Davíð Þór: Nettur Dani Alves í bakverðinum þeirra Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. júlí 2014 11:30 Davíð Þór eftir æfingu FH-liðsins í gær. mynd/fh-ingar.net. „Við vorum bara að klára að borða og erum að hvíla okkur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, miðjumaður FH, við Vísi er hann hefur það náðugt á hóteli í Borås, fimm tímum fyrir Evrópudeildarleik. FH mætir sænska liðinu Elfsborg í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld og líst Davíð Þór ágætlega á mótherjann. „Við vitum núna heilmikið um þá. Við fórum yfir leik Elfsborgar í gær og aftur í morgun. Við erum ágætlega upplýstir,“ segir hann. „Þetta er mjög gott lið og verið við toppinn í Svíþjóð núna í tíu ár. Það er þekkt fyrir að spila skemmtilegan fótbolta og pressa framarlega með bakverði sem koma langt fram völlinn og taka virkan þátt í sóknarleiknum. Við vitum að við munum eiga fullt í fangi með að verjast þeim.“ „Elfsborg mætir alltaf af þvílíkum krafti í leikina og vill ná marki snemma. Auðvitað vilja öll lið skora snemma, en það leggur virkilega mikla áherslu á það. Það er mikilvægt fyrir okkur að mæta klárir í slaginn.“ Davíð Þór segir lykilatriði fyrir FH í kvöld að stýra hraða leiksins eins og það gerði svo svakalega vel á móti Neman Grodno frá Hvíta-Rússlandi í síðustu umferð. „Við verðum að gera það ef við ætlum að ná árangri í þessari keppni. Við gerðum það vel á móti Grodno og líka í Evrópu í fyrra. Leikurinn fer fram á gervigrasi sem þeir eru vanir að spila á þannig ef þeir fá tíma á boltann munu þeir sprengja okkur upp,“ segir Davíð Þór.Davíð Þór í viðtali við FH-síðuna.mynd/fhingar.net.Hvíld, matur, fundur, leikur. Elfsborg er vissulega sigurstranglegra en FH í þessu einvígi, en Svíarnir hafa aðeins verið að minnka væntingar stuðningsmanna í aðdraganda leiksins. „Þeir eru eitthvað að reyna að tala möguleikana sína niður, en þetta er eitt af stærstu liðunum í Svíþjóð og eitt það sterkasta í dag. Þetta er alvöru klúbbur,“ segir Davíð Þór, en hvaða leikmenn ber að varast í kvöld? „Inn á miðjunni er Anders Svensson, leikjahæsti leikmaður sænska landsliðsins. Hann stýrir öllu þarna. Svo fram á við eru þeir með Dana sem er virkilega skemmtilegur og hægri bakvörðurinn, fyrirliðinn, liggur við að sé þeirra besti sóknarmaður. Það er svona nettur Dani Alves í honum. Við verðum að verjast honum og reyna svo að nýta svæðið sem myndast ef hann tekur eitthvað galið hlaup fram völlinn.“ Leikurinn fer fram klukkan 18.00 að sænskum tíma, en hvað gera FH-ingar á leikdegi í Evrópu? „Nú er bara hvíld, svo borðum við smá og tökum léttan fund. Eftir það fara menn bara að gera sig klára og svo mætum við á völlinn 90 mínútum fyrir leik. Eftir það taka bara við hlaup í 90 mínútur,“ segir Davíð Þór Viðarsson. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir FH-ingar klárir í slaginn í Borås | Myndir FH mætir sænska liðinu Elfsborg í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. 31. júlí 2014 11:00 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
„Við vorum bara að klára að borða og erum að hvíla okkur,“ segir Davíð Þór Viðarsson, miðjumaður FH, við Vísi er hann hefur það náðugt á hóteli í Borås, fimm tímum fyrir Evrópudeildarleik. FH mætir sænska liðinu Elfsborg í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld og líst Davíð Þór ágætlega á mótherjann. „Við vitum núna heilmikið um þá. Við fórum yfir leik Elfsborgar í gær og aftur í morgun. Við erum ágætlega upplýstir,“ segir hann. „Þetta er mjög gott lið og verið við toppinn í Svíþjóð núna í tíu ár. Það er þekkt fyrir að spila skemmtilegan fótbolta og pressa framarlega með bakverði sem koma langt fram völlinn og taka virkan þátt í sóknarleiknum. Við vitum að við munum eiga fullt í fangi með að verjast þeim.“ „Elfsborg mætir alltaf af þvílíkum krafti í leikina og vill ná marki snemma. Auðvitað vilja öll lið skora snemma, en það leggur virkilega mikla áherslu á það. Það er mikilvægt fyrir okkur að mæta klárir í slaginn.“ Davíð Þór segir lykilatriði fyrir FH í kvöld að stýra hraða leiksins eins og það gerði svo svakalega vel á móti Neman Grodno frá Hvíta-Rússlandi í síðustu umferð. „Við verðum að gera það ef við ætlum að ná árangri í þessari keppni. Við gerðum það vel á móti Grodno og líka í Evrópu í fyrra. Leikurinn fer fram á gervigrasi sem þeir eru vanir að spila á þannig ef þeir fá tíma á boltann munu þeir sprengja okkur upp,“ segir Davíð Þór.Davíð Þór í viðtali við FH-síðuna.mynd/fhingar.net.Hvíld, matur, fundur, leikur. Elfsborg er vissulega sigurstranglegra en FH í þessu einvígi, en Svíarnir hafa aðeins verið að minnka væntingar stuðningsmanna í aðdraganda leiksins. „Þeir eru eitthvað að reyna að tala möguleikana sína niður, en þetta er eitt af stærstu liðunum í Svíþjóð og eitt það sterkasta í dag. Þetta er alvöru klúbbur,“ segir Davíð Þór, en hvaða leikmenn ber að varast í kvöld? „Inn á miðjunni er Anders Svensson, leikjahæsti leikmaður sænska landsliðsins. Hann stýrir öllu þarna. Svo fram á við eru þeir með Dana sem er virkilega skemmtilegur og hægri bakvörðurinn, fyrirliðinn, liggur við að sé þeirra besti sóknarmaður. Það er svona nettur Dani Alves í honum. Við verðum að verjast honum og reyna svo að nýta svæðið sem myndast ef hann tekur eitthvað galið hlaup fram völlinn.“ Leikurinn fer fram klukkan 18.00 að sænskum tíma, en hvað gera FH-ingar á leikdegi í Evrópu? „Nú er bara hvíld, svo borðum við smá og tökum léttan fund. Eftir það fara menn bara að gera sig klára og svo mætum við á völlinn 90 mínútum fyrir leik. Eftir það taka bara við hlaup í 90 mínútur,“ segir Davíð Þór Viðarsson.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir FH-ingar klárir í slaginn í Borås | Myndir FH mætir sænska liðinu Elfsborg í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. 31. júlí 2014 11:00 Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
FH-ingar klárir í slaginn í Borås | Myndir FH mætir sænska liðinu Elfsborg í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. 31. júlí 2014 11:00