Uppgjör á Sónar Reykjavík 18. febrúar 2014 18:02 Kristín Larsdóttir Dahl og Hafrún Alda Karlsdóttir hjá Bast magazine komu alla leið frá Kaupmannahöfn til að fara á Sónar, sem haldið var um helgina. „Við þjófstörtuðum festivalinu og héldum Bast magazine x Grotta Zine upphitunarpartý á Paloma á miðvikudagskvöldinu. Það komu um 300 eða 400 manns og það var tryllt stuð allan tímann,“ segir Hafrún, en þetta er í fyrsta skipti sem Bast fer á Sónar Reykjavík. „Við erum ótrúlega ánægðar, hátíðin stóðst allar okkar væntingar og meira en það. Við komum pottþétt aftur að ári liðnu,“ bætir hún við.Kristín Larsdóttir Dahl og Hafrún Alda KarlsdóttirAð sögn Hafrúnar og Kristínar voru mörg atriði sem stóðu uppúr. „HE, James Holden, Gusgus, Starwalker, Kölsh, When Saints go Machine, Cell7, John Hopkins og Bonobo voru öll tryllt,“ segir Kristín og bætir við að bílakjallarinn hafi komið sér reglulega á óvart. „Bílakjallarinn var algjör snilld en þar sáum við til dæmis Evian Christ, Kenton slash Demon og DJ Yamaho. Svo má ekki gleyma Hermigervli sem er algjör partí-stuðpinni.“Á tónleikum GusGus En er Sónar skemmtilegri en Hróaskelda? „Það er erfitt að bera þessar hátíðir saman. Sónar Reykjavík fókuserar náttúrlega meira á raftónlist og eru með fleiri íslenska og óþekkta tónlistarmenn á uppleið sem okkur hjá Bast magazine finnst alltaf spennandi að fá að fylgjast með. Hróaskelda er stór útihátið með allt mögulegt í boði fyrir alla sem er líka alltaf ótrúlega gaman að kíkja á. Við mælum með að fólk kíkji á sem flest tónlistar festivöl því það er ekkert skemmtilegra en að dansa við góða tónlist með skemmtilegu fólki og uppgötva nýja tónlist í leiðinni,“ segir Kristín.Fleiri myndir og nánari umfjöllun um Sónar má sjá hér.Ágústa SveinsdóttirRósa Birgitta ÍsfeldÓðinn Bjarni Hammer og Róbert Róbertsson Sónar Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Kristín Larsdóttir Dahl og Hafrún Alda Karlsdóttir hjá Bast magazine komu alla leið frá Kaupmannahöfn til að fara á Sónar, sem haldið var um helgina. „Við þjófstörtuðum festivalinu og héldum Bast magazine x Grotta Zine upphitunarpartý á Paloma á miðvikudagskvöldinu. Það komu um 300 eða 400 manns og það var tryllt stuð allan tímann,“ segir Hafrún, en þetta er í fyrsta skipti sem Bast fer á Sónar Reykjavík. „Við erum ótrúlega ánægðar, hátíðin stóðst allar okkar væntingar og meira en það. Við komum pottþétt aftur að ári liðnu,“ bætir hún við.Kristín Larsdóttir Dahl og Hafrún Alda KarlsdóttirAð sögn Hafrúnar og Kristínar voru mörg atriði sem stóðu uppúr. „HE, James Holden, Gusgus, Starwalker, Kölsh, When Saints go Machine, Cell7, John Hopkins og Bonobo voru öll tryllt,“ segir Kristín og bætir við að bílakjallarinn hafi komið sér reglulega á óvart. „Bílakjallarinn var algjör snilld en þar sáum við til dæmis Evian Christ, Kenton slash Demon og DJ Yamaho. Svo má ekki gleyma Hermigervli sem er algjör partí-stuðpinni.“Á tónleikum GusGus En er Sónar skemmtilegri en Hróaskelda? „Það er erfitt að bera þessar hátíðir saman. Sónar Reykjavík fókuserar náttúrlega meira á raftónlist og eru með fleiri íslenska og óþekkta tónlistarmenn á uppleið sem okkur hjá Bast magazine finnst alltaf spennandi að fá að fylgjast með. Hróaskelda er stór útihátið með allt mögulegt í boði fyrir alla sem er líka alltaf ótrúlega gaman að kíkja á. Við mælum með að fólk kíkji á sem flest tónlistar festivöl því það er ekkert skemmtilegra en að dansa við góða tónlist með skemmtilegu fólki og uppgötva nýja tónlist í leiðinni,“ segir Kristín.Fleiri myndir og nánari umfjöllun um Sónar má sjá hér.Ágústa SveinsdóttirRósa Birgitta ÍsfeldÓðinn Bjarni Hammer og Róbert Róbertsson
Sónar Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira