Aphex Twin ásakar Kanye West um stuld Þórður Ingi Jónsson skrifar 27. ágúst 2014 16:00 Aphex Twin. Raftónlistarmaðurinn Richard D. James, best þekktur sem Aphex Twin, hefur ásakað rapptónlistarmanninn Kanye West um stuld. Píanólag eftir Aphex að nafni Avril 14th er grunnurinn að laglínunni í vinsælu lagi Wests, Blame Game. Aphex fullyrti í viðtali við tónlistarmiðilinn Pitchfork að rapparinn og teymi hans hafi ekki viljað borga honum fyrir notkun á laglínunni. „Ég veit að hann reyndi að fokking snuða mig og sagðist hafa skrifað laglínuna,“ sagði Aphex, aðspurður um hvað honum fyndist um að Kanye hafi notað lagið hans. „Þeir reyndu að komast upp með það að borga mér ekki neitt,“ segir Aphex. West hefur áður lent í vandræðum fyrir að „sampla“ lög, þ.e. að taka búta og laglínur úr öðrum lögum og nota þau í eigin tónlist. "Þegar þeir sendu mér lagið fyrst sagði ég: „Ó, ég get gert þetta aftur fyrir ykkur, ef þú vilt,“ af því að þeir höfðu „samplað“ lagið mjög illa. Það var strekkt á hljóðinu og það var mjög brenglað.YeezyÞá sagði ég eitthvað í líkingu við: „Ég skal bara endurspila þetta fyrir ykkur á þessum hraða ef þið viljið.“ Og þeir sögðu ekki einu sinni „halló“ eða „takk“, þeir sögðu bara: „Þú átt þetta ekki – við eigum þetta. Við erum ekki einu sinni að spyrja þig lengur.“ Þó segist Aphex ekki vera viss um hvort í lagi Wests sé „sampl“ af upprunalegu upptökunni, heldur geti verið að West og hans teymi hafi tekið upp píanóspilið aftur. Í bæklingnum fyrir plötuna sem lag Wests kom út á, My Beautiful Dark Twisted Fantasy, kemur þó fram að Blame Game innihaldi „hluta úr Avril 14th eftir Richard James“. West hefur ekki enn svarað ásökunum Aphex Twin. Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Raftónlistarmaðurinn Richard D. James, best þekktur sem Aphex Twin, hefur ásakað rapptónlistarmanninn Kanye West um stuld. Píanólag eftir Aphex að nafni Avril 14th er grunnurinn að laglínunni í vinsælu lagi Wests, Blame Game. Aphex fullyrti í viðtali við tónlistarmiðilinn Pitchfork að rapparinn og teymi hans hafi ekki viljað borga honum fyrir notkun á laglínunni. „Ég veit að hann reyndi að fokking snuða mig og sagðist hafa skrifað laglínuna,“ sagði Aphex, aðspurður um hvað honum fyndist um að Kanye hafi notað lagið hans. „Þeir reyndu að komast upp með það að borga mér ekki neitt,“ segir Aphex. West hefur áður lent í vandræðum fyrir að „sampla“ lög, þ.e. að taka búta og laglínur úr öðrum lögum og nota þau í eigin tónlist. "Þegar þeir sendu mér lagið fyrst sagði ég: „Ó, ég get gert þetta aftur fyrir ykkur, ef þú vilt,“ af því að þeir höfðu „samplað“ lagið mjög illa. Það var strekkt á hljóðinu og það var mjög brenglað.YeezyÞá sagði ég eitthvað í líkingu við: „Ég skal bara endurspila þetta fyrir ykkur á þessum hraða ef þið viljið.“ Og þeir sögðu ekki einu sinni „halló“ eða „takk“, þeir sögðu bara: „Þú átt þetta ekki – við eigum þetta. Við erum ekki einu sinni að spyrja þig lengur.“ Þó segist Aphex ekki vera viss um hvort í lagi Wests sé „sampl“ af upprunalegu upptökunni, heldur geti verið að West og hans teymi hafi tekið upp píanóspilið aftur. Í bæklingnum fyrir plötuna sem lag Wests kom út á, My Beautiful Dark Twisted Fantasy, kemur þó fram að Blame Game innihaldi „hluta úr Avril 14th eftir Richard James“. West hefur ekki enn svarað ásökunum Aphex Twin.
Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira