Heimir: Útlendingurinn stóð ekki undir væntingum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. apríl 2014 22:30 Heimir Örn Árnason og hans menn frá Akureyri verða áfram í Olís-deildinni. Vísir/Daníel Akureyri vann HK, 31-23, í lokaumferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld og fyrst ÍR tapaði heima fyrir FH endaði Akureyri í sjötta sæti deildarinnar og sleppur við umspilið. „Þrátt fyrir að þetta umspil verði kannski ekki neitt þá er bara heiðurinn að komast upp í 6. sæti,“ sagði Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. Akureyri stefndi hraðbyri að sjöunda sætinu eftir erfitt gengi um mitt mót og voru ekki margir sem höfðu trú á því að liðið gæti bjargað sér frá umspilinu. Norðanmenn girtu sig aftur á móti í brók og tóku á mikinn sprett í þriðju umferðinni. Það vann þrjá leiki og gerði tvö jafntefli í síðustu sex leikjum sínum á meðan önnur lið í kringum það hrundu. „Þótt að það hafi ekki verið þú þá voru nokkrir sem voru að halda því fram að við værum að fara að enda í sjöunda sæti og þess vegna er maður alveg hrikalega stoltur af þessum lokaspretti. Við tókum einhverja átta af tíu held ég. Við fórum í Fjörðinn og tókum tvö stig og erum bara mjög stoltir með liðið og endirinn. Það kom bara í ljós að við erum ekkert með verri lið en hinir,“ sagði Heimir. Heimir þakkar brotthvarfi Vladimir Zejaks fyrir góðan árangur liðsins á seinni hluta mótsins en hann stóð svo sannarlega ekki undir væntingum. „Við ætluðum náttúrulega að byggja liðið í kringum þennan útlending sem kom. Hann stóð svo ekki undir væntingum. Eftir að hann fór þá var bara allt upp á við og við erum bara hrikalega ánægðir með þetta, ótrúlega stoltir af okkar liði.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-23 | Norðanmenn tryggðu sæti sitt Akureyri verður áfram í Olís-deildinni í handbolta eftir sigur á Akureyri í kvöld en önnur úrslit féllu með liðinu. 14. apríl 2014 17:48 Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli.“ Sport Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Akureyri vann HK, 31-23, í lokaumferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld og fyrst ÍR tapaði heima fyrir FH endaði Akureyri í sjötta sæti deildarinnar og sleppur við umspilið. „Þrátt fyrir að þetta umspil verði kannski ekki neitt þá er bara heiðurinn að komast upp í 6. sæti,“ sagði Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. Akureyri stefndi hraðbyri að sjöunda sætinu eftir erfitt gengi um mitt mót og voru ekki margir sem höfðu trú á því að liðið gæti bjargað sér frá umspilinu. Norðanmenn girtu sig aftur á móti í brók og tóku á mikinn sprett í þriðju umferðinni. Það vann þrjá leiki og gerði tvö jafntefli í síðustu sex leikjum sínum á meðan önnur lið í kringum það hrundu. „Þótt að það hafi ekki verið þú þá voru nokkrir sem voru að halda því fram að við værum að fara að enda í sjöunda sæti og þess vegna er maður alveg hrikalega stoltur af þessum lokaspretti. Við tókum einhverja átta af tíu held ég. Við fórum í Fjörðinn og tókum tvö stig og erum bara mjög stoltir með liðið og endirinn. Það kom bara í ljós að við erum ekkert með verri lið en hinir,“ sagði Heimir. Heimir þakkar brotthvarfi Vladimir Zejaks fyrir góðan árangur liðsins á seinni hluta mótsins en hann stóð svo sannarlega ekki undir væntingum. „Við ætluðum náttúrulega að byggja liðið í kringum þennan útlending sem kom. Hann stóð svo ekki undir væntingum. Eftir að hann fór þá var bara allt upp á við og við erum bara hrikalega ánægðir með þetta, ótrúlega stoltir af okkar liði.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-23 | Norðanmenn tryggðu sæti sitt Akureyri verður áfram í Olís-deildinni í handbolta eftir sigur á Akureyri í kvöld en önnur úrslit féllu með liðinu. 14. apríl 2014 17:48 Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli.“ Sport Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-23 | Norðanmenn tryggðu sæti sitt Akureyri verður áfram í Olís-deildinni í handbolta eftir sigur á Akureyri í kvöld en önnur úrslit féllu með liðinu. 14. apríl 2014 17:48