

Talskona Michael Schumacher staðfesti í dag að Schumacher hefði verið fluttur af spítalanum í Lausanne á heimili sitt þar sem endurhæfingin mun halda áfram.
Lewis Hamilton vann ítalska kappaksturinn eftir að hafa ræst á ráspól en tapað forystunni í ræsingu. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg varð annar eftir óheppileg mistök. Felipe Massa á Williams átti rólegan dag en náði í þriðja sætið.
Luca di Mintezemolo hefur sjálfur staðfest að hann ætli að láta af störfum sem forseti Ferrari í næsta mánuði, eftir tveggja áratuga starf.
FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að banna öll frammistöðutengd skilaboð í talstöðvum liðanna til ökumanna. Bannið mun taka gildi fyrir keppnina í Singapore, næstu helgi.
Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA), kynnti í dag keppnisdagatal næsta árs. Keppnirnar verða 20 í heildina, keppni í Mexíkó er eina viðbótin.
Eftir spennandi keppni þar sem mikið var um fallegan fram úr akstur og lítið um óhöpp er margt sem er þess virði að skoða nánar.