"Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn“ Ásthildur Ósk og Bjargey Halla og Elísabet Rut skrifa 26. maí 2014 17:45 Velferð barna og ungmenna er mikilvægt málefni og okkur mjög hugleikið á Akranesi. Þetta málefni varðar alla því börnin eru jú framtíð bæjarins. Að skapa samfélag þar sem börnum og ungmennum líður vel, þau geti sótt skóla og haft greiðan aðgang að tómstundastarfi skiptir miklu máli. Börnin þurfa að hafa stað til að leita til og eyra sem hlustar og fá notið allrar þeirrar þjónustu og handleiðslu sem þau þurfa til að vaxa og dafna. “Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn,“ er ekki orðum ofaukið, því ábyrgðin er svo sannarlega okkar allra. Sú þjónusta sem bærinn og félagasamtök innan hans bjóða upp á þarf að vera skipulögð þannig að öll börn geti notið hennar óháð fjárhag foreldra eða getu þeirra sjálfra, hvort svo sem um er að ræða talþjálfun, greiningarvinnu, viðtalsmeðferðir, iðjuþjálfun, íþróttir, tónlistarnám eða aðrar tómstundir. Sú þjónusta sem bærinn býður upp á í dag er unnin af fyrsta flokks starfsfólki en betur má ef duga skal. Ef við eigum að gera bæinn okkar aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk sem er að leita sér að framtíðarheimili, þá þurfum við að geta boðið upp á alla þá þjónustu sem barnafólk þarf mögulega á að halda. Á Akranesi er í dag er erfitt að eiga barn sem er með einhverskonar röskun. Löng bið er eftir að komast að hjá talmeinafræðingi enda er aðeins um einn að ræða sem tekur börn til sín í þjálfun og er hann sjálfstætt starfandi. Barnalæknar koma einungis tvisvar í mánuði á heilsugæsluna, hér starfa fáir sjúkraþjálfarar og erfitt er að nálgast iðjuþjálfa til að taka barn í þjálfun til sín enda starfar enginn við beina þjálfun á Akranesi. Því fylgir mikill aukakostnaður fyrir fjölskyldur að sækja þessa þjónustu til Reykjavíkur s.s. vinnutap og ferðakostnaður. Að barn öðlist þá grunngetu að geta tjáð sig eru sjálfsögð mannréttindi þeirra og á Akraneskaupsstaður að geta státað sig af því að bjóða fjölskyldum upp á þessa þjónustu með því að hafa talmeinafræðing á sínum snærum, það vinnur einn talmeinafræðingur hjá Akraneskaupstað í dag sem fer í skóla og leikskóla í greiningarvinnu og sinnir takmarkaðri þjálfun. Í dag er gott starf unnið í leikskólum Akraness þar sem starfsmenn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða foreldra með að nálgast þessa þjónustu. Ég, Bjargey, er móðir drengs með málþroskaröskun, ADHD o.fl. Ég veit ekki hvernig staðan hjá honum væri í dag ef hann hefði ekki notið þeirra frábæru starfskrafta sem leikskólinn hans býður upp á. Starfsmenn leikskólans hafa ávallt verið boðnir og búnir til að aðstoða okkur foreldrana í baráttunni fyrir því að sonur okkar fái þá þjónustu sem hann þarfnast og á rétt á. Þetta er barátta sem margir foreldrar þurfa að heyja og ómetanlegt er að hafa þennan stuðning. Þegar kemur að íþróttum, tónlistarnámi eða öðrum tómstundum þurfum við að standa vörð um að öllum börnum sé gert kleift að iðka það sem þeir kjósa óháð fjárhag. Ef horft er til annarra bæjarfélaga hér á landi þá er Grindavíkurbær að vinna gott starf í þessum málum. Þar stendur öllum börnum og unglingum til boða að æfa eins margar íþróttagreinar og þau vilja innan vébanda UMFG fyrir um 22.000 kr. á ári. Við í Bjartri Framtíð viljum skoða hvort þetta sé möguleiki hér á Akranesi. Hvaða foreldri kannast ekki við að barnið geti verið óákveðið um hvað það vill æfa og langar að prófa margt s.s. tónlistarnám, íþróttir eða skátastarf? En á mörgum heimilum er ekki til fjármagn til að leyfa barni að stunda fleiri en eina tegund tómstundastarfs, hvað þá þegar horft er til barnmargra fjölskyldna. Oft þarf barnið að hætta í einu tómstundastarfi til að leggja stund á annað sem hugur þess stendur líka til því það er of kostnaðarsamt vera í hvoru tveggja. En með þessari stefnu sem að Grindavíkurbær hefur sett sér, þá er börnum gert kleift að prófa eins margar tegundir tómstundastarfs og það kýs. Setjum okkur það markmið að öll börn og ungmenni á Akranesi fái að njóta sín til fulls í leik og starfi óháð efnahag eða öðrum ytri aðstæðum. Bjartar kveðjur með von um bjarta framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Velferð barna og ungmenna er mikilvægt málefni og okkur mjög hugleikið á Akranesi. Þetta málefni varðar alla því börnin eru jú framtíð bæjarins. Að skapa samfélag þar sem börnum og ungmennum líður vel, þau geti sótt skóla og haft greiðan aðgang að tómstundastarfi skiptir miklu máli. Börnin þurfa að hafa stað til að leita til og eyra sem hlustar og fá notið allrar þeirrar þjónustu og handleiðslu sem þau þurfa til að vaxa og dafna. “Það þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn,“ er ekki orðum ofaukið, því ábyrgðin er svo sannarlega okkar allra. Sú þjónusta sem bærinn og félagasamtök innan hans bjóða upp á þarf að vera skipulögð þannig að öll börn geti notið hennar óháð fjárhag foreldra eða getu þeirra sjálfra, hvort svo sem um er að ræða talþjálfun, greiningarvinnu, viðtalsmeðferðir, iðjuþjálfun, íþróttir, tónlistarnám eða aðrar tómstundir. Sú þjónusta sem bærinn býður upp á í dag er unnin af fyrsta flokks starfsfólki en betur má ef duga skal. Ef við eigum að gera bæinn okkar aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk sem er að leita sér að framtíðarheimili, þá þurfum við að geta boðið upp á alla þá þjónustu sem barnafólk þarf mögulega á að halda. Á Akranesi er í dag er erfitt að eiga barn sem er með einhverskonar röskun. Löng bið er eftir að komast að hjá talmeinafræðingi enda er aðeins um einn að ræða sem tekur börn til sín í þjálfun og er hann sjálfstætt starfandi. Barnalæknar koma einungis tvisvar í mánuði á heilsugæsluna, hér starfa fáir sjúkraþjálfarar og erfitt er að nálgast iðjuþjálfa til að taka barn í þjálfun til sín enda starfar enginn við beina þjálfun á Akranesi. Því fylgir mikill aukakostnaður fyrir fjölskyldur að sækja þessa þjónustu til Reykjavíkur s.s. vinnutap og ferðakostnaður. Að barn öðlist þá grunngetu að geta tjáð sig eru sjálfsögð mannréttindi þeirra og á Akraneskaupsstaður að geta státað sig af því að bjóða fjölskyldum upp á þessa þjónustu með því að hafa talmeinafræðing á sínum snærum, það vinnur einn talmeinafræðingur hjá Akraneskaupstað í dag sem fer í skóla og leikskóla í greiningarvinnu og sinnir takmarkaðri þjálfun. Í dag er gott starf unnið í leikskólum Akraness þar sem starfsmenn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða foreldra með að nálgast þessa þjónustu. Ég, Bjargey, er móðir drengs með málþroskaröskun, ADHD o.fl. Ég veit ekki hvernig staðan hjá honum væri í dag ef hann hefði ekki notið þeirra frábæru starfskrafta sem leikskólinn hans býður upp á. Starfsmenn leikskólans hafa ávallt verið boðnir og búnir til að aðstoða okkur foreldrana í baráttunni fyrir því að sonur okkar fái þá þjónustu sem hann þarfnast og á rétt á. Þetta er barátta sem margir foreldrar þurfa að heyja og ómetanlegt er að hafa þennan stuðning. Þegar kemur að íþróttum, tónlistarnámi eða öðrum tómstundum þurfum við að standa vörð um að öllum börnum sé gert kleift að iðka það sem þeir kjósa óháð fjárhag. Ef horft er til annarra bæjarfélaga hér á landi þá er Grindavíkurbær að vinna gott starf í þessum málum. Þar stendur öllum börnum og unglingum til boða að æfa eins margar íþróttagreinar og þau vilja innan vébanda UMFG fyrir um 22.000 kr. á ári. Við í Bjartri Framtíð viljum skoða hvort þetta sé möguleiki hér á Akranesi. Hvaða foreldri kannast ekki við að barnið geti verið óákveðið um hvað það vill æfa og langar að prófa margt s.s. tónlistarnám, íþróttir eða skátastarf? En á mörgum heimilum er ekki til fjármagn til að leyfa barni að stunda fleiri en eina tegund tómstundastarfs, hvað þá þegar horft er til barnmargra fjölskyldna. Oft þarf barnið að hætta í einu tómstundastarfi til að leggja stund á annað sem hugur þess stendur líka til því það er of kostnaðarsamt vera í hvoru tveggja. En með þessari stefnu sem að Grindavíkurbær hefur sett sér, þá er börnum gert kleift að prófa eins margar tegundir tómstundastarfs og það kýs. Setjum okkur það markmið að öll börn og ungmenni á Akranesi fái að njóta sín til fulls í leik og starfi óháð efnahag eða öðrum ytri aðstæðum. Bjartar kveðjur með von um bjarta framtíð.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun