Felipe Massa viðurkennir að hann sé þakklátur fyrir ákvörðun Ferrari að skipta honum út fyrir Kimi Raikkonen. Hann hefur fundið sig vel hjá Williams.
Brasilíumaðurinn var látinn fara frá Ferrari í lok síðasta tímabils og fór yfir til Williams. Hjá Williams kveðs Massa „hugsa um kappaksturinn,“ ólíkt því sem gerðist hjá Ferrari. Þar var pressan oft alltof mikil til að hægt væri að einbeita sér að verkefninu.
„Þetta var hárrétt ákvörðun. Þegar ég horfi til baka núna, ég er ánægður að Ferrari vildi mig ekki því það opnaði leiðina fyrir mig til Williams,“ sagði Massa.
„Ég er eldri en mér líður ungum á ný. Ég er reiðubúinn að berjast og leggja hart að mér. Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði brasilíski ökumaðurinn.
„Hér hjá Williams get ég einbeitt mér að akstrinum, sem er betra,“ sagði Massa.
Massa segist alls ekki sakna þess að klæðast rauða samfestingnum. Massa segir að sért þú ekki að vinna er pressan hjá Ferrari gríðarleg.

