Reporter segist Broughton vera miður sín yfir ákvörðun akademíunnar, honum hafi gengið gott eitt til. „Ég bað fólk einfaldlega að hlusta á lagið og íhuga málið,“ segir hann. Lagið er úr samnefndri kvikmynd sem slegið hefur í gegn hjá kristnum Bandaríkjamönnum, enda er umfjöllunarefni hennar trúarlegs eðlis. Lagið er flutt af vel þekkti kristinni útvarpskonu, sem stundað hefur trúboð og skrifað fjölda bóka. Lögin sem eftir standa í flokknum eru: Happy (Despicable Me 2) Let It Go (Frozen) Ordinary Love (Mandela: Long Walk to Freedom) The Moon Song (Her) Gríðarlega sjaldgæft er að Óskarstilnefning sé dregin til baka. Það hefur þó gerst áður, en tilnefning kvikmyndarinnar The Godfather í flokki bestu kvikmyndatónlistar var afturkölluð þegar í ljós kom að hluti tónlistarinnar hafði áður verið notaður í annarri kvikmynd. Hlusta má á lagið Alone Yet Not Alone í spilaranum hér fyrir neðan.
Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir American Hustle og Gravity fengu flestar tilnefningar Óskarsverðlaunahátíðin fer fram þann 2. mars. 16. janúar 2014 13:30 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
American Hustle og Gravity fengu flestar tilnefningar Óskarsverðlaunahátíðin fer fram þann 2. mars. 16. janúar 2014 13:30