Nýlega kom tilkynning frá Charlie Whiting, ræsi og regluverði FIA í Formúlu 1 um að regla um bann við frammistöðutengdum skilaboðum til ökumanna.
Óljóst var hvað félli nákvæmlega undir regluna en markmið hennar var að auka ábyrgð ökumanna á akstri bílsins. Nú er hefur FIA sent frá sér nákvæmari upplýsingar um hvernig skilaboð falla undir regluna.
Bannið tekur gildi í keppninni í Singapúr, næstu helgi, með örfáum undantekningum.

Upplýsingar um tíma keppinauta á ákveðnum hlutum brautarinnar og hvar viðkomani er fljótari eða hægari.
Hvaða stillingar ökumaður ætti að vera að nota fyrir vélina og gírkassann.
Upplýsingar um þróun gírkassans, t.d. ef ökumaður ætti að sleppa því að nota ákveðinn gír.
Stillingar til að auka rafhleðslu, til að auka afl sem hægt er að sækja í hana.
Upplýsingar um eldsneytisflæði (nema að keppnisstjórn biðji sérstaklega um þær)
Upplýsingar um hversu mikið eldsneyti ökumaður þarf að spara.
Upplýsingar um loftþrýsting dekkja eða hitastig þeirra. (tekur gildi í japanska kappakstrinum)
Upplýsingar um hentugar stillingar mismunadrifs.
Upplýsingar um bestu stillingar fyrir ræsingu. Tekur til kúplingsstillinga, hugbúnaðarstillinga og hversu margar æfingaræsingar eru æskilegar á upphitunarhring.
Upplýsingar um bremsujafnvægi.
Viðvörun vegna slits á bremsubúnaði eða hitastigsreytinga í búnaðnum (tekur gildi í japanska kappakstrinum)
Upplýsingar um ýmsar stillingar sem ökumaður velur, nema um sé að ræða augljóst vandamál í bílnum.
Bannað verður að svara beinum spurningum ökumanns ef hann spyr út í eitthvað frammistöðutengt, t.d. ef hann spyr hvar sé best að nota raforkuna til að hagnast sem mest.
Öll skilaboð sem eru eða hljóma eins og þau séu á dulmáli eru bönnuð.

Staðfesting á að skilaboð frá ökumanni séu móttekin.
Upplýsingar um tíma ökumanns á hring eða hluta brautar.
Upplýsingar um hringtíma keppinauta.
Tími í næsta ökumann, þetta má gefa upp á æfingum eða í keppni.
Hvatningarorð um að gefa allt í botn, nú sé tími til að pressa á næsta ökumann eða jafnvel, upplýsingar um hverjum er ætlast til að ökumaður nái í keppninni.
Vara má við komandi bílum á æfingum eða í keppni.
Upplýsingar um bilið á milli bíla í tímatöku til að auðvelda ökumönnum að finna sem greiðasta leið á hröðum tímatökuhring.
Benda má ökumönnum á ef dekk er sprungið á bíl þeirra.
Segja má ökumönnum hvaða dekkjagerð verði sett undir bílinn í næsta þjónustuhléi.
Upplýsingar um hvað keppinautur er búinn að aka marga hringi á þeim dekkjum sem hann er á. Einnig má segja ökumönnum hvaða dekkjagerð keppinautarnir eru á.
Greina má frá hugsanlegum vandamálum í bílum keppinauta í keppni.
Upplýsingar um líklega keppnisáætlun annarra ökumanna.
Allar viðvaranir um flögg sem er veifað eða yfirvofandi öryggisbíl má senda í gegnum talstöðina.
Allt er þetta gert til að auka ábyrgð ökumanna á akstri bílanna. Forvitnilegt verður að sjá hvernig liðunum gengur að glíma við breytingarnar. Það er öruggt að ökumenn þurfa að skilja virkni og kerfi bílanna betur en áður til að geta ekið þeim þrátt fyrir ýmis smávægileg vandamál sem koma upp. Áður fengu þeir tæknilega aðstoð frá þjónustusvæðinu. Þeir dagar eru liðnir.