Þjóðverjar heillast af Jójó 20. mars 2014 19:00 Steinunn Sigurðardóttir og Guðrún Vilmundardóttir Vísir/Úr einkasafni/Anton Brink Jójó, skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, sem út kom hjá Bjarti 2011 er nú nýútkomin í Þýskalandi og hefur vakið athygli. „Fyrstu viðbrögð þar eru einfaldlega frábær og hefur Hamburger Abendblatt valið hana eina af tíu bestu bókum vorsins í Þýskalandi,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts. „Kvöldblaðið í Hamborg kallaði bókina kannski undursamlegastu bók þessa vors,“ heldur hún áfram. Ferill Steinunnar í Þýskalandi er langur, nær allt aftur til 1997, og hafa skáldsögur hennar almennt hlotið góðar undirtektir gagnrýnenda. Jójó er sjöunda skáldsaga Steinunnar á þýsku, í þýðingu Colettu Burling, og komur út hjá útgáfurisanum Rowohlt þar í landi. Þá kom ljóðabók Steinunnar, Ástarljóð af landi, út 2011, í tvítyngdri viðhafnarútgáfu, með vatnslitamyndum Georgs Guðna, sem voru meðal síðustu verka hans. Ljóðabókin heitir á þýsku: Sternenstaub auf den Fingerkuppen. Steinunn er nýkomin af bókamessunni í Leipzig, en það er ein stærsta bókamessa Þýskalands, þar sem lesendur eru í öndvegi, en ekki bara fagmenn, einsog til dæmis í Frankfurt. „Steinunn hafði þann heiður að opna Bláa sófann, en helstu viðburðir hátíðarinnar fara fram í þessum fræga bláa sófa. Steinunn svaraði þar spurningum um Jójó, sem var svo þar að auki kynnt með fimm upplestrum víðs vegar um borgina meðan á bókamessunni stóð. Hinn síðasti var í Listasafni Leipzig, Museum der Bildende Kunste, þar sem Steinunn las fyrir fullum sal af áheyrendum innanum nútímalistaverk,“ segir Guðrún og bætir við að Steinunn kynni verk sín á þýsku og lesi upp úr þýsku þýðingunni. Steinunn er bókuð í Jójó upplestra til hausts, þar á meðal í norrænu sendiráðunum í Berlín um miðjan apríl og í fjórum Bókmenntahúsum í Þýskalandi, eða Literaturhaus, sem eru öflugar bókmenntastofnanir og eftirsóttar til upplestra. Í næstu viku kemur Steinunn fram í einum helsta menningarsjónvarpsþætti Þýskalands, Kulturzeit hjá 3Sat. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Jójó, skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, sem út kom hjá Bjarti 2011 er nú nýútkomin í Þýskalandi og hefur vakið athygli. „Fyrstu viðbrögð þar eru einfaldlega frábær og hefur Hamburger Abendblatt valið hana eina af tíu bestu bókum vorsins í Þýskalandi,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts. „Kvöldblaðið í Hamborg kallaði bókina kannski undursamlegastu bók þessa vors,“ heldur hún áfram. Ferill Steinunnar í Þýskalandi er langur, nær allt aftur til 1997, og hafa skáldsögur hennar almennt hlotið góðar undirtektir gagnrýnenda. Jójó er sjöunda skáldsaga Steinunnar á þýsku, í þýðingu Colettu Burling, og komur út hjá útgáfurisanum Rowohlt þar í landi. Þá kom ljóðabók Steinunnar, Ástarljóð af landi, út 2011, í tvítyngdri viðhafnarútgáfu, með vatnslitamyndum Georgs Guðna, sem voru meðal síðustu verka hans. Ljóðabókin heitir á þýsku: Sternenstaub auf den Fingerkuppen. Steinunn er nýkomin af bókamessunni í Leipzig, en það er ein stærsta bókamessa Þýskalands, þar sem lesendur eru í öndvegi, en ekki bara fagmenn, einsog til dæmis í Frankfurt. „Steinunn hafði þann heiður að opna Bláa sófann, en helstu viðburðir hátíðarinnar fara fram í þessum fræga bláa sófa. Steinunn svaraði þar spurningum um Jójó, sem var svo þar að auki kynnt með fimm upplestrum víðs vegar um borgina meðan á bókamessunni stóð. Hinn síðasti var í Listasafni Leipzig, Museum der Bildende Kunste, þar sem Steinunn las fyrir fullum sal af áheyrendum innanum nútímalistaverk,“ segir Guðrún og bætir við að Steinunn kynni verk sín á þýsku og lesi upp úr þýsku þýðingunni. Steinunn er bókuð í Jójó upplestra til hausts, þar á meðal í norrænu sendiráðunum í Berlín um miðjan apríl og í fjórum Bókmenntahúsum í Þýskalandi, eða Literaturhaus, sem eru öflugar bókmenntastofnanir og eftirsóttar til upplestra. Í næstu viku kemur Steinunn fram í einum helsta menningarsjónvarpsþætti Þýskalands, Kulturzeit hjá 3Sat.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið