Allt undir í Breiðholtinu: ÍR getur farið í fall-umspil eða úrslitakeppnina Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. apríl 2014 16:45 Sturla Ásgeirsson og félagar í ÍR þurfa að vinna í kvöld. Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld. Spennan er mikil þar sem enn er barist um þriðja til sjöunda sæti deildarinnar og geta lið svo sannarlega haft sætaskipti í kvöld. ÍR er í áhugaverðri stöðu því liðið getur komist í úrslitakeppnina, haldið sæti sínu án þess að komast í hana eða lent í 7. sæti og farið í umspil við liðin í 1. deildinni um áframhaldandi veru í Olís-deildinni. ÍR-ingar eru í sjötta sæti með 18 stig og taka á móti FH-ingum sem sem eru sæti ofar með 19 stig. Framarar eru í fjórða sæti, síðasta úrslitakeppnissætinu, með 20 stig. Breiðhyltingar taka á móti FH í kvöld í Austurbergi en leikurinn hefst klukkan 19.30. Með sigri kemst ÍR í 20 stig og jafnar Fram að stigum svo framarlega að Fram nær ekki í stig gegn erkifjendum sínum í Val á útivelli í kvöld. ÍR batt enda á fjögurra leikja taphrinu í síðustu umferð þegar liðið vann Fram í Safamýri og er því með betri árangur í innbyrðis viðureignum. Sigur í kvöld og tap hjá Fram þýðir sem sagt að ÍR kemst í úrslitakeppnina þar sem liðið myndi mæta deildar- og bikarmeisturum Hauka. Vinni FH aftur á móti í kvöld getur það komist í úrslitakeppnina. Jafntefli dugar FH en þá þarf það að treysta á að Valur vinni Fram. Framarar eru einnig undir í innbyrðisviðureignum sínum gegn FH og missa af úrslitakeppninni jafni Hafnfirðingarnir þá að stigum. En það er ekki bara úrslitakeppnin sem ÍR þarf að hugsa um heldur einnig fall-umspilið. Tapi ÍR í kvöld og Akureyri vinnur botnlið HK, sem verður að teljast ansi líklegt, jafnar Akureyri ÍR-inga að stigum. Akureyri vann tvo af þremur leikjum sínum gegn ÍR í vetur og er því yfir í innbyrðisviðureignum liðanna. Jafntefli forðar ÍR frá umspilinu sama hvað en tap gæti þýtt meiri spennu í Breiðholtinu fram á sumar.Til að komast í úrslitakeppnina þarf ÍR að vinna FH og treysta á að Valur vinni Fram.Til að halda sæti sínu í deildinni þarf ÍR a.m.k. að gera jafntefli í kvöld en tap er í lagi ef HK nær stigi af Akureyri.Til að enda í sjöunda sæti og fara í umspilið þyrfti ÍR að tapa í kvöld og Akureyri að vinna HK. Olís-deild karla Tengdar fréttir Lokabaráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni er í kvöld Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld en þar munu þrjú lið berjast um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. 14. apríl 2014 14:30 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira
Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld. Spennan er mikil þar sem enn er barist um þriðja til sjöunda sæti deildarinnar og geta lið svo sannarlega haft sætaskipti í kvöld. ÍR er í áhugaverðri stöðu því liðið getur komist í úrslitakeppnina, haldið sæti sínu án þess að komast í hana eða lent í 7. sæti og farið í umspil við liðin í 1. deildinni um áframhaldandi veru í Olís-deildinni. ÍR-ingar eru í sjötta sæti með 18 stig og taka á móti FH-ingum sem sem eru sæti ofar með 19 stig. Framarar eru í fjórða sæti, síðasta úrslitakeppnissætinu, með 20 stig. Breiðhyltingar taka á móti FH í kvöld í Austurbergi en leikurinn hefst klukkan 19.30. Með sigri kemst ÍR í 20 stig og jafnar Fram að stigum svo framarlega að Fram nær ekki í stig gegn erkifjendum sínum í Val á útivelli í kvöld. ÍR batt enda á fjögurra leikja taphrinu í síðustu umferð þegar liðið vann Fram í Safamýri og er því með betri árangur í innbyrðis viðureignum. Sigur í kvöld og tap hjá Fram þýðir sem sagt að ÍR kemst í úrslitakeppnina þar sem liðið myndi mæta deildar- og bikarmeisturum Hauka. Vinni FH aftur á móti í kvöld getur það komist í úrslitakeppnina. Jafntefli dugar FH en þá þarf það að treysta á að Valur vinni Fram. Framarar eru einnig undir í innbyrðisviðureignum sínum gegn FH og missa af úrslitakeppninni jafni Hafnfirðingarnir þá að stigum. En það er ekki bara úrslitakeppnin sem ÍR þarf að hugsa um heldur einnig fall-umspilið. Tapi ÍR í kvöld og Akureyri vinnur botnlið HK, sem verður að teljast ansi líklegt, jafnar Akureyri ÍR-inga að stigum. Akureyri vann tvo af þremur leikjum sínum gegn ÍR í vetur og er því yfir í innbyrðisviðureignum liðanna. Jafntefli forðar ÍR frá umspilinu sama hvað en tap gæti þýtt meiri spennu í Breiðholtinu fram á sumar.Til að komast í úrslitakeppnina þarf ÍR að vinna FH og treysta á að Valur vinni Fram.Til að halda sæti sínu í deildinni þarf ÍR a.m.k. að gera jafntefli í kvöld en tap er í lagi ef HK nær stigi af Akureyri.Til að enda í sjöunda sæti og fara í umspilið þyrfti ÍR að tapa í kvöld og Akureyri að vinna HK.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Lokabaráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni er í kvöld Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld en þar munu þrjú lið berjast um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. 14. apríl 2014 14:30 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira
Lokabaráttan um síðasta sætið í úrslitakeppninni er í kvöld Lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta fer fram í kvöld en þar munu þrjú lið berjast um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. 14. apríl 2014 14:30