Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Akureyri 27-22 | Sama lið vann fyrir sex dögum Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 22. febrúar 2014 11:42 Eyjamenn unnu leikmenn Akureyrar í dag, 27-22, í annað skiptið á einungis sex dögum og styrktu því stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Það sem skildi liðin að var markvarslan sem var mun betri hjá heimamönnum. Leikurinn byrjaði ansi fjörlega og komust Akureyringar yfir strax í byrjun með góðum sóknarleik og ennþá betri varnarleik sem virtist illviðráðanlegur fyrir Eyjamenn.Bjarni Fritzson kom sínum mönnum tveimur mörkum yfir í stöðuna 4-6 en þá mætti stuðningsmannasveit Eyjamanna í húsið og á sama tíma fengu tveir leikmenn gestanna tveggja mínútna brottvísanir. ÍBV nýtti sér liðsmuninn og skoruðu fimm mörk í röð en á þeim tíu mínútna kafla tókst gestunum ekki að koma boltanum framhjá KolbeiniArnarsyni sem stóð í marki Eyjamanna allan leikinn. Staðan í hálfleik var 10-8 en í byrjun seinni hálfleik tókst gestunum að minnka muninn niður í eitt mark með sterkum sóknar- og varnarleik eins og í upphafi leiks. Staðan var svo orðin jöfn 16-16 þegar að Bjarni Fritzson prjónaði sig í gegn og lyfti boltanum skemmtilega yfir Kolbein í markinu.Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson skoruðu næstu fimm mörk heimamanna sem komu sér í þægilega stöðu fyrir seinasta kafla leiksins. Vörn Akureyrar opnaðist upp á gátt þegar að þeir ætluðu sér að setja pressu á Eyjamenn sem nýttu sér það hrikalega vel.Guðni Ingvarsson átti frábæran leik en hann spilaði mikið bæði í vörn og sókn og nýtti öll sín færi. Leiknum lauk svo með fimm marka sigri heimamanna 27-22 sem styrkja stöðu sína í 2. sætinu á meðan að gestirnir sitja í næst neðsta sæti deildarinnar og virðast vera fastir þar.Kolbeinn Aron Arnarson: Markmiðið var að halda sér uppi „Það er gott að taka þá annan leikinn í röð, mér finnst við vera algjörlega með þá,“ sagði Kolbeinn Aron Arnarson leikmaður Eyjamanna eftir sigurinn. „Við vinnum leikina okkar á vörninni. Markmiðið mitt fyrir tímabilið var bara að halda okkur í deildinni en allt sem gerist gott í viðbót við það er bara frábært,“ sagði Kolbeinn Aron sem varði 18 bolta í markinu í dag. Sóknarleikur Eyjamanna gekk illa fyrstu tuttugu mínúturnar og skoruðu þeir aðeins fjögur mörk á þeim tíma. Kolbeinn segist ekki koma nálægt því og sé aðeins í markinu en bætti þó við í gríni að hann haldi stundum að hann geti gert betur sjálfur .Heimir Örn Árnason: Við verðum að vinna næsta leik „Þetta var mjög svipaður leikur og seinast, við lendum undir en náum þeim í seinni. Munurinn er sá að þeir eru með fleiri sóknarvopn heldur en við,“ sagði Heimir Örn Árnason þjálfari Akureyrar eftir fimm marka tap í Eyjum í dag. „Þessi stóri í markinu fór bara að verja í lokin, hann stóð sig vel þó svo að hann hafi átt skilið að fá skot í hausinn fyrir atvikið í lokin,“ sagði Heimir en Kolbeinn sneri sér við og reyndi að verja með því að snúa öfugt í markinu þegar nokkrar mínútur voru eftir. „Það eru sex leikir eftir og við verðum að vinna næsta leik annars erum við fastir í þessu sæti,“ sagði Heimir að lokum en ÍR-ingar sækja leikmenn Akureyrar heim í næstu umferð. Olís-deild karla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira
Eyjamenn unnu leikmenn Akureyrar í dag, 27-22, í annað skiptið á einungis sex dögum og styrktu því stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Það sem skildi liðin að var markvarslan sem var mun betri hjá heimamönnum. Leikurinn byrjaði ansi fjörlega og komust Akureyringar yfir strax í byrjun með góðum sóknarleik og ennþá betri varnarleik sem virtist illviðráðanlegur fyrir Eyjamenn.Bjarni Fritzson kom sínum mönnum tveimur mörkum yfir í stöðuna 4-6 en þá mætti stuðningsmannasveit Eyjamanna í húsið og á sama tíma fengu tveir leikmenn gestanna tveggja mínútna brottvísanir. ÍBV nýtti sér liðsmuninn og skoruðu fimm mörk í röð en á þeim tíu mínútna kafla tókst gestunum ekki að koma boltanum framhjá KolbeiniArnarsyni sem stóð í marki Eyjamanna allan leikinn. Staðan í hálfleik var 10-8 en í byrjun seinni hálfleik tókst gestunum að minnka muninn niður í eitt mark með sterkum sóknar- og varnarleik eins og í upphafi leiks. Staðan var svo orðin jöfn 16-16 þegar að Bjarni Fritzson prjónaði sig í gegn og lyfti boltanum skemmtilega yfir Kolbein í markinu.Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson skoruðu næstu fimm mörk heimamanna sem komu sér í þægilega stöðu fyrir seinasta kafla leiksins. Vörn Akureyrar opnaðist upp á gátt þegar að þeir ætluðu sér að setja pressu á Eyjamenn sem nýttu sér það hrikalega vel.Guðni Ingvarsson átti frábæran leik en hann spilaði mikið bæði í vörn og sókn og nýtti öll sín færi. Leiknum lauk svo með fimm marka sigri heimamanna 27-22 sem styrkja stöðu sína í 2. sætinu á meðan að gestirnir sitja í næst neðsta sæti deildarinnar og virðast vera fastir þar.Kolbeinn Aron Arnarson: Markmiðið var að halda sér uppi „Það er gott að taka þá annan leikinn í röð, mér finnst við vera algjörlega með þá,“ sagði Kolbeinn Aron Arnarson leikmaður Eyjamanna eftir sigurinn. „Við vinnum leikina okkar á vörninni. Markmiðið mitt fyrir tímabilið var bara að halda okkur í deildinni en allt sem gerist gott í viðbót við það er bara frábært,“ sagði Kolbeinn Aron sem varði 18 bolta í markinu í dag. Sóknarleikur Eyjamanna gekk illa fyrstu tuttugu mínúturnar og skoruðu þeir aðeins fjögur mörk á þeim tíma. Kolbeinn segist ekki koma nálægt því og sé aðeins í markinu en bætti þó við í gríni að hann haldi stundum að hann geti gert betur sjálfur .Heimir Örn Árnason: Við verðum að vinna næsta leik „Þetta var mjög svipaður leikur og seinast, við lendum undir en náum þeim í seinni. Munurinn er sá að þeir eru með fleiri sóknarvopn heldur en við,“ sagði Heimir Örn Árnason þjálfari Akureyrar eftir fimm marka tap í Eyjum í dag. „Þessi stóri í markinu fór bara að verja í lokin, hann stóð sig vel þó svo að hann hafi átt skilið að fá skot í hausinn fyrir atvikið í lokin,“ sagði Heimir en Kolbeinn sneri sér við og reyndi að verja með því að snúa öfugt í markinu þegar nokkrar mínútur voru eftir. „Það eru sex leikir eftir og við verðum að vinna næsta leik annars erum við fastir í þessu sæti,“ sagði Heimir að lokum en ÍR-ingar sækja leikmenn Akureyrar heim í næstu umferð.
Olís-deild karla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Sjá meira