John Wooden veitir Patreki innblástur Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2014 16:30 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka og austurríska handboltalandsliðsins, gerir fátt rangt þessa dagana en honum hefur aldrei gengið betur á sínum þjálfaraferli. Eftir erfiða tíma með Stjörnunni þar sem hrunið setti strik í reikninginn fór allt í vaskinn hjá Val á síðasta tímabili þar sem hann var látinn fara á miðju tímabili. „Við vorum ekki með nógu sterkt lið og það sást bara á því hvernig þeir fóru að versla eftir tímabilið,“ segir Patrekur Jóhannesson um tímann hjá Val. „Það var frábær skóli og ég er ánægður að hafa gengið í gegnum það og eins hjá Stjörnunni þegar allt fór á hausinn þar og menn hættu að henda pening í handboltann.“ Patrekur var í viðtali og nærmynd í sunnudags íþróttapakka Stöðvar 2 þar sem hann ræddi þetta blómaskeið á sínum ferli en hann þakkar sínum samstarfsmönnum sem hjálpuðu honum til dæmis þegar Patrekur var á EM í Austurríki. „Ég er með gott teymi í kringum mig. Það þarf allt að ganga upp en á móti gerist eins og í janúar þegar ég er ekki á staðnum í 2-3 vikur. Auðvitað er það óþægilegt en þegar ég er hérna á Íslandi get ég komið hingað klukkan átta og farið að undirbúa kvöldið,“ segir Patrekur sem er ánægður með starfið á Ásvöllum og pressunni sem því fylgir. „Haukar eru flott félag og kröfurnar eru miklar. Maður fann fyrir því í vetur þegar við vorum ekki búnir að tapa leik í einhverja fimm mánuði. Við töpuðum leik á móti Fram og þá kom hérna ein ágætis kona sem var óánægð og hún lét mig bara vita af því,“ segir hann.Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, og MatthíasÁrniIngimarsson, lýsa Patreki en varnar- og línurmaðurinn hefur þetta um þjálfarann sinn að segja: „Það sem sker Patta úr er hvað hann er rosalega áhugasamur um þetta. Hann er í þessu 9-5 og jafnvel lengur. Hann vinnur við þetta og er allan daginn að stúdera handbolta.“ Patrekur sækir innblástur m.a. í körfuboltaþjálfarann goðsagnakennda JohnWooden sem vann tíu meistaratitla með UCLA-háskólanum í Bandaríkjunum, þar af sjö í röð, en það hefur aldrei verið leikið eftir. Wooden starfaði þar á árunum 1948–1975. „Það var nú Óli Stef sem benti mér á þær bækur,“ segir Patrekur en innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.Vísir/Daníel Olís-deild karla Tengdar fréttir Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Sex leikja sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla lauk í Safamýri í gær þegar liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum Fram, 21-18. 21. febrúar 2014 13:15 Umfjöllun: Fram - Haukar 21-18 | Fyrsta tap Hauka í fimm mánuði Íslandsmeistarar Fram stöðvuðu sigurgöngu Hauka með glæsilegum þriggja marka sigri, 21-18, á heimavelli sínum í Safamýri í kvöld. 20. febrúar 2014 16:33 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka og austurríska handboltalandsliðsins, gerir fátt rangt þessa dagana en honum hefur aldrei gengið betur á sínum þjálfaraferli. Eftir erfiða tíma með Stjörnunni þar sem hrunið setti strik í reikninginn fór allt í vaskinn hjá Val á síðasta tímabili þar sem hann var látinn fara á miðju tímabili. „Við vorum ekki með nógu sterkt lið og það sást bara á því hvernig þeir fóru að versla eftir tímabilið,“ segir Patrekur Jóhannesson um tímann hjá Val. „Það var frábær skóli og ég er ánægður að hafa gengið í gegnum það og eins hjá Stjörnunni þegar allt fór á hausinn þar og menn hættu að henda pening í handboltann.“ Patrekur var í viðtali og nærmynd í sunnudags íþróttapakka Stöðvar 2 þar sem hann ræddi þetta blómaskeið á sínum ferli en hann þakkar sínum samstarfsmönnum sem hjálpuðu honum til dæmis þegar Patrekur var á EM í Austurríki. „Ég er með gott teymi í kringum mig. Það þarf allt að ganga upp en á móti gerist eins og í janúar þegar ég er ekki á staðnum í 2-3 vikur. Auðvitað er það óþægilegt en þegar ég er hérna á Íslandi get ég komið hingað klukkan átta og farið að undirbúa kvöldið,“ segir Patrekur sem er ánægður með starfið á Ásvöllum og pressunni sem því fylgir. „Haukar eru flott félag og kröfurnar eru miklar. Maður fann fyrir því í vetur þegar við vorum ekki búnir að tapa leik í einhverja fimm mánuði. Við töpuðum leik á móti Fram og þá kom hérna ein ágætis kona sem var óánægð og hún lét mig bara vita af því,“ segir hann.Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, og MatthíasÁrniIngimarsson, lýsa Patreki en varnar- og línurmaðurinn hefur þetta um þjálfarann sinn að segja: „Það sem sker Patta úr er hvað hann er rosalega áhugasamur um þetta. Hann er í þessu 9-5 og jafnvel lengur. Hann vinnur við þetta og er allan daginn að stúdera handbolta.“ Patrekur sækir innblástur m.a. í körfuboltaþjálfarann goðsagnakennda JohnWooden sem vann tíu meistaratitla með UCLA-háskólanum í Bandaríkjunum, þar af sjö í röð, en það hefur aldrei verið leikið eftir. Wooden starfaði þar á árunum 1948–1975. „Það var nú Óli Stef sem benti mér á þær bækur,“ segir Patrekur en innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.Vísir/Daníel
Olís-deild karla Tengdar fréttir Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Sex leikja sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla lauk í Safamýri í gær þegar liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum Fram, 21-18. 21. febrúar 2014 13:15 Umfjöllun: Fram - Haukar 21-18 | Fyrsta tap Hauka í fimm mánuði Íslandsmeistarar Fram stöðvuðu sigurgöngu Hauka með glæsilegum þriggja marka sigri, 21-18, á heimavelli sínum í Safamýri í kvöld. 20. febrúar 2014 16:33 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira
Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Sex leikja sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla lauk í Safamýri í gær þegar liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum Fram, 21-18. 21. febrúar 2014 13:15
Umfjöllun: Fram - Haukar 21-18 | Fyrsta tap Hauka í fimm mánuði Íslandsmeistarar Fram stöðvuðu sigurgöngu Hauka með glæsilegum þriggja marka sigri, 21-18, á heimavelli sínum í Safamýri í kvöld. 20. febrúar 2014 16:33