Frábær kvennabardagi á laugardaginn Pétur Marinó Jónsson skrifar 16. apríl 2014 22:45 Liz Carmouche á bakinu á Ronda Rousey Vísir/Getty Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti UFC bardagi kvenna fór fram þann 23. febrúar 2013 þegar Ronda Rousey mætti Liz Carmouche í aðalbardaga kvöldsins. Rousey sigraði eftir “armbar” í fyrstu lotu og er hún enn ríkjandi meistari í bantamvigt kvenna í UFC og ein stærsta stjarnan í MMA í dag. Tveir fyrrum andstæðingar hennar, Miesha Tate og Liz Carmouche, mætast á laugardaginn. Báðar hafa þær tapað gegn Rousey eftir “armbar” í fyrstu lotu og hefur Tate meira að segja tapað tvisvar fyrir henni, í bæði skiptin eftir “armbar” í fyrstu lotu. Liz Carmouche er fyrsti opinberlega samkynhneigði bardagamaðurinn í UFC. Hún var í bandaríska hernum í 5 ár áður en hún gerði MMA að atvinnu sinni. Upphaflega hóf hún að æfa MMA til að reyna að finna skemmtilega líkamsrækt en fann fljótt að þetta var eitthvað sem hún var góð í. Miesha Tate er ein þekktasta bardagakona heims um þessar mundir. Hún var meistarinn í bantamvigt kvenna í Strikeforce áður en Ronda Rousey tók titilinn af henni. Á sínum yngri árum æfði hún með strákaliði skólans í glímu og varð ríkismeistari í kvennaflokki. Eftir að vinkona Tate dró hana með sér á MMA æfingu átti íþróttin hug hennar allan. Þar kynntist hún einnig núverandi unnusta sínum, UFC bardagamanninum Bryan Caraway. Miesha Tate og Ronda Rousey hafa lengi eldað grátt silfur saman. Í fyrsta bardaga þeirra ætlaði Tate ekki að gefast upp þegar Rousey náði henni í “armbar” og brotnaði því höndin. Þær voru svo þjálfarar andspænis hvor annarri í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem hatur þeirra á hvor annarri jókst statt og stöðugt. Þegar Rousey sigraði Tate í annað sinn í desember 2013 neitaði hún að taka í hönd Tate. Illindin milli þeirra hefðu getað endað þarna en svo virtist sem Rousey hafi ekki verið tilbúin að grafa stríðsöxina. Bardaginn er næst síðasti bardagi kvöldsins en aðrir bardagar kvöldsins eru Brad Tavares gegn Yoel Romero, Donald Cerrone gegn Edzon Barboza og aðalbardagi kvöldsins er milli Fabricio Werdum og Travis Browne.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Sjá meira
Laugardagskvöldið 19. apríl er stórskemmtilegur UFC viðburður þegar Fabricio Werdum mætir Travis Browne í mikilvægum bardaga í þungavigtinni. Sama kvöld mætast þær Miesha Tate og Liz Carmouche í skemmtilegum bardaga í bantamvigt kvenna. Bardagaveislan hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti UFC bardagi kvenna fór fram þann 23. febrúar 2013 þegar Ronda Rousey mætti Liz Carmouche í aðalbardaga kvöldsins. Rousey sigraði eftir “armbar” í fyrstu lotu og er hún enn ríkjandi meistari í bantamvigt kvenna í UFC og ein stærsta stjarnan í MMA í dag. Tveir fyrrum andstæðingar hennar, Miesha Tate og Liz Carmouche, mætast á laugardaginn. Báðar hafa þær tapað gegn Rousey eftir “armbar” í fyrstu lotu og hefur Tate meira að segja tapað tvisvar fyrir henni, í bæði skiptin eftir “armbar” í fyrstu lotu. Liz Carmouche er fyrsti opinberlega samkynhneigði bardagamaðurinn í UFC. Hún var í bandaríska hernum í 5 ár áður en hún gerði MMA að atvinnu sinni. Upphaflega hóf hún að æfa MMA til að reyna að finna skemmtilega líkamsrækt en fann fljótt að þetta var eitthvað sem hún var góð í. Miesha Tate er ein þekktasta bardagakona heims um þessar mundir. Hún var meistarinn í bantamvigt kvenna í Strikeforce áður en Ronda Rousey tók titilinn af henni. Á sínum yngri árum æfði hún með strákaliði skólans í glímu og varð ríkismeistari í kvennaflokki. Eftir að vinkona Tate dró hana með sér á MMA æfingu átti íþróttin hug hennar allan. Þar kynntist hún einnig núverandi unnusta sínum, UFC bardagamanninum Bryan Caraway. Miesha Tate og Ronda Rousey hafa lengi eldað grátt silfur saman. Í fyrsta bardaga þeirra ætlaði Tate ekki að gefast upp þegar Rousey náði henni í “armbar” og brotnaði því höndin. Þær voru svo þjálfarar andspænis hvor annarri í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem hatur þeirra á hvor annarri jókst statt og stöðugt. Þegar Rousey sigraði Tate í annað sinn í desember 2013 neitaði hún að taka í hönd Tate. Illindin milli þeirra hefðu getað endað þarna en svo virtist sem Rousey hafi ekki verið tilbúin að grafa stríðsöxina. Bardaginn er næst síðasti bardagi kvöldsins en aðrir bardagar kvöldsins eru Brad Tavares gegn Yoel Romero, Donald Cerrone gegn Edzon Barboza og aðalbardagi kvöldsins er milli Fabricio Werdum og Travis Browne.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Fleiri fréttir Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Sjá meira