Homeland-stjarnan Claire Danes mætti á Emmy-verðlaunahátíðina í vikunni í eldrauðum kjól frá Givenchy.
Kjóllinn sem hún klæddist var mjög svipaður og sérsaumaði brúðarkjóllinn sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian klæddist þegar hún gekk að eiga rapparann Kanye West fyrr á árinu.
Blúnduermar voru á kjól Kim en Claire ákvað að hafa sinn Emmy-kjól ermalausan. Þá bætti leikkonan einnig við hálskraga og belti um sig miðja.
Apar eftir brúðarkjól Kim Kardashian
