Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 26-27 | Oddaleikur í Eyjum Stefán Árni Pálsson í Vodafone-höllinni skrifar 29. apríl 2014 11:48 Guðmundur Hólmar Helgason reynir línusendingu í baráttu við Róbert Aron Hostert. Vísir/Daníel Eyjamenn náðu að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld þegar liðið vann Val, 27-26, í fjórða leik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu. Staðan er því 2-2 og liðin mætast því í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16:00 í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson var hetja Eyjamanna og skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum úr vítakasti. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í Val einu skrefi á undan fyrstu mínúturnar. Valsmenn byrjuðu leikinn á því að taka Róbert Aron Hostert úr umferð og það gekk vel til að byrja með. Eyjamenn áttu erfitt með að fóta sig í sóknarleiknum og Valsmenn með ágæt tök á leiknum. Þegar þrettán mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum var staðan 7-4 fyrir Val og Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, tók leikhlé. Það skilaði sér heldur betur og allt annað Eyjalið kom út á völlinn. Eyjamenn fóru að sýna það sem þeir eru þekktir fyrir, baráttu. ÍBV-liðið stal boltanum ítrekað af Valsmönnum og keyrðu yfir þá í varnarleiknum. Eins og svo oft er sagt í íþróttum, þá vinnur vörn leiki og Eyjamenn sýndu það fyrstu 30 mínútur leiksins. Staðan var 13-11 fyrir ÍBV í hálfleik og þrátt fyrir allt var leikurinn galopinn. Það var allt annað að sjá til Valsmanna þegar þeir komu inn á völlinn í síðari hálfleik og voru þeir mun grimmari. Fljótlega voru heimamenn búnir að jafna metin í 16-16 eftir nokkur hraðaupphlaupsmörk en þeir hættu ekki þá og Valur komst síðan í 18-16 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Næstu mínútur tóku Valsmenn völdin á vellinum og þegar tíu mínútur voru eftir var staðan 24-21 fyrir Val. Eyjamenn jöfnuðu því næst leikinn í 24-24 og háspenna lífshætta var í Vodafone-höllinni út leiktímann. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 26-24 fyrir Eyjamenn. Gestirnir að sýna hreint magnaða takta og gríðarlega baráttu. Valsmenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin 26-26 þegar innan við mínútu var eftir af leiknum. Geir Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í röð. Í loka sókninni náði Agnar Smári Jónsson að fiska vítakast, réttur dómur. Maður leiksins, Theodór Sigurbjörnsson, steig á punktinn og skoraði sitt áttunda mark í leiknum. Honum lauk með sigri ÍBV, 27-26. Það verður því barist upp á líf og dauða á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum. Theódór: Vorum ekki tilbúnir að fara í sumarfrí„Það var ekkert annað í stöðunni en að koma hingað og sækja annan leik, við vorum ekki tilbúnir í að fara í sumarfrí,“ segir Theódór Sigurbjörnsson, hetja Eyjamanna eftir leikinn í kvöld. Eyjamenn voru fjölmargir í stúkunni í kvöld og létu vel í sér heyra. „Maður varð oft á tíðum orðlaus á stemmningunni hjá okkar fólki. Það var svo gaman að horfa upp í stúku og maður fékk svo mikla orku frá okkar stuðningsfólki.“ „Það hafa allir leikirnir verið svona kaflaskiptir og það kom ekkert á óvart.“ „Nú er bara að klára þetta einvígi á fimmtudaginn á heimavelli. Við ætlum okkur í úrslit.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Ólafur: Drullusvekktur„Maður er auðvitað drullusvekktur með það að tapa,“ segir Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „Við vorum ekki alltaf að velja réttu tækifærin í sóknarleiknum en börðust allan leikinn samt sem áður.“ „Vandamálin eru alltaf þau sömu í öllum okkar leikjum en þetta snýst allt saman um að gera hlutina rétt á þessu sekúndubroti sem um ræðir.“ Eyjamenn stálu boltanum af Valsmönnum gríðarlega oft í leiknum í kvöld og var það dýrt. „Eyjamenn spila framliggjandi vörn og stela oft á tíðum boltanum. Þetta var okkur dýrt í kvöld.“ „Nú er bara að fara aftur til Eyja og vinna þar aftur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira
Eyjamenn náðu að knýja fram oddaleik í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld þegar liðið vann Val, 27-26, í fjórða leik liðanna um sæti í úrslitaeinvíginu. Staðan er því 2-2 og liðin mætast því í oddaleik á fimmtudaginn klukkan 16:00 í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson var hetja Eyjamanna og skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum úr vítakasti. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í Val einu skrefi á undan fyrstu mínúturnar. Valsmenn byrjuðu leikinn á því að taka Róbert Aron Hostert úr umferð og það gekk vel til að byrja með. Eyjamenn áttu erfitt með að fóta sig í sóknarleiknum og Valsmenn með ágæt tök á leiknum. Þegar þrettán mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum var staðan 7-4 fyrir Val og Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, tók leikhlé. Það skilaði sér heldur betur og allt annað Eyjalið kom út á völlinn. Eyjamenn fóru að sýna það sem þeir eru þekktir fyrir, baráttu. ÍBV-liðið stal boltanum ítrekað af Valsmönnum og keyrðu yfir þá í varnarleiknum. Eins og svo oft er sagt í íþróttum, þá vinnur vörn leiki og Eyjamenn sýndu það fyrstu 30 mínútur leiksins. Staðan var 13-11 fyrir ÍBV í hálfleik og þrátt fyrir allt var leikurinn galopinn. Það var allt annað að sjá til Valsmanna þegar þeir komu inn á völlinn í síðari hálfleik og voru þeir mun grimmari. Fljótlega voru heimamenn búnir að jafna metin í 16-16 eftir nokkur hraðaupphlaupsmörk en þeir hættu ekki þá og Valur komst síðan í 18-16 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Næstu mínútur tóku Valsmenn völdin á vellinum og þegar tíu mínútur voru eftir var staðan 24-21 fyrir Val. Eyjamenn jöfnuðu því næst leikinn í 24-24 og háspenna lífshætta var í Vodafone-höllinni út leiktímann. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 26-24 fyrir Eyjamenn. Gestirnir að sýna hreint magnaða takta og gríðarlega baráttu. Valsmenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin 26-26 þegar innan við mínútu var eftir af leiknum. Geir Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í röð. Í loka sókninni náði Agnar Smári Jónsson að fiska vítakast, réttur dómur. Maður leiksins, Theodór Sigurbjörnsson, steig á punktinn og skoraði sitt áttunda mark í leiknum. Honum lauk með sigri ÍBV, 27-26. Það verður því barist upp á líf og dauða á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum. Theódór: Vorum ekki tilbúnir að fara í sumarfrí„Það var ekkert annað í stöðunni en að koma hingað og sækja annan leik, við vorum ekki tilbúnir í að fara í sumarfrí,“ segir Theódór Sigurbjörnsson, hetja Eyjamanna eftir leikinn í kvöld. Eyjamenn voru fjölmargir í stúkunni í kvöld og létu vel í sér heyra. „Maður varð oft á tíðum orðlaus á stemmningunni hjá okkar fólki. Það var svo gaman að horfa upp í stúku og maður fékk svo mikla orku frá okkar stuðningsfólki.“ „Það hafa allir leikirnir verið svona kaflaskiptir og það kom ekkert á óvart.“ „Nú er bara að klára þetta einvígi á fimmtudaginn á heimavelli. Við ætlum okkur í úrslit.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Ólafur: Drullusvekktur„Maður er auðvitað drullusvekktur með það að tapa,“ segir Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. „Við vorum ekki alltaf að velja réttu tækifærin í sóknarleiknum en börðust allan leikinn samt sem áður.“ „Vandamálin eru alltaf þau sömu í öllum okkar leikjum en þetta snýst allt saman um að gera hlutina rétt á þessu sekúndubroti sem um ræðir.“ Eyjamenn stálu boltanum af Valsmönnum gríðarlega oft í leiknum í kvöld og var það dýrt. „Eyjamenn spila framliggjandi vörn og stela oft á tíðum boltanum. Þetta var okkur dýrt í kvöld.“ „Nú er bara að fara aftur til Eyja og vinna þar aftur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira